Fjöltækniskóli Íslands
26.6.2007 | 21:31
Nefnd um stofnun framhaldsskóla í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð fundaði í morgun ásamt skólastjóra Fjöltækniskóla Íslands. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og snérist ekki síður um það sem áður var nefnt stytting stúdentspróf. Ekki snýst málið lengur um það heldur að hver hefur sinn tíma samkvæmt þessum tillögum, sem mér skilst að ráðherra menntamála hafi nú þegar gert að sínum, heldur að verknám sé metið til jafns á við bóknám þegar kemur að stúdentsprófi.
Mér sýnist að fyrirkomulag þessa skóla geti að mörgu leiti gengið hér í okkar skóla þ.e. grunnhugmyndin. Borgarbyggð er að koma sínum skóla á laggirnar út frá sambærilegri hugsun og verður fínt fyrir okkur að horfa til þess. Spurning hvort Sparisjóður Mýrarsýslu verður eins örlátur við okkur og hann var við þennan skóla.
Margt af því sem þarna kom fram er auðveldlega hægt að yfirfæra í grunnskólann, svo sem eins og gæðakerfið sem ég var mjög hrifin af, og vona ég að það verði svo í nánustu framtíð.
Kærkominn frídagur
24.6.2007 | 12:34
Kærkominn frídagur hjá mér í dag eftir strembna helgi. Var að vinna síðustu tvær nætur og var mikið fjör sérstaklega í nótt. Maður er orðinn allt of gamall í þetta svei mér þá. Dögginni var ekki fyrir að fara í mínum garði eða "fjallshlíðinni hér í bakgarðinum" hjá mér þegar ég kom heim undir morgun og því varð ekkert úr nöktum veltingi. Göngutúr í náttúrunni með hundana mína verður hin andlega hreinsun - eins og oft áður.
Eve fer í dag til Akureyrar og styttist óðum í heimferð til hennar Ameríku. Hún fer af landi brott 8. júlí og munum við sakna hennar mikið. Hún var svo heppin að sjá hér fallega sólarupprás aðfararnótt laugardags en Helgi fór með hana út í Múla eftir að ég var búin á barvaktinni. Hún eins og aðrir útlendingar er alveg heilluð af birtunni sem hér ríkir allan sólahringinn og vill helst ekki sofa þegar næturkyrrðin er svo mikil eins og verið hefur undanfarið.
Á planinu í dag er að kíkja aðeins í garðinn og slæpast svolítið - nenni hreinlega ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.
Döggin
23.6.2007 | 15:37
Jónsmessa haldin hátíðleg víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19. júní - jafnréttisdagur - allir með
19.6.2007 | 09:27
Í dag eru liðin 92 ár frá því að konur fengu fyrst kosningarétt, eða árið 1915 og nokkru síðar eða 1922 var fyrsta konan kosin á þing.
Í dag 19. júní fögnum við þessu og höldum áfram að vinna að jafnrétti, konur jafnt sem karlar, og berum eitthvað bleikt í tilefni dagsins. Ef ekki er til eitthvað bleikt til að vera í má alltaf setja eitthvað bleikt í t.d. gluggann eða sent tölvupóst í bleiku. Það er alltaf hægt að kaupa sér bleikt blað og gera eitthvað úr því, kostar lítið en getur verið áhrifaríkt tala nú ekki um ef eitthvað skemmtilegt er á það skrifað.
Aðalatriðið er að vera með og muna að langt er í land ennþá þó margt hafi unnist. Við viljum að dætur okkar njóti sambærilegra kjara fyrir sömu menntun strax en ekki að það launabil haldist sem nú er. Þetta er bara einn af mörgum þáttum ójafnréttis sem enn ríkir.
Kíkið á myndbandið. Ég kann ekki að setja það inn á eftir að gefa mér tíma í að læra það. http://youtube.com/watch?v=VAtPqC8Evpg
Bæjarstjórnarfundur
13.6.2007 | 22:44
Það var bæjarstjórnarfundur á Sigló í gær og var byggðakvótinn helsta umræðuefnið. Minnihlutinn ekki sáttur við vinnubrögð meirihlutans um hvernig honum skuli úthlutað. Ráðuneytið er með málið til umfjöllunar.
Formaður fræðslunefndar upplýsti að skólamáltíðir yrðu boðnar í grunnskólum Fjallabyggðar eftir áramótin þar sem ekki væri gert ráð fyrir þeim á þessu fjárhagsári. Gott mál að þetta skuli verða þó ég hefði alveg viljað sjá þetta eins og margt annað vera vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
Nú svo vantaði reglugerð með fræðslunefndarfundargerðinni auk þess sem ég get ekki fellt mig við það að skerða eigi vistunarmöguleika með því að ekki sé hægt að setja barn á leikskólann eftir hádegi heldur þarf vistun alltaf að byrja fyrir hádegi. Þetta er keypt þjónusta og spurning fyrir hvern hún er.
Nú ég var kjörin í bæjarráð í stað Villu og þýðir það enn frekari fundarhöld og enn meiri ábyrgð. Hlakka til að takast á við það verkefni.
http://www.olafsfjordur.is/fundir/fundir.asp?fundur=34&id=1023
Stutt í næsta bæjarstjórnarfund þar sem ársreikningar Fjallabyggðar verða lagðir fram og ræddir með vonandi viku millibili. Það verður fróðlegur lestur.
Ójöfnuður hvað?
12.6.2007 | 14:46
Dýrasta íbúðin á 230 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Margur vill fara stutta leið
7.6.2007 | 14:40
Já það eru margir sem vilja fara "styttri" leiðina í náminu. Heyrst hefur að einhverjir Íslendingar hafi "keypt" sér háskólagráðu erlendis og flaggi henni. Nú á tímum náms í gegnum netið virðist sem síður sé efast um gráðurnar sem verið er að ná sér í.
Það hlýtur að vera hægt að birta "svartan lista" um þessa háskóla sem gera slíkt og svo þá sem einfaldlega eru ekki til. Annað eins gengur nú í netheimum.
Spilling sögð eyðileggja menntastofnanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Breytt bak
7.6.2007 | 14:35
Félagsmálaráðherra: Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sigurverar kosninga
26.5.2007 | 10:20
Netlögga??
26.5.2007 | 10:13
Þetta er akkúrat hluti af því sem Steingrímur Joð var að tala um þegar hann talaði um netlöggu. Svona efni er nefnilega ekki fjarlægt af vefum ef ekki er um þá rætt af almenningi og kemur ekki til kasta lögreglunnar heldur ef enginn mótmælir slíkum viðbjóði.
Þetta er aðhald sem við sem við almennir netnotendur verðum að sýna og í framhaldinu fá málin væntanlega eðlilega meðferð í kerfinu.
Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)