Akkúrat
5.9.2007 | 19:12
Morgunumferðin þung í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heim í heiðardalinn
2.9.2007 | 13:16
Þá er ég komin heim aftur eftir útilegu í borginni. Alltaf jafn fegin að eiga þar ekki fasta búsetu. Ofan úr Grafarvogi og niður í Háskóla 45 mínútur dag hvern - nei takk. Mér finnst eiginlega umferðin aldrei vera lítil þrátt fyrir hina óhugnalegu álagspunkta að morgni og síðdegis þá er alltaf mikil umferð. Sá fram á að ég get nýtt tímann vel í sveitinni sem annars fer í akstur á milli staða í borginni.
Nú ég sem sagt var í lotu í náminu mínu og get nú eiginlega ekki verið í Pollýönnuleik með það að lotan hefði alveg getað verið deginum styttri. Verið var að troða í okkur efni sem við vorum búin að fara í vegna þess að nýjir staðnemar voru með okkur að stórum hluta. Ég vil að tíminn sé vel nýttur þegar fólk er að koma langt að og þarf jafnvel að kaupa sér gistingu og fá frí í vinnu. Kom þeirri skoðun minni á framfæri og vona hið besta í framhaldinu. Fékk að vísu miklar undirtektir frá samnemum enda á þetta við um flest okkar.
Þar sem skóladagurinn er yfirleitt langur er maður orðinn þreyttur og ekki til mikils gagns þegar honum líkur. Við Þurý drifum okkur reyndar í bíó og var það ósköp fínt. Kíkti að sjálfsögðu í Kringluna og Smáralindina eins og sönnum "utanbæjarmanni" sæmir. Kíkti örstutt á fólkið mitt og gisti reyndar hjá Mistinni minni á föstudagsnóttina. En það sem var skemmtilegast af öllu var að hitta loks Hrönn vinkonu og Árdísi aftur eftir alltof langan tíma og spjalla um allt milli himins og jarðar.
Skaust austur á Flúðir á flokkráðsfund hjá Vg á föstudagskvöldið og var mikil stemming í hópnum. Stjórnarfundur á föstudaginn svo ég verð enn á faraldsfæti.
Minn kæri náði svo í mig á flugvöllin í gær og fengum við okkur gott að borða í tilefni 10 ára brúðkaupsafmælisins sem var þann 30. ágúst.
Nú mamma á afmæli á morgun og verður þá 62 ára. Helgi minn er svo síðar í mánuðinum. Alls konar fundir eru líka á döfinni eins og vant er á þessum árstíma.
Springur á bifreiðum í dag?
20.8.2007 | 23:42
Skilst að ég hafi hlotið þann "heiður" að komast í Moggann eða öllu heldur vísun í bloggið mitt. Gasalega skemmtilegt en ég kaupi nú blaðið ekki enda lítill tími til að lesa en stefni samt á að kaupa mér helgaráskrift í vetur þar sem ég fæ Fréttablaðið eða Blaðið ekki nema ég komist í búðina fyrir hádegi, því ekki er það borið út til okkar Ólafsfirðinga.
Komst á lokatónleika Berjadaga í gær og voru þeir hreint frábærir eins og þeirra er von og vísa. Mér fannst, að öðrum ólöstuðum, Ari vera magnaður á fiðluna. Mér þótti vanta ungt fólk til að hlusta á unga fólkið sem er að spila flotta klassík.
Fórum á Sigló í morgun á námskeið hjá Ingvari Sigurgeirs um fjölbreytt námsmat sem er þróunarverkefni hjá skólum Fjallabyggðar næstu tvö árin. Þetta var fyrri dagurinn og var hann mjög áhugaverður. Þær komu einnig tvær stöllur úr Hrafnagilsskóla og sögðu frá því sem þar er verið að gera en sá skóli er í svipaðri vinnu og við erum að hella okkur útí.
Við erum svo heppin að hér er vel mannaður skóli og engin vöntun á starfsfólki. Hins vegar finnst manni, eftir að hafa setið svona námskeið, að launin séu allt of lág fyrir alla þá vinnu sem nú bætist við og tíminn lítill.
Annars lentum við í smá ævintýri á leiðinni, vorum 22 á fimm bílum og það sprakk á einum þeirra við Brúnastaði. Það er eitthvað sem kemur orðið sjaldan fyrir og okkur þótti það skondið að það var bíll bifvélavirkjans sem varð fyrir því og varadekkið loftlaust. Ég get sagt ykkur það að konan hans varð að vonum ekki kát en við gátum skipt þeim sem í bílum voru í næstu bíla og málið reddaðist. Hann var svo búinn að redda bílnum þannig að hún keyrði heim þegar námskeiðið var búið þar sem kagginn beið við Brúnastaði.
Berjablámi
19.8.2007 | 16:00
Það segir mér fólk sem komið hefur í Höllina þessa vikuna að hér sé allt fullt af berjum. Ekki hef ég haft tök á því að fara í berjamó en á Skeggjabrekku þar sem ég viðra hundana mína hef ég rölt aðeins og kíkt og tek undir það að vel er af berjunum. Fór síðast í morgun og tíndi í munninn þar sem ég og minn kæri gengum í dýrindis veðri með ferfætlingana.
Berjadagar eru hér þessa helgi og metnaðarfull dagskrá að vanda sem lýkur í kvöld með berjabláum tónum.
Kennarar og starfsfólk hittist hjá stýrunni á föstudagsmorgun og var gaman að hitta liðið, bæði "gamalt" og "nýtt" og hrista hópinn aðeins saman. Ekki var hægt að fara í skólana þar sem viðhald stendur enn yfir og lýkur ekki fyrr en í næstu viku. Við verðum á Sigló á mánud. og þriðjud. á námskeiði um fjölbreytt námsmat sem Ingvar Sigurgeirsson leiðir hjá skólunum í Fjallabyggð. Mjög spennandi sérstklega þar sem ég er lítið hlynnt hinum hefðbundnu prófum og slíku námsmati enda tel ég það ekki mæta nemendum í nútímaþjóðfélagi.
En ég er spennt að fara með krakkana "mína" í gagnfræðaskóla húsið og sjálf að skipta um vinnustöð. Verð að vísu álíka mikið í báðum skólahúsum og þykir mér það gott.
En ég eins og Herdís skólasystir þarf að kaupa mér nýja tölvu, ekki fartölvu heldur borðtölvu og vildi helst makka en minn kæri vill það ekki. Sá fyrir mér makka með flatskjá og innvolsið þar en ekki auka box við hliðina eins og fylgir pc. Hef aldrei unnið á makka en tel þær betri til myndvinnslu og grafíkin flott en hvað veit ég?
Skólar og ráðningar
12.8.2007 | 10:31
Hef velt því fyrir mér í kjölfar fjölgunar Hjallastefnuskóla hvers vegna ekki er hægt að reka skóla með Möggu án þess að einkvæða. Vissulega vill hún fá að stjórna og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það en það gerir stefnuna ekki betri að hún sé í einkarekstri, óttast reyndar fjölgunina og tel að nú gætu önnur sjónarmið farið að ráða ferðinni en hugsjónin ein.
Það má líka velta því fyrir sér af hverju talað er um einkarekstur þegar slíkir skólar fá framlag frá ríkinu til jafns við aðra skóla og auk þess fé frá atvinnulífinu eða annars konar styrki.
Það kom að máli við mig leikskólakennari sem langaði að flytja norður en fékk ekki vinnu að henni stæði til boða vinna á leikskóla einum hjá Hjallastefnunni og þar fengi hún 330 þúsund í laun á mánuði með vinnutímann 8-15. Hún væri ekki nema rétt hundrað þúsund krónum hærri en ég grunnskólakennarablókin ef hún ákveður að taka þessu starfi.
Starf kennarans snýst ekki bara um hugsjón, ekki heldur í Hjallaskólum, heldur líka um laun og er ég ánægð ef hægt er að borga betur en finnst það óeðlilegt að ríkið styrki einkaframtakið til þess einvörðungu en ekki opinbera skóla.
Enda sýnir það sig að 69 kennara vantar við grunnskóla Reykjavíkurborgar og bið eftir leikskólaplássi vegna manneklu eykst. Hvað er skrýtið við þetta?
Arrgggggggg 365 miðlar
12.8.2007 | 10:22
Er svo reið yfir svívirðingunni sem 365 miðlar sýna mér sem landsbyggðarbúa að ég á ekki til orð. Ef málið snérist eingöngu um mig þá myndi ég gefa frat í þá.
En ég rek veitingastað sem býður uppá enska boltann og þar sem ég er í Ólafsfirði fæ ég ekki hliðarstöðvarnar sem þeir hafa þó með reglulegu millibili í allt sumar sagt að yrðu klárar þegar boltinn byrjaði að rúlla. Enska deildin byrjaði svo formlega í gær og að sjálfsögðu höfum við engar hliðarrásir og getum því ekki valið leik og ekki á döfinni samkvæmt upplýsingum í gær. Ekki nóg með það heldur tollir stöðin ekki inni nema stutta stund og endalaust kemur að dagskráin sé lokuð.
Er að hugsa um að senda málið til Umboðsmanns Alþingis, tel að þetta geti ekki verið lögmætt að við greiðum sama gjald og þeir sem fá allar hliðarrásir sem sérstaklega eru auglýstar af 365.
Saharahiti
30.7.2007 | 13:49
Jaeja gott fólk hér er mjog heitt og á gódri íslensku ekki hundi út sigandi vegna vedurs. :lol: Ég hef ekki litid nema einu sinni á tolvuna og ákvad ad blogga ekki fyrr en ad viku lidinni - klippa svolítid á tengslin.:haha:
Tannig ad nú er fyrsta vikan lidin og var hún alveg ljómandi gód ég kvartadi reyndar yfir kulda á kvoldin og nú er mér nuddad upp úr tví tar sem hitinn er í dag 47º C segi tad og skrifa. 8) Fullmikid af tví góda tar sem hér blása vindar frá Sharaeydimorkinni tví vid erum svo nálagt Afríku. Atla reyndar ad spyrja Sigga storm ad tví hvad slíkur vindur "hitar" mikid tví vid Íslendingar tolum svo oft um ad vindurinn heima "kaeli" og hitastigid tví oft laegra en ella.;) Enginn í fjolskyldunni samt brunninn tví vid erum svooo varkár. :lol:
Nýr hópur kom seint í gaerkveldi og er ekki ofundsverdur af tví ad koma í slíkan hita á fyrsta degi. :S
En vid erum búin ad vera á stodugu ferdalagi og hofum medal annars farid í dýragard, vatnsrennibrautargard, á úlfaldabak, í kafbát svo fátt eitt sé talid. Á morgun aetlum vid ad leigja bíl og keyra svolítid um eyjuna og skoda fleira markvert enda spáin fyrir morgundaginn svipud og í dag og tví lítid betra ad gera en ad vera í loftkaeldum bíl og njóta útsýnis tessarar fogru eyjar. :D
Nú svo tad sem mér tykir skemmtilegast ad fara út ad borda en vid hofum prófad nýjan stad á hverju kveldi og aldrei ordid fyrir vonbrigdum. Í kvold á ad borda á hótelinu tar sem enginn treystir sér til ad ganga úti og sverma fyrir matsolustad.:P
Segjum tetta gott í bili.....
Bjarkey
Ekki leti
21.7.2007 | 08:36
Jæja gott fólk þá erum við að leggja í hann, morgunsturtan búin og ekki seinna vænna en að hafa sig af stað. Það orsakast ekki af leti að hér hefur ekki verið skrifað ég hreinlega hef verið svo upptekin að það hálfa dygði. Ekki orka í að eyða örfáum mínútum í einhver skrif hér undanfarið heldur kosið að verja þeim annarsstaðar.
Við höfum verið með auka hund í 3 vikna pössum og ætlum að skila honum Hrappi til síns heima í dag og kíkja aðeins á Klöru Mist, Davíð kom í gær og er klár í hundapössunina.
Gistum í Keflavík í nótt og síðan er það Leifsstöð undir hádegi á morgun og áætluð lending á Lanzarote annað kvöld en þar er hálfsmánaðar dvöl framundan.
Veit ekki með blogg á meðan - sjáum til með það.
Kveðja góð í bili.........
Bjarkey
Bæjarstjórnarfundur á Sigló
10.7.2007 | 23:27
Kom heim af bæjarstjórnarfundi frá Siglufirði kl. 21 og var seinni umræða um ársreikningana eitt af málunum sem á dagskrá var. Þeir koma ágætlega út enda var ráðist í erfiðar aðgerðir af hálfu fyrrum meirihluta hér í Ólafsfirði þegar hitaveitan var seld sem skilaði því m.a. að hægt var að greiða niður skuldir beggja vegna í Fjallabyggð. Við bókuðum um ársreikningana sem og meirihlutinn og má sjá það í fundargerð á http://olafsfjordur.is
Nú svo voru leikskólagjöldin hækkuð um 5% sem er svolítið undarlegt í ljósi þess að allir flokkar töluðu um fyrir kosningar að leikskólinn væri fyrsta skólastigið sem ætti að vera gjaldfrjálst, sérstaklega Framsóknarmenn. Verið er að samræma gjaldskrár og liðir því ýmist hærri eða lægri en áður var öðru hvoru megin í Fjallabyggð en engu að síður er þessi ákvörðun ekki í samræmi við yfirlýsingar kosningabaráttunnar.
Nú ég spurði um malbikunina á Þverbrekku hér í Ólafsfirði sem átti sér stað fyrir helgi. Í síðustu viku var bæjarráð að ákveða að fresta gatnaframkvæmdum í Ólafsfirði þar sem þær voru ekki á fjárhagsáætlun.
Margt skrítið í kýrhausnum - ábyrg fjármálastjórn. Það er eiginlega fyrirkvíðanlegt að hugsa til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar ef fram heldur sem horfir afar margt sem þangað hefur verið vísað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.7.2007 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott hjá Jóhönnu
3.7.2007 | 19:41
Verð að lýsa ánægju minni með ákvörðun Jóhönnu um að gera þeim sem minna eiga af aurunum tækifæri til að nýta Íbúðalánasjóð betur enda margir sem ekki geta leitað annað eftir fjármögnun á íbúðarhúsnæði. Svo er bara að vona að þetta hafi góð áhrif á markaðinn og íbúðaverð verði skaplegt.
Sumir vilja þó halda því fram að lækkun hámarkslána hafi ekki slegið á íbúðarverð síðast og muni ekki gera það núna þar sem bankarnir taki bara við. Íbúðaverð á landsbyggðinni muni hins vegar lækka - það þykir mér ekki gott sem þar bý. Kominn tími til að bankarnir axli sína ábyrgð í þessum málum.
Jóhanna Sigurðardóttir: Mikilvæg skilaboð út á markaðinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.7.2007 kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)