Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Kemur ekki á óvart

Hvað á eiginlega að gera í þessum málum? Áratugabarátta virðist litlu skila og hið opinbera er engu betra.

Á landsbyggðinni hafa konur, sem starfa í opinbera geiranum, 69% af heildartímalaunum karla, sem starfa á sama sviði...

Eiga þá konur sem starfa t.d. í sveitarstjórn ekki að lækka í launum nú þegar skera á niður bara karlar? Hvernig á að jafna þennan mun? Munum að þetta snýst um að búið er að taka...

...tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugreinar, ábyrgðar í starfi.

Þoli þetta ekki.


mbl.is Kynbundinn launamunur 19,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umdeilt hesthúsahverfi í Ólafsfirði

Vona að meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar sjái að sér og samþykki ekki þá tillögu sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til.

Viðtal var við Helga minn í svæðisútvarpinu í dag.

http://dagskra.ruv.is/streaming/akureyri/?file=4400022/3

 


Mótmæli

Það sem fram kemur á þessu myndbandi, mótmælin þegar Ísland gekk í NATO, var einmitt eitt af umræðuefnum sögukennslu minnar í morgun. Kem til með að sýna nemendum mínum það á föstudaginn svona til að tengja enn betur.

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/21295/


Frábærar framsögur

Mikið rosalega voru þetta flottar framsögur hjá frummælendum í kvöld. Konurnar fóru á kostum og voru bæði Silja Bára og Margrét frábærar. Flott hvernig Margrét fékk "karlana" til að standa upp úr stól og benti þeim á hversu auðvelt það er að standa upp fyrir hæfum konum sem þurfa að koma meira að lausn mála.

Það er ekki spurning - ÞJÓÐIN VILL KJÓSA


mbl.is Við verðum að fá að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki hvað

Það er rétt að maður bjóst náttúrulega ekki við að ríkisstjórnin kæmi auga á eigin vitleysu.

Kiddi sleggja brást ekki að vanda hann er á skjön við stjórnarandstöðuna eins og hann hefði eflaust verið hefði hann verið í stjórn blessaður karlinn.

En þetta er bara byrjunin ríkisstjórnin verður að víkja, fólkið í landinu vill kosningar og lætur ekki berja sig niður öllu lengur.

Í bili....


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

G og G

Gluggaþvottur og gospel

Já ég lét mig  hafa það að þvo nokkra glugga í dag svona til þess að minn kæri gæti nú séð ljósin af seríunum - ekki í gegnum flugnaskítinn það þykir víst ekki gott. Mér finnast þrif almennt leiðinleg en læt mig þó hafa það á köflum þegar ég get ekki talið mér lengur trú um að um sé að ræða englaryk eins og ein komst að orði fyrir margt löngu þegar "jólaþrif" voru í umræðunni á mínum vinnustað. Hún sagðist bara skreyta yfir það og líkaði mér sú skýring ágætlega.

Mér fannst tilvalið að taka mér góða pásu í gluggaþvottinum og fara í kirkjuna okkar en þar var boðið upp á gospeltónleika með Gospelkór Akureyrar. Flottur kór með fína einsöngvara og endaði þetta með O happy day þar sem Siggi Ingimars (Idol) fór alveg á kostum.

Undir þessum söng átti ég erfitt með að dansa ekki eftir kirkjugólfinu svona að hætti Sister Act með Whoopy Goldberg. Lét það ekki eftir mér að þessu sinni - hver veit nema ég láti vaða næst.

En framundan er Man.Utd. leikur, síðan þarf líklega að elda eitthvað og þá er komið að því að fara í leikhús þar sem Leikfélag Ólafsfjarðar verður með síðustu sýningu leikritsins Á svið.

Nú svo er Höllin 3ja ára og af því tilefni er smá dansiball sem vert er að kíkja á.

Í bili......


Hvað getur maður sagt?

Ríkisstjórnin er að reyna að vera á sviði en tekst herfilega upp þrátt fyrir aðkeyptan erlendan leikstjóra.

Snýst þetta um góða ímynd og pössun?


mbl.is Forstjóri verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flökurt

Þá erum við kominn á klafann á mínum líftíma líklega til eilífðar. Sé ekki að afkvæmi mín sjái nokkurn tímann út úr þessu.
mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verð að setja þetta inn

Er í tiltekt - ekki í frásögur færandi að öðru leiti en því að þá fer svolítið mikill tími í að skoða og fara í gegnum ýmislegt og þar á meðal skólagögn úr Kennó.

Ástæðan er sem sagt sú að í siðfræðinni fengum við bæði spurningar og fullyrðingar sem vert er að skoða aftur í ljósi umræðu dagsins.

Ein fullyrðingin er: Lýðræði sem stendur undir nafni er samfélag upplýstra kjarkmikilla einstaklinga sem finna skyldu til þess að láta sig varða og skipta sér af málefnum sem vekja hjá þeim efasemdir.

Ein spurningin er: Hver er siðferðilega staða fólks til þess að mótmæla í því samfélagi sérfræðinga em við búum í?

Þetta hitti mig alla vega ágætlega eftir mótmæli gærdagsins.


Mótmælafundur

Ég tók þátt í mótmælagöngu á Akureyri í dag og var nokkurt fjölmenni. Fólk á öllum aldri ungir sem gamlir. Nokkrir tóku til máls m.a. Valgerður Bjarnad., Hlynur Hallsson, Óðinn Svan og fleiri.

Mér fundust orð Óðins um að ef hann hefði öryggisvörð í búðinni sinni sem hleypti þjófum út í sífellu þá myndi hann byrja á því að reka öryggisvörðinn áður en hann færi að elta þjófana. Með þessu var hann að vísa til þess að losa þyrfti allt liðið sem nú fer með stjórn mála í ríkisstjórn, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu. Mér heyrðust flestir vera honum sammála alla vega var mikið klappað.

Í bili.......


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband