Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hrikaleg spenna

Verð að segja það að spennan var hrikaleg í leiknum í kvöld. Ég var alveg að fara á límingunum undir það síðasta.

Minn kæri spurði hvort ég væri alveg orðin klikkuð og ég hvæsti á hann ( sem by the way ég geri nú afar sjaldan) "hvort hann hefði horft á sjálfan sig í spegli þegar Liverpool væri að spila"?

Annars er það óska staðan að spila úrslitaleikinn við púllarana og kenna þeim sitthvað í knattspyrnu. En það er varhugavert að við verðum undir sama þaki hjónin ef til þess kemur held ég miðað við spennuna sem myndast hefur í vetur þegar við horfum saman á boltann.Errm

Í bili.........


mbl.is Scholes skaut Man Utd til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtalið gekk vel og þá ekki síður Andrésarleikarnir

Samtalið mitt við aðstoðarskólastjórann gekk vel og vonast ég til að fá stöðuhlutfall sem náms- og starfsráðgjafi næsta haust ásamt kennslunni.

Nú við mæðgur vorum á Andrésarleikunum eins og ég sagði frá hér áður og var frábær stemming. Aldrei verið slíkur fjöldi af keppendum og var gaman að sjá hversu mikið af öfum og ömmum var sérstaklega á fimmtudaginn. Veður var líka með eindæmum gott og sólbrúnkan í andlitinu alveg ekta. Cool

Jódís Jana stóð sig frábærlega, hún var í 5. sæti á fimmtudag og 4. sæti á föstudaginn, einungis 8 sekúndum frá verðlaunasæti. Hún var svo yndisleg þessi elska og sagði mér eftir síðari daginn þegar við ræddum hvað hún var dugleg að þegar hún hefði farið fram úr þeirri sem fyrst startaði þá spjallaði hún við hana og benti henni á að taka stærri skref það væri miklu betra.

Ekki málið að aðstoða svolítið og spjalla þó maður sé að keppa á skíðum í leiðinni. Grin Hvað á maður að segja annað en "góð varstu elskan". "Já mamma hún tók svo lítil skref og það er miklu erfiðara".

Gott að vera komin heim og Klara Mist er komin líka til að vera enda ætlar hún að útskrifast þessi elska 24. maí og ein 9 próf framundan. Þá er gott að vera hjá mömmu og pabba og einbeita sér að lærdómnum.Halo

Í bili......


Starfsmannasamtal og síðan Andrés

Eftir kennslu í dag á ég starfsmannasamtal við skólastjórana mína um næsta starfsár. Hef lagt inn nokkrar hugmyndir um hvernig hægt er að koma á heildstæðri náms- og starfsráðgjöf í grunnskólanum. Heilmikil vinna sem í því felst og ég bara komin með ramma hugmyndir þannig að ef úr verður að þær fallast á að ráða mig í hlutastarf sem einhverju nemur þá gæti ég haldið áfram að þróa þær hugmyndir sem ég er nú þegar með í kollinum.

Nú síðan er ætlunin að halda á Akureyri þar sem Andrésar andar leikarnir verða settir í kvöld og keppnin hefst svo á morgun. Jódís Jana keppir kl. 13 bæði á fimmtudag og föstudag og kl. 11 á laugardagsmorgun. Við mæðgur erum búnar að kría út gistingu hjá Gúlgu, Boga og litla kút.

Klara Mist kemur á föstudagskvöldið með flugi en hana sárvantar far fyrir flatskjáinn sinn þannig að ef einhver getur.... þá endilega hafið samband við okkur.

Í bili...


Strumpa hvað?

 Lýsir mér best að fá margbreytilegan Strumpapersónuleika - en ekki hvað.

Hefty Smurf

Painter Smurf

 

Papa Smurf

http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test/smurf_personality_test.htm

 


Kaldbakur og keila

Þessi helgi er búin að vera hreint út sagt frábær. Veður var líka svakalega gott í gær þegar starfsfólk Grunnskóla Ólafsfjarðar skellti sér á Kaldbak og í keilu.

Það er ekki laust við að ég sé með strengi í kroppnum í dag þrátt fyrir tilraun til að losa þá. En ég fór með tíkurnar mína á Skeggjabrekkudal í klukkutíma göngu í dýrðlegu veðri.

Er að hlaða inn myndum frá gærdeginum.

Í bili.......


Geðveikt gaman

Nú nota ég orðin sem krakkarnir nota. Þetta var rosalega gaman og eiginlega ólýsanlegt að vera þarna uppi í slíku góðviðri. Það blakti ekki hár á höfði og sólin skein á okkur öll.

Skíðakrakkarnir voru frábærir og þvílíkt hugrekki að renna sér þarna niður - vá maður. Sumir hina fullorðnu voru líka hugaðir svo sem Björn Þór, Maja - þeir eru svona þessir íþróttakennarar. En svo var a.m.k. einn fulltrúi bæjarapparatsins sem lét sig hafa það og renndi sér niður - Jón Hrói. Kristján Hauks og Kjartan fóru á brettum. Þetta er alger snilld.

BÚIN AÐ SETJA INN MYNDIR.


Múlakolla

Klukkan tvö í dag fer ég ásamt fleira fólki upp á Múlakollu en þar ætlar Sparisjóður Ólafsfjarðar að vera með svolitla uppákomu. Ég hef aldrei áður komið á kolluna og hlakka rosalega til.

Við förum með snjótroðara áleiðis eða jafnvel alla leið en ég fæ vonandi far með mínum kæra á snjósleðanum. Jódís Jana ætlar að koma með líka.

Þetta verður svona fjalla helgi hjá mér þar sem ætlunin er að fara á Kaldbak í fyrramálið með kennarahópnum og sprella svo eitthvað meira fram eftir degi.

Set inn myndir síðar í dag.

Í bili.......


"Nú hafa forsjárhyggjuöflin og valdboðið náð yfirhendinni,"

Já það er grafalvarlegt mál ef þessi lög verða að veruleika óbreytt. Það er gott að Gunnar Birgisson áttar sig á að hans fólk vill vægast sagt taka völdin í landinu -  með handafli ef ekki vill betur í gegnum sveitastjórnirnar með því að leggja niður byggingarnefndir en það eru jafnan þær nefndir sem hafa einna stærst áhrif í hverju byggðalagi og fólkið sem þar býr vill hafa áhrif á.
mbl.is Valdboðið náði yfirhendinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skíðamót í sól og hliðarvindi

Það er ekki verið að plata nokkurn mann þegar sagt er að hér sé fallegt veður. Hins vegar verð ég að segja að eftir tæpa tvo tíma með frekar lítilli hreyfingu var mér orðið ansi kalt.

Jódís Jana var að keppa á Sparisjóðsmótinu í göngu og stóð sig að sjálfsögðu vel. Skvísan búin að vera með einhverja lumbru yfir helgina auk þess sem hún æfir í algeru lágmarki.

Hún er búin að ákveða að kenna mömmu sinni á gönguskíði og vill helst byrja strax í dag. Þar sem við foreldrarnir erum ákveðin í því að hún stundi einhverja hreyfingu - en hún ekki eins ákveðin -  þá verður maður líklega að drífa sig með henni og njóta góðrar samveru og um leið hreyfingar.

Nú er bara að setja sig í stellingar fyrir Man. Utd. leikinn og síðan er matarboð í beinu framhaldi af því. Maður verður að kvitta út umburðarlyndi fjölskyldumeðlima sem hafa stutt mig í gegnum námið undanfarin ár og ekki hægt að gera minna en að gefa fólkinu eitthvað gott að borða.

Í bili......


Samfylkingin svíkur kjósendur sína og Björn Bjarna í Útópíu landi

Það getur ekki verið góð líðan sem þeir sem kusu Samfylkinguna við síðustu alþingiskosningar upplifa nú þegar rétt andlit hafa verið sýnd og við vitum hvað koma skal.

Hvet ykkur til að hlusta á þennan pistil Helga Hjörvars sem segir allt sem segja þarf um kosningaloforð Samfó.

Auðmenn - misskipting, lækkun tolla, bæta lífskjörin, verðtrygging afnumin, FAGRA ÍSLAND honum var orðið ljóst að við nálguðumst umhverfismál á rangan hátt... grænir skattar, hætta að menga...... hvað er að þessu liði. http://webis.hexia.net/hjorvar/video/video2.html

Síðan má lesa "áhugaverða" grein í dag í Blaðinu "Best að menga á Íslandi"

Nú svo er það Björn Bjarnason og löggæslumálin. Maðurinn hlýtur að verða settur í sóttkvi um leið og Alþingi fer í sumarfrí.

Maður veltir fyrir sér hvort æskilegt sé að áliti ráðherrans að ná sem minnstum árangri. Alla vega þá hefur Jóhann R. og hans starfsfólk á Keflavíkurflugvelli náð ótrúlegum árangri í að upplýsa fíkniefnamál og að góma afbrotamenn - en hvað Bjössi vill bara helst losna við hann - líklega vegna þess að hann nær of góðum árangri.

Það er engan veginn eðlilegt að fækkun sé í starfsliði efnahagsbrotadeild lögreglunnar en embætti ríkislögreglustjóra bólgnar út - ojbara.

Sérsveitin verður feitari og pattaralegri með hverjum deginum og kostnaðurinn samkvæmt þvi en það sem viðkemur okkur borgurunum dags daglega - það má bara skera það niður. Hverfaþjónusta lögreglunnar og forvarnir sem því fylgja - í ruslið með slíka forvarnavinnu við notum bara sérsveitina á málið þegar það er orðið nógu stórt og afbrotum fjölgar.

Fyrir okkur - fólkið á gólfinu - þá er virkar þetta þannig að verið er að búa til stöður fyrir góðvini og áhugasvið ráðherrans en ekki það sem þjónar hagsmunum heildarinnar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband