Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Bent á Lágheiði

Þetta hljómar nú hálf skringilega fyrir mér íbúa í Ólafsfirði að sjá bent á veg 82 um Lágheiði vegna viðgerða í Múlagöngum.

Ég veit ekki hvort þið sem þetta lesið áttið ykkur á því að um 40 mínútna akstur er frá Ólafsfirði til Akureyrar um Múlagöng en um 2 og 1/2 klukkutími um Lágheiði.

Ef mig langar að skreppa í bíó, sem ég verð að sækja til Akureyrar, þá er það útilokað mál þar sem göngin loka svo snemma. Eins þyrfti ég að taka mér frí í vinnunni ef ég ætlaði um Lágheiði því það er um 5 klukkutíma akstur fram og til baka + það sem erinda þarf á Akureyri.

Þetta er náttúrulega alveg ótækt og í raun skömm fyrir Vegagerðina hversu lengi "viðgerðir" hafa staðið í Múlagöngum. Fyrir löngu hefði átt að klæða öll göngin og laga malbikið þar sem  það var orðið stórhættulegt og opna Múlaveginn á meðan. Nú er sá vegur hins vegar orðinn svo illa farinn að það er ekki hægt.

Munurinn á lokun í Hvalfjarðargöngum og Múlagöngum er sá að þau fyrri loka yfir blánóttina en hin frá því snemma kvölds - munar öllu.


mbl.is Múlagöng og Hvalfjarðargöng lokuð að næturlagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkráðsfundur

Það var mikið fjör á flokkráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi en þangað flaug ég eftir vinnu og fór beint á stjórnarfund. Í kjölfarið fylgdi svo flokkráðsfundurinn þar sem farið var yfir praktísk mál og eftir kvöldmat voru svo almennar stjórnmálaumræður.

Mjög góð mæting var og fannst mér fundurinn mjög góður, umræður skorinortar - enda Kata fundarstjóri. Mikil þátttaka var í þeim og safnaðist töluvert í sarpinn fyrir laugardaginn en þá voru málefnahópar.

Ég byrjaði í landsfundarundirbúningshópnum með Svandísi sem hópstjóra en endaði í lagahópnum með Kristínu sem hópstjóra og öðru góðu fólki. Að mörgu þarf að hyggja þegar lögum flokks er breytt og nauðsynlegt að sjónarmið bæði stórra og lítilla svæðisfélaga komi þar að. Ég var því fegin að hafa sveiflað mér á milli hópa en það var umræða í landsfundarhópnum sem varð til þess að ég ætlaði að koma ákveðnum atriðum á framfæri en var svo "innlimuð" í lagahópinn.

Undir hádegi var gerð grein fyrir niðurstöðum hópanna þar sem þetta er svona innslag fyrir landsfundinn og flestir hópar verða áfram starfandi fram að þeim tíma við fíniseringar og fleiri góðar hugmyndir eiga eflaust eftir að vakna hjá svo hugmyndaríku fólki eins og Vinstri græn hafa innanborðs.

Eftir hádegi var svo fundur með Drífu framkvæmdastjóra þar sem farið var yfir ný lög um fjármál stjórnmálaflokka með formönnum og gjalkerum svæðisfélaga og kjördæmisráða.

Stemmingin var svo góð á þessum fundum og fullt af nýjum andlitum í bland við þau gömlu. Gott að fá slíkt start í komandi kosningabaráttuna framundan.

 


Við erum....

Það er nefnilega það við erum það sem við skrifum hvort heldur um sjálf okkur eða aðra á netinu. Það vill gjarnan brenna við að ungt fólk lýsir athöfnum sínum á frekar "röffaðan" hátt en áttar sig ekki á því að með því er það að gefa öllum - ekki bara vinunum ákveðna mynda af sér sem einstaklingi.

Þetta framtak AUGA OG SAFT er alveg frábært og auglýsingarnar hitta í mark að mér finnst. Of mikið er um ljót orð á netinu og allir ekki bara ungt fólk þarf að gæta orða sinna þar sem "allir" geta lesið þar sem þar er skrifað.

Ég kenni ungu fólki tölvunotkun og tel mig því vita nokkuð vel að mikið er hægt að bæta eftirlit með "umferð" þeirra á netinu.


mbl.is Jákvæð og örugg netnotkun í stað eineltis og svívirðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á tímum skynsemi

Hérna í den man ég eftir því að eitthvað þessu svipað átti sér stað þar sem ég bjó í litlu plássi úti á landi. Ég er eiginlega svo undrandi á tímum upplýsingar og brjálaðrar umferðar að fólk skuli enn gera svona hluti.

Það hefur líka sést að börn séu sitjandi á pallbílum með fæturna hangandi niður og finnst mér það athæfi líka ábyrgðarlaust.

Alveg merkilegt hvað oft gleymist að hugsa alla leið og muna að það sem getur komið fyrir aðra getur líka komið fyrir mig.


mbl.is Bílstjórar með börn á sleðum í eftirdragi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak hjá Spánverjunum

Það er ánægjulegt að lesa að borgaryfirvöld í Madrid skuli standa við það bann er sett var í september. Það hefði verið svo auðvelt að skýla sér á bak við öll þau mótmæli sem fram komu síðast og hætta við allt saman.

En gott hjá þeim. Átröskun er svo greinilega almennt vandamál hjá fyrirsætum og má velta því fyrir sér hvort þær/þeir eru ekki miklu fleiri hér áður fyrr sem dóu vegna þessa sjúkdóms sem þá var ekki talað um.

Mér þykir nú stuðulinn vera svakalega lár samt sem áður þar sem (BMI) sem krafist er er einungis 18 samsvarar 56 kg miðað við 1,75 m hæð. Ég hef nú talist vera nokkuð nett ein 53 kg og 1,58 m á hæð. Hvað þá ef ég bætti við mig einum 17 sentimetrum.


mbl.is Of mögrum fyrirsætum aftur meinað að sýna í Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarfundur

Við í stjórn kjördæmisráðs Vinstri grænna héldum fund í dag að Hótel Seli í Mývatnssveit. Það var mikið um að vera í Mývatnssveitinni eins og heyrst hefur í fjölmiðlum og Spaugstofan kom aldeilis vel inná í kvöld.

Það eru misjafnar aðferðir manna við að ná í tiltekinn "stól" á lista flokka. Einhverjir Framsóknarmenn eiga greinilega svoldinn slatta af aurum og vildu kaupa sér sæti. Cool Sem betur fer hafa þeir sett um gleraugu sem ekki skyggja á siðferðishugsanir.

Tilgangur þessa funds VG-kjördæmisstjórnar var að leggja línurnar fyrir komandi kosningar og velta upp hugmyndum með efstu frambjóðendum um hvernig haga skuli baráttunni. Svo voru að sjálfsögðu þessi praktísku mál rædd sem alltaf þarf að gera í kringum kosningar.

Alla vega þá var þetta fínn fundur og góðar umræður.

Framundan hjá mér er flokkráðsfundur um næstu helgi og 10. febrúar ákvað svo stjórn kjördæmisráðs að hittast aftur og fínpússa ýmsar áætlanir.


Mikið um að vera á næstunni hjá VG

Starf og kosningabarátta Vinstri grænna á nýju ári hefst með opnum fundum í öllum kjördæmum landsins. Á fundunum verður rætt um stjórnmál líðandi stundar og kosningarnar framundan. Steingrímur J. Sigfússon formaður og Katrín Jakobsdóttir varaformaður mæta á fundina auk frambjóðenda í kjördæmunum. Búast má við fjörlegum umræðum og félagar eru hvattir til að fjölmenna.   

Fyrsti fundur formanns og varaformanns á yfirreið um landið verður haldinn í Reykjanesbæ, sunnudagskvöldið 7. janúar kl. 20 á Ránni. Þar mæta og flytja ávörp: Steingrímur, formaður, Katrín, varaformaður og þrír efstu frambjóðendurnir í Suðurkjördæmi, þau Atli Gíslason, Alma Jóhannsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir. 

Þá liggur leiðin til Akraness og verður fundurinn haldinn mánudagskvöldið 8. janúar kl. 20 í Hvíta húsinu, Skólabraut 9. Auk Steingríms og Katrínar munu frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi þau Jón Bjarnason og Rún Halldórsdóttir flytja ávörp.

Á Akureyri verður fundurinn haldinn á fimmtudagkvöldið 11. janúar kl. 20 á Hótel KEA. Auk Steingríms og Katrínar munu Þuríður Backman þingmaður, Jón Erlendsson formaður VG á Akureyri og Dýrleif Skjóldal frambjóðandi flytja ávörp og setja tóninn fyrir komandi kosningar. 

Hafnarfjörður mun halda sinn fund miðvikudagskvöldið 17. janúar kl. 20 í Samkomusal Hauka, Ásvöllum Ögmundur Jónasson alþingsmaður og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir frambjóðandi ásamt Steingrími og Katrínu mun flytja ávörp og svara spurningum. 

Yfirreiðin endar í Reykjavík með fundi í húsnæði VG að Suðurgötu 3, mánudagskvöldið 22. janúar kl. 20. Frambjóðendur í efstu sætum beggja listanna ásamt Steingrími munu flytja ávörp og svara spurningum.


Gott framtak hjá nýjum meirihluta í Árborg

Þetta er eitthvað sem bæjarstjórn Fjallabyggðar mætti taka sér til fyrirmyndar þ.e. lækkun launa yfirmanna. Er ánægð með að minn maður, formaður bæjarráðs Árborgar, skuli eiga aðild að lækkun uppá 350 þúsund á mánuði vegna launa bæjarstjóra. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir slíka peninga.


mbl.is Laun og bifreiðakostnaður bæjarstjóra lækka um 350 þúsund í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband