Sumarþingi að ljúka

Nú er sumarþingi loks að ljúka enda sumarið á enda runnið og hinir fallegu haustlitir að birtast okkur í landslaginu.

Ég get ekki annað sagt en að þetta hafi verið bæði strembinn og lærdómsríkur tími hjá mér þetta sumarið hér á Alþingi. Stærstu mál þjóðarinnar, alla vega síðari tíma, hafa verið til umfjöllunar og líklega einnig þau umdeildustu.

Það er ljóst að framundan er áframhaldandi mikil vinna hjá nefndum Alþingis og þá sérstaklega fjárlaganefnd. Fjárlög næsta árs verða strembin og ljóst að það verður hlutverk vinstristjórnar að skera niður og hækka skatta þar sem búið var að keyra hér allt á kaf í sýndarmennskubrjálæði.

En eins og einhvers staðar er skrifað þá birta öll él upp um síðir. Mikilvægt er fyrir okkur Íslendinga að halda í vonina og leggjast á eitt við að finna nýjar leiðiðr sem byggja á hugviti okkar og þeim krafti sem í þjóðinni býr.

Gömul hugmyndafræði á ekki við og okkar að blása lífi í nýjar og góðar hugmyndir telja kjark í hvort annað og leggja rækt við unga fólkið okkar með því að búa þeim aðstöðu sem gerir þeim kleift að fylgja hugmyndum sínum til enda.

Ég tel ekki að við séum að endurreisa heldur að byggja nýtt samfélag ég vil heldur ekki endurreisa það sem svo illa lukkaðist.

Nýtt samfélag á nýjum grunni leiðir okkur til betra þjóðfélags þar sem við höfum jafnrétti og bræðralag að leiðarljósi.

Í bili.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband