Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2007

Bandýmót

Hér í Ólafsfirđi er árlega haldiđ bandýmót og var ţađ áttunda haldiđ nú um helgina. Liđin voru 18 og stemmingin aldrei meiri. Viđ hjónin kepptum fyrir tvö liđ, Höllina, skólann og sparisjóđinn. En vegna velgengni Hallarinnar ţá tókst okkur ekki ađ spila nema einn leik međ skólanum og sparisjóđnum.

Höllin kom sá og sigrađi - lentum ađ vísu í öđru sćti en vorum fram til ţess leiks eina ósigrađa liđiđ. Ţađ var nefnilega ţannig ađ dregiđ var inn eitt tapliđ eftir hvern riđil og liđiđ sem vann var í raun slegiđ út í fyrsta leik. En viđ vorum ánćgđ međ okkur og árangurinn góđur í fyrsta sinn sem Höllin tekur ţátt - enda ungt fyrirtćki.Smile

Klara Mist var valin besti leikmađurinn og Höllin bestu nýliđarnir. Ekki amalegt ţađ.

Picture 013

Stemmingin var alveg rosaleg og er ţetta eins og karnival. Mikiđ er lagt uppúr búningum og ţví hvernig liđin kynna sig ţegar í íţróttahúsiđ er komiđ. Ţetta er svona eitt af ţví sem ekki er hćgt ađ lýsa međ orđum heldur ţarf ađ upplifa.Wink

Picture 041

 

Eins og sjá má vorum viđ Hallarfólk dressuđ úr teiknimyndinni Aladin og sá Addý mágkona um búningagerđ og Jói tengdapabbi um smíđi á prinsessupallinum sem Klara Mist hvíldi á. Ţeir félagar, Helgi, Jóhann Heiđar, Lúđvík, Davíđ og Jasmin sáu um ađ bera hana í íţróttamiđstöđina.

Hvet ykkur til ađ skođa fleiri myndir á http://olafsfjordur.is/myndir/2007/bandy07/index.htm


Ungt fólk kýs

Hvet allt ungt fólk til ađ nýta sér ţennan fund og láta í sér heyra međ fyrirspurnir.

19200

Ungt fólk kýs 

Tími: Laugardaginn 28. apríl kl. 16-18 (húsiđ opnar 15:30)
Stađur: Tjarnarbíó

Fundarstjórar: Halla Gunnarsdóttir og Sölvi Tryggvason  

SFR – stéttarfélag, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Hitt húsiđ bjóđa ungu fólki á hitting í tilefni kosninga.

Allir velkomnir međan húsrúm leyfir. Fólk undir 25 ára er ţó sérstaklega velkomiđ. 

Fundurinn verđur sendur beint út á netinu stundvíslega kl. 16:00 á slóđinnihttp://straumur.nyherji.is/rvk.asp 

Fólk fćr ađ spyrja úr sal en einnig er kvatt til ađ senda spurningar til frambjóđenda bćđi fyrir fund og á međan honum stendur á netfangiđ:  ungtfolkkys@gmail.com 

Fulltrúar flokkanna eru:Ágúst Ólafur Ágústsson frá Samfylkingunni 

Birgir Ármannsson frá Sjálfstćđisflokknum

Guđjón Ólafur Jónsson frá Framsóknarflokknum

Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grćnum

Margrét Sverrisdóttir frá Íslandshreyfingunni

Valdimar Leó Friđriksson frá Frjálslynda flokknum

Ekki er vitađ hver kemur frá Baráttusamtökum eldri borgara og öryrkja                                                                                      


Bćjarstjórnarfundur

Var á bćjarstjórnarfundi vestan megin í Fjallabyggđ, Siglufirđi, í gćr. Ţađ lá í sjálfu sér ekki mikiđ fyrir fundinum en sitthvađ ţó. Ég var t.d. ekki ánćgđ međ ađ leyfilegt sé ađ setja 18m2 "hús" í garđ á lóđamörkum nánast. Á sama tíma var veriđ ađ leyfa viđbyggingu viđ íbúđarhús sem var rúmir 14m2 og ber ţá gjöld sem slíkt.

Nú svo voru fasteignagjöldin loksins ađ berast til fólks í Fjallabyggđ en ţó hafi ekki allir fengiđ álagningarseđilinn enn.  Mér finnst frekar handahófskennt hvernig stađiđ var ađ álagningunni en t.d. hćkkađi holrćsagjaldiđ um 45% á milli ára í Ólafsfirđi. Ţađ var hćrra á Siglufirđi og var pólitísk ákvörđun um ađ hafa ţađ bara ţannig í stađ ţess ađ fara einhvern milliveg. Fyrir svo utan ţađ ađ samiđ var viđ Sýslumann og fćrđi Fjallabyggđ ţví hinu opinbera verkefni en er sífellt ađ leita sjálft eftir slíkum verkefnum A-gíró seđla sem eru úreltir ţeim sem nýta sér t.d. greiđsluţjónustu eđa visadreifingu.Frown

Eftir fund kynnti svo Sigurđur Tómas Björgvinsson skýrslu sem hann var beđinn ađ gera og tillögur ađ framtíđarstjórnskipulagi í Fjallabyggđ. Honum var ćtlađ ađ búa til ramma ađ starfslýsingum í samráđi viđ ţróunarstjóra Fjallabyggđar. Máliđ er enn í trúnađarfarvegi og ţví lítiđ hćgt ađ segja um ţađ hér en fólk skiptist á skođunum og er ţađ fínt. Ţetta hefđi átt ađ vera löngu búiđ ađ mínu mati ţar sem til var skýrsla frá RHA og hefđi veriđ hćgt ađ dema sér í ţetta strax.

En veđur var gott og viđ vorum komin heim í austurbćinn um kl. 21 í gćrkveldi.

 


VG enn í sókn

Ţađ er gott ađ sjá ađ Vinstri grćn eru komin međ kjördćmakjörna ţingmenn en fréttin gengur út frá ţví ađ viđ séum einungis međ 1 ţingmann. Ţađ er ekki rétt ţví Ţuríđur Backman var uppbótarţingmađur en skođanakannanir eru ýmist settar fram međ ţeim eđa án ţegar miđađ er viđ fyrri kosningar.

Viđ ţurfum hins vegar ađ tćta svolítiđ meira af Sjöllunum og Famsókn ekki síđur en Íslandshreyfingunni sem enn mćlist ekki međ mann inni og fćr flest sitt fylgi líklega frá VG.


mbl.is Sjálfstćđisflokkur og VG bćta viđ sig í Norđausturkjördćmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Andrésarleikarnir á skíđum

P4160003

Má til međ ađ monta mig svolítiđ af ţví ađ snúllan mín hún Jódís Jana var ađ taka ţátt í Andrésar andar leikunum í fyrsta skiptiđ og var svakalega glöđ og ánćgđ međ sig.

  

P4160007P4180025

Einbeitt leggur sú stutta af stađ. Og tekur svo viđ viđurkenningu fyrir afrekiđ í dag.

 


Kosningahappdrćtti VG - ómótstćđilegir vinningar

Má til međ ađ segja ykkur frá hreint frábćru happadrćtti sem viđ Vinstri grćn erum međ.  

Hiđ sívinsćla kosningahappdrćtti Vinstri grćnna er nú til sölu á kosningaskrifstofum og hjá frambjóđendum. Međal vinninga er kvöldstund viđ taflborđiđ međ Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur, golfkylfur mundađar međ Atla Gíslasyni, myndverk eftir Mireyu Samper, sjóstangaveiđi međ Birni Vali, á vettvangi glćps međ Katrínu Jakobsdóttur ofl. ofl. Miđinn kostar 1.000 krónur.

1. Góđa veislu gjöra skal ...: Ingi Rafn Hauksson veitingastjóri kennir galdurinn ađ baki hinu fullkomna matarbođi. Fyrir fimm. 35.000 kr.

2. Betri er einn fugl í sigti ...: Siglt út á Faxaflóa til svartfuglsveiđa međ Sigurmari K. Albertssyni hrl. Afli fylgir í neytendaumbúđum, ásamt leyniuppskrift. Fyrir ţrjá. 55.000 kr.

3. Fögur er hlíđin ...: Gisting og morgunverđur í Smáratúni í Fljótshlíđ í bođi Arndísar S. Sigurđardóttur. Fyrir tvo. 13.000 kr.

4. Sigling um Breiđamerkurlón ...: undir leiđsögn Kristínar G. Gestsdóttur. Nesti á leiđinni. Fyrir fjóra. 30.000 kr.

5. Skák og ...: Kvöldstund viđ taflborđiđ međ Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur. Manngangur kenndur, ef ţarf. Léttar, hjartastyrkjandi veitingar. 50.000 kr.

6. Skrúđsbóndinn sóttur heim ...: Skođunarferđ í Skrúđ, úti fyrir Fáskrúđsfirđi, í bođi Magnúsar Stefánssonar. Nesti á leiđinni. Fyrir fimm. 45.000 kr.

7. Höll sumarlandsins ...: Atli Gíslason býđur í Gryfjuna sína í Grímsnesinu. Gengiđ um grundir, golfkylfur mundađar og grill. Fyrir átta. 50.000 kr.

8. Handgerđar ljóđalistaverkabćkur eftir Birgittu Jónsdóttur. Tíu bóka sería í sérútgáfu fyrir happdrćttiđ. 50.000 kr.

9. Upp međ skóna ...: Dagsferđ međ Ingólfi Á. Jóhannessyni. Gengiđ um Suđurárbotna. Nesti og veitingar í göngulok. Fyrir fjóra. 45.000 kr.

10. Myndverk eftir Mireyu Samper. 270.000 kr.

11. Ađ lífiđ sé skjálfandi ...: Svarfađardalur sóttur heim í bođi Ingibjargar Hjartardóttur og Ragnars Stefánssonar. Kvöldverđur ađ svarfdćlskum hćtti. Gisting. Fyrir fimm. 75.000 kr.

12. Um Eyjar og sund ...: Lystisigling viđ Vestmannaeyjar, um víkur og hella međ Ragnari Óskarssyni. Léttar veitingar á leiđinni. Fyrir tvo. 20.000 kr.

13. Björn Valur Gíslason býđur í sjóstangaveiđi frá Ólafsfirđi. Rođlaust og beinlaust grillađ í ferđalok. Reiki og orku-punkta-jöfnun ađ hćtti húsráđenda. Fyrir fimm. 75.000 kr.

14. Hver á sér fegra fjallalamb ...: Óvissuferđ um N-Ţingeyjarsýslu međ Stefáni Rögnvaldssyni bónda. Nesti og alnorđlensk hangikjötsveisla í lokin. Fyrir fjóra. 50.000 kr.

15. Pandóruboxin opnuđ ...: Bragi Kristjónsson býđur til sögustundar í Bókinni ehf. – fornbókaverslun. 50.000 kr.

16. Gengiđ á gúmmískóm ...: Sagnaferđ um Lakagíga međ Kára Kristjánssyni landverđi. Nesti á leiđinni. Fyrir tíu. 100.000 kr.

17. Í upphafi var orđiđ ...: Hlynur Hallsson spreyjar vel valin slagorđ á vegg. 100.000 kr.

18. Enn finnst fljót og ef til vill ormur ...: Óvissuferđ um Fljótsdalshérađ međ Ţuríđi Backman. Krásir ađ hćtti heimamanna. Fyrir fjóra. 50.000 kr.

19. Fröken Reykjavík ...: Órćđar slóđir miđborgarinnar ţrćddar međ Birnu Ţórđardóttur. Hressing á leiđinni og besta lasagne norđan Modena í lokin! Fyrir sex. 60.000 kr.

20. Sú rödd var svo fögur ...: Upptaka á uppáhaldslaginu inn á geisladisk. Heiđa (Ragnheiđur Eiríksdóttir) og Elvar Sćvarsson stjórna upptöku og spila undir. Keflvískar kaffiveitingar. 30.000 kr.

21. Siđfrćđinámskeiđ í bođi Jóhanns Björnssonar heimspekings. Léttar, spaklegar veitingar í lokin. Fyrir tíu. 50.000 kr.

22. Ári minn og kári ...:  Ţór Vigfússon og Hildur Hákonardóttir bjóđa á draugaslóđir í Flóanum. Draugasetriđ á Stokkseyri sótt heim. Fyrir fimmtán. 67.500 kr.

23. Helgardvöl fyrir fjölskyldu í gestahúsi á Gunnarsstöđum í Ţistilfirđi. Frjáls afnot af hestum, fiskibáti og öđrum afţreyingarmöguleikum, ţar međ talinn fjallajeppi. Í bođi Steingríms J. Sigfússonar og ábúenda. 75.000 kr.

24. Um blíđan Borgarfjörđ ...:  Ingibjörg Inga Guđmundsdóttir býđur í sumarhús sitt í Reykholtsdal. Gönguferđ um Hallmundarhraun og fossbúar sóttir heim. Grillveisla í lokin. Fyrir fjóra. 50.000 kr.

25. Vćngjasláttur í upphćđum ...: Sagnastund međ Einari Má Guđmundssyni rithöfundi. 50.000 kr.

26. Í sátt viđ skattmann ...: Drífa Snćdal gengur frá skattframtölum fimm einstaklinga. 60.000 kr.

27. Gisting í Flatey á Breiđafirđi fyrir fjölskyldu í bođi Álfheiđar Ingadóttur. Kvöld- og morgunverđur ađ Vegamótum. 65.000 kr.

28. Viđfjarđarundur og önnur austfirsk ...: Skemmtisigling frá Norđfirđi međ Árna Steinari Jóhannssyni og Sigríđi Stefánsdóttur. Svínasteik ađ dönskuskotnum hćtti. Gisting. Fyrir fimm. 75.000 kr.

29. Heim ađ Hólum ...: Dagsferđ í bođi Jóns Bjarnasonar á slóđir biskupa og bćndahöfđingja. Köldverđur ađ hćtti Hólamanna, međ ívafi frá Ströndum. Fyrir fimm. 75.000 kr.

30. Handhćgur heimilisiđnađur ...: Steinunn Ţóra Árnadóttir og Stefán Pálsson kenna undirstöđu barmmerkjagerđar. Eitt hundrađ merki fylgja, međ áletrun eđa mynd ađ eigin vali. Kaffi og međlćti. Fyrir fimm. 20.000 kr.

31. Á vettvangi glćps ...: Katrín Jakobsdóttir leiđir gesti um refilstigu Reykjavíkur. Veitingar ađ hćtti háskakvenda. Fyrir átta. 50.000 kr.

32. Hott, hott ...: Hestaferđ um Eyrarbakkafjörur međ Ölmu Lísu Jóhannsdóttur. Óvćntar uppákomur og grillađ í lokin. Fyrir fjóra. 50.000 kr.

33. Hvađ er svo glatt ...: Grillveisla međ öllu tilheyrandi í garđinum hjá Ögmundi Jónassyni, margrómuđum meistara grillsins. Fyrir átta. 50.000 kr.

34. Dansi, dansi dúkkan mín ...: Gleđistund međ dídsjey Andreu J. 75.000 kr

 


Sumardagurinn fyrsti

Ég hef nú einungis bloggađ hér um pólitík og haldiđ úti annarri síđu ţar sem ég blađra um daginn og veginn en breyti út af í dag og set ţessa fćrslu hér líka. Ţađ er svo umhugsunarvert hvort mađur á ađ halda úti mörgum síđum. Rökin eru ţó ţau ađ mér hefur ţótt gott ađ ađskilja hiđ "pólitíska líf" og fjölskylduna en svo má segja ađ lífiđ sé tóm pólitík hvernig sem á ţađ er litiđ.

En annars - dásamlegur dagur í dag. Ljúfar sumarkveđjur til ykkar lesenda.

Sumariđ fagnar okkur međ sól og blíđu hér heima og líka í Hlíđarfjalli ţar sem viđ hvöttum snúruna okkar til dáđa. Hún stóđ sig vel ţrátt fyrir ađ ćtla ađ hćtta viđ í nokkur skipti ţennan klukkutíma sem hún beiđ ţar til hún var rćst út í braut.0

En sú stutta hafđi sig í gegnum göngubrautina og datt bara einu sinni í lokabeygjunni og var svakalega ánćgđ ţegar hún kom í mark.0

Viđ fórum á Glerártorg í snarl og síđar ćtluđum viđ ađ fá okkur kaffi og  međ ţví í Vín en ţar var ekkert ađ hafa í tertum. Ţađ dugar nú ekki fyrir ţessa fjölskyldu og ţví var haldiđ í Kaffi rós og má segja ađ ţar hafi veriđ úr fáu ađ velja líka. Viđ létum okkur ţó hafa ţađ og síđan fóru ţćr systur í sund. Viđ litum viđ hjá Gúlgu og Boga á međan.

Héldum svo af stađ heim á leiđ enda vinna í fyrramáliđ hjá okkur og svo er bara ađ bruna aftur inneftir og sjá hana á morgun.


Vinstri grćn enn á siglingu

mynd 

Á stöđ 2 var í kvöld birt ný skođanakönnun á fylgi flokkanna í Suđvesturkjördćmi. Sem fyrr er VG í sókn og eykur fylgi sitt verulega. Ţađ er sem fyrr međ Framsóknarmenn ađ ţar hallar undan fćti og Siv Friđleifsdóttir, umhverfisráđherra, ekki á ţingi skv. ţessari könnun. 

Vinstri grćn ná inn tveim mönnum, ţeim Ögmundi og Guđfríđi Lilju frábćrt fólk. Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin mćlast vart og styđur ţađ fyrri skođun mína ef fólk vill horfa raunsćtt á málin.

Sjallarnir ţví miđur međ of mikiđ fylgi ađ mínu mati en ađ vísu ţeirra sterkasta vígi.


Sjálfstćđisflokkurinn: 43% - (38,4%)
Samfylkingin: 24,5% - (32,8%)
VG: 17,4% - (6,2%)
Framsóknarflokkurinn: 5,9% - (14,9%)
Frjálslyndi flokkurinn: 5,6% - (6,7%)
Íslandshreyfingin: 3,3%
Baráttusamtökin: 0,3%

 


Íslandshreyfingin

Ekki er hćgt annađ en ađ taka undir beiđni Hjörleifs Guttormssonar ţar sem hann hvetur Íslandshreyfinguna og Ómar Ragnarsson til ţess ađ hćtta viđ frambođ. Nýjustu skođanakannanir sýna ađ ţetta frambođ verđur ţess valdandi ađ ríkisstjórnin heldur velli. Ţađ er ađ verđa nokkuđ ljóst og Ómar er međ glýju í augunum ef hann telur ađ fólk ţori ekki ađ gefa sig upp í skođanakönnunum en kjósi svo Íslandshreyfinguna ţegar inn í kjörklefann er komiđ.

Af hverju ćtti fólk ekki ađ ţora ađ segja í skođanakönnun ađ ţađ kysi hreyfinguna? Enginn veit ţađ ţegar upp er stađiđ í öllum ţessum könnunum.

Ţađ er líka međ ólíkindum ađ hreyfingar eins og ţessi skuli ekki enn vera komin međ tilbúna lista ţegar tćpur mánuđur er til kosninga. Ţau Margrét fullyrtu ađ bjóđa ćtti allstađar fram sem og hagsmunahópur eldri borgara og öryrkja en ekkert bólar á landsbyggđarlistum. Ţessu var ţó lofađ um páskana og strax eftir páska.

Nei ég held ađ fólk eins og Ómar og Margrét ćttu ađ hugsa vel sinn gang og velta ţví fyrir sér hvort ţađ er virkilega vilji ţeirra ađ ríkisstjórnin falli í vor eđa hvort tilhugsunin um hugsanlegt EITT ţingsćti sé mikilvćgara.


mbl.is Ómar og Margrét leiđa lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stefnumálin okkar

Hér má finna kosningaáherslur okkar Vinstri grćnna og hér er stefnan okkar í heild sinni.  

Má ţó til međ ađ segja ykkur frá ţví sérstaklega ađ í vikunni kynntu ţćr Kolbrún Halldórsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Álfheiđur Ingadóttir nýtt og viđamikiđ rit Vinstrihreyfingarinnar - grćns frambođs um sjálfbćra ţróun - Grćn framtíđ.

Ritiđ er alveg frábćrt og hvet ég ykkur til ađ skođa ţađ. Eins og flest hjá okkur Vinstri grćnum er ţetta grasrótarverkefni ţar sem fjöldi félaga okkar kom ađ smíđi ţess.

Eins og flest annađ er ritiđ um grćnu framtíđina ţarft framlag til dýpkunar á allri pólitískri umrćđu og heildstćđri stefnumótun um umhverfismál á Íslandi.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband