Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Kryddsíldin

Er að hlusta á kryddsíldina með öðru eyranu og hef gaman af. Þeir reyna mikið að fá Steingrím til að segja hver á að vera forsætisráðherra ef vinstri stjórn verður mynduð.

Það gengur illa að fá svona menn til að átta sig á því að pólitík snýst ekki um stóla heldur um málefni. Það hefur nefnilega verið svo undanfarin allt of mörg ár að stólarnir eru það sem skiptir máli hjá núverandi ríkisstjórn en ekki málefnin sem þjóðin taldi sig hafa kosið.

Gott samfélag byggt á velferð allra, ekki sumra, er það sem við VG viljum sjá eftir næstu kosningar.

Ekki aukið bil milli ríkra og fátækra, embætti veitt eftir pólitík, mikla verðbólgu - þar sem virtir aðilar vara við ástandinu en ríkisstjórnin slær höfðinu við steininn og umhverfi og náttúra er einnota.

Nú reyna forkólfar ríkisstjórnarinnar, Geir og Jón að bjarga sér fyrir horn með því að segja að ekki verði byggð önnur Kárahnjúkavirkjun en virkja má nú hér og það samt sem áður.

Ekki láta blekkjast kæru kjósendur enn og aftur. Þeir eru uppfullir af kosningaklisjum nú og vona að kjósendur gleypi það hrátt.

En við viljum breytingar í vor og þurfum að fella þessa ríkisstjórn.

Gleðilegt ár

 


Þessi ríkisstjórn

Sama gamla þreytta hugsunin hjá ríkisstjórn sem ber hausnum við steininn í flestum málum. Ekki vilja þeir funda í samgöngunefnd að beiðni Jóns Bjarna og fjalla um þá miklu skerðingu á þjónustu sem verður nú um áramótin þegar enn og aftur á að einkavæða og Flugstoðir verða að veruleika. Ekki taka mark á flestum sem við þessa þjónustu starfar, nei við ætlum að einkavæða enda erum við Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og við hverju öðru er að búast úr þeirra ranni.

Þessi breyting ríkisstjórnarinnar sem allt vill einkavæða átti að kosta 30 milljónir er nú er ljóst að ef flugumferðarstjórar nýta biðlaunarétt sinn hleypur þessi kostnaður á þriðjahundrað milljón króna takk fyrir - segi það og skrifa. Hver segir svo að það borgi sig ekki að einkavæða. Við köllum það stundum OHF.

Mér finnst það frábært hjá hinum þverpólitísku samtökum Sól í Straumi að skila Rannveigu Rist disknum sem Alcan sendi Hafnfirðingum fyrir jólin. Þau pökkuðu þeim meira að segja inn í álpappír. Flott hjá þeim að láta ekki fyrirtækið "kaupa" sig svona. Þetta er ómálefnalegt og í engu sæmandi fyrir fyrirtækið að gera svona og nota til þess virtan tónlistarmann Hafnfirðinga.


Listinn

Svona lítur listinn út sem kjördæmisþingið samþykkti í dag.
1.   Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður
2.   Þuríður Backman, alþingismaður
3.   Björn Valur Gíslason, sjómaður Fjallabyggð
4.   Dýrleif Skjóldal, sundþjálfari Akureyri
5.   Ingibjörg Hjartardóttir, rithöfundur Dalvíkurbyggð
6.   Jóhanna Gísladóttir, skólastjóri Seyðisfirði
7.   Jón Kristófer Arnarson, garðyrkjufræðingur Akureyri
8.   Klara Sigurðardóttir, skrifstofumaður Akureyri
9.   Þórunn Ólafsdóttir, nemi Fáskrúðsfirði
10. Berglind Hauksdóttir, nemi Húsavík
11. Ásmundur Páll Hjaltason, vélamaður Neskaupstað
12. Marie Th. Robin, bóndi Vopnafirði
13. Þorsteinn Bergsson, bóndi Fljótsdalshéraði
14. Finnur Dellsén, nemi Akureyri
15. Ríkey Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Fjallabyggð
16. Ásbjörn Björgvinsson, forsöðumaður Húsavík
17. Jan Eric Jessen, nemi Akueryri
18. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður Akureyri
19. Guðmundur Sigurjónsson, verkamaður Neskaupstað
20. Málmfríður Sigurðardóttir, fv. alþingismaður

Kjördæmisþing


Í dag er kjördæmisþing Vinstri grænna á hótel KEA á Akureyri og hefst kl. 14. Fram verður lögð tillaga forvalsnefndar að lista VG til Alþingiskosninga næsta vor.

Sem formaður kjördæmisráðs og varaþingmaður vona ég að listinn, sem ég tel vera sigurstranglegan, verði samþykktur af félagsmönnum og við sópum að okkur fylgi í vor.


Nýtt og gamalt í bland


Sérdeilis flott forval hjá Vinstri grænum á Reykjavíkursvæðinu. Þingmenningarnir fá mjög góða staðfestingu á sínum störfum með slíku endurkjöri auk þess sem Kata varaformaður fær frábæra kosningu.

Nýjir aðilar eru svo í sætunum þar á eftir ásamt Álfheiði Inga sem er búin að vera varaþingmaður og fær mjög góða kosningu.

Það var áhugavert viðtalið við Álfheiði, Guðbjörgu og Gest Svavars í Silfrinu áðan. Gestur sagði þar að hann teldi að ekki ætti að færa sig til vegna kynjakvóta þar sem karlar ættu ekkert erfitt uppdráttar í pólitík.

Hálfnað er verk þá hafið er og nú þarf forvalsnefndin að leggjast yfir og setja saman þrjá lista sem síðan verða bornir undir kjördæmisráðin.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband