Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

We can't

Má til með að setja þetta hér inn þar sem ég er að basla í náminu nýkomin af fundi með bæjarstjórnarfólki og ekki beint upplögð en verð barasta að gera eitthvað. Þá sæki ég hana Pollýönnu.

We can’t put up new curtains ‘til we take the old ones down.
We cannot put a smile on if our face remains a frown.
We can’t have new tomorrows if we dwell on yesterday.
When we try to live tomorrow, we can’t have what’s ours today.
We cannot change our outlook if old thinking’s hanging ‘round.
We can’t put up new curtains ‘til we take

the old ones down.

Joyce Blakely

Hvernig skilgreinum við fíkn?

Tölvufíkn er vaxandi vandamál alls staðar í heiminum bæði hjá börnum og fullorðnum. Við fáum reglulega fréttir af einhverjum sem fremur voðaverk vegna þess að viðkomandi gerir ekki greinarmun á veruleika og óraunveruleika.

Nú er ég tölvukennari og sé það í mínu starfi að krakkar á grunnskólaaldri kunna oft ekki mikið á tölvur en ef þeir eru spurðir um einhverja leiki stendur sjaldan á svörum. Ég hef miklar áhyggjur af því hvað þeir eyða miklum tíma fyrir framan tölvuna í drápsleikjum.

Þeir krakkar sem tölvuleikina stunda mikið eru mun verr staddir félagslega og færni þeirra til samskipta er áberandi verri en þeirra sem lítið gera af því að vera í tölvuleikjum. Offita er líka hluti af þessu þar sem þessir krakkar stunda að jafnaði minni hreyfingu en hinir.

Aukið einelti og margskonar misnotkun á sér stað í gegnum msn og ekkert sem bendir til þess að það sé að breytast.

Tölvur eru eins og annað góðar í hófi og fæst gætum við liklega án þeirra verið í dag. Við foreldrar verðum hins vegar að axla ábyrgð og takmarka tíma barnanna okkar í tölvum og fylgjast með því sem þau eru að fást við hverju sinni.


mbl.is Sonurinn flúði úr heimi fíkniefna í heim tölvuleikja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarréttahlaðborð í Höllinni

Það er fjör í Höllinni þessa dagana þar sem unnið er að breytingum á húsnæðinu nótt sem nýtan dag. Enn ekki útséð hvernær opnað verður en þið fáið að vita af því.

Annars ætlum við að vera með sjávarréttahlaðborð á aðventunni. Veitir ekki af þar sem framundan hjá flestum er mikið kjötát. Gerðum þetta í fyrra og var vel lukkað.

Annars er í boði:  Siginn fiskur, selspik, kæst skata, hákarl, reykt hnýsukjöt, söltuð grálúða, lax og gómsætir fiskiréttir ásamt meðlæti.

Hvet að sjálfsögðu alla til að mæta og njóta góðs matar.


Aðalfundur kjördæmisráðs

Það er ekki ofsögum sagt að mikið hafi verið á sig lagt vegna kjördæmisþings Vinstri grænna í Mývatnssveit nú um helgina. Ég fékk far með félaga mínum úr stjórninni síðdegis í gær austur en stjórnarfundur var kl. 17 og stóð til kl. 23:45 með matarhléi. Ekki hafði nú verið ætlunin að hafa hann svona langan en það var bara svo skemmtilegt. Fólk hélt svo áfram að spjalla mislangt fram eftir nóttu.

Í morgun var svo farið að hafa áhyggjur af mætingu vegna veðurs sem ekki var alls staðar jafn "gott". En að sjálfsögðu mættu félagar ágætlega og var fundurinn ljómandi góður. Tveir nýjir stjórnarmenn voru kosnir, formaður UVGA, Jan Erik og Klara Sigurðar, (systir Þormóðs) að öðru leiti er stjórnin óbreytt. Við héldum svo heim á leið rúmlega þrjú en þá var veður orðið frekar leiðinlegt og sáralítið skyggni. Tveir bílar útaf í Víkurskarði og einn lítill fastur á miðjum vegi.

Ég ákvað að stoppa á Akureyri þegar við loksins komum þangað og bíða veðrið af mér en það var afleitt frá Akureyri til Dalvíkur en mun betra hér heima. Ég lagði svo af stað um kl. 21 en það var sama skítaveðrið og var ég hundlengi á leiðinni. Helgi minn og Rikki komu á móti mér og hittumst við við Stærri Árskóg þar sem bruninn varð fyrr í kvöld. Þar var veður orðið ágætt en þá kom að næstu hindrum sem var spýja sem fallið hafði við Sauðanes. Við vorum búin að atast stutt í henni þegar mokstursbíllinn kom og vorum við komin heim um kl. 22:30.

Langt síðan ég hef lent í eins slæmu ferðaveðri enda í rauninni ekkert ferðaveður og asnaskapur að leggja út í slíkt.

Ályktanir fundarins má finna á heimasíðu VG vonandi á morgun eða strax eftir helgi.


Náms- og starfsráðgjöf

Ég var í staðlotu í lok síðustu viku og framundan eru skemmtilegt verkefni. Sem fyrr erum við fjórar stöllur að vinna saman og byrjuðum strax að skipuleggja meðan við vorum allar saman. Tvær þeirra eru svo yndislegar að vera búnar að bæta við þessa vinnu og ætla að hittast aftur á morgun. Þá ætla ég að reyna að vera með - alla vega eitthvað. Wink

Mikil þörf er talin vera á náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum og eru flestir skólar að ráða til sín fólk í þessa vinnu. Sem dæmi þá er tvær með mér í náminu sem fá vinnu þegar þær eru tilbúnar að byrja, önnur á Akureyri og hin á Dalvík. Smile Frábært. Vona að grunnskólar Fjallabyggðar setji þetta á oddinn líka fyrir næsta skólaár.

Margir hafa tengt svona starf við framhaldsskólana en það er með það eins og fleira of seint í rassinn gripið að byrja svo seint. Minni hætta er á brottfalli úr framhaldsskóla ef nemandi hefur notið náms- og starfsfræðslu á yngri stigum.

Helstu verkefni námsráðgjafa eru:

ü      Veita ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur.

ü      Veita ráðgjöf varðandi náms- og starfsval.

ü      Veita persónulega ráðgjöf og stuðning.

ü      Veita leiðsögn og ráðgjöf um streitu- og kvíðastjórnun.

ü      Áhugasviðskannanir í 10. bekk.

ü      Veita nemendum og foreldrum þeirra upplýsingar um framhaldsnám.

ü      Vinna að eineltismálum í samvinnu við umsjónarkennara og annað starfslið skólans.

ü      Standa vörð um velferð nemenda og er trúnaðarmaður og málsvari þeirra.

Námsráðgjafi situr yfirleitt í nemendaverndarráði skólans og vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara og annað starfslið skólans auk skólasálfræðings og fleiri sérfræðinga er koma að málefnum nemenda.

Ráðgjöf fyrir alla nemendur:

Lögð er áhersla á að ráðgjöfin stendur öllum nemendum skólans til boða. Nemandinn sjálfur eða foreldrar hans geta óskað eftir viðtali hjá námsráðgjafa en auk þess geta umsjónarkennarar, sérkennarar,  skólastjórnendur og nemendaverndarráð vísað nemendum til námsráðgjafa.

Trúnaður:

Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær varðandi mál einstakra nemenda eða nemendahópa. Námsráðgjafi hefur tilkynningaskyldu skv. Barnaverndarlögum.

Svo mörg voru þau orð.


Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Allt of langt síðan ég skrifaði síðastErrm en svona er það nú bara. Lítill tími og þessar mínútur sem annars fara í skrifin hafa verið vel nýttar.

Fór á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 5. - 6. nóv. og fannst mörg áhugaverð erindi þar að finna. Það kom m.a. fram hjá Gunnlaugi Júlíussyni að mörg sveitarfélög hafi haft vaxandi tekjur af sölu byggingaréttar undanfarin ár. Ekki það að ég hafi ekki vitað af því en þetta er eitthvað sem landsbyggðarsveitarfélög almennt verða ekki vör við í sínum reikningum.

Hann sagði líka að atvinnuleysi myndi líklega vaxa í 2,5-3% á næstu misserum og ljóst væri að sérstakar aðgerðir þyrfti til að mæta þeim sveitarfélögum sem ekki byggju á þenslusvæðum. (Hvað með allar mótvægisaðgerðirnar) Sveitarstjórnarfólk auglýsti reyndar eftir þeim þegar þingmenn riðu um héruð um daginn.

Nú Birna Lárusdóttir sagði okkur frá því að minnsta sveitarfélagið teldi 50 manns en það stæsta 116.500 en samt væru flestar reglur um sveitarfélög og rekstur þeirra þær sömu. Góð setning sem kom fram hjá henni og fleirum.

ž
žOne size fits no one!
Mér fannst skemmtilegastur fyrirlesturinn hjá bæjarstjóranum í Hveragerði, Aldísi Hafsteinsd., en hún talaði um að starf sveitarstjórnarmannsins væri oftar en ekki slökkvistarf fremur en stefnumótun. Hún rifjaði upp drauma sína og væntingar þegar hún var að byrja í pólitíkinni um betri útivistarsvæði, betri skóla, öflugra atvinnulíf, kröftugt íþróttalíf og ýmislegt fleira ---   og allt átti þetta að gerast á fyrsta kjörtímabilinu. 
En eins og flestir þá áttaði hún sig fljótlega á því að ekki eru allir hlutir svo einfaldir eins og margir halda.
Hún sagði: 
Yfir helltust reglugerðir og lagabálkar sem takmörkuðu áhrif sveitarstjórnarmanna á sitt nánasta umhverfi.  Og síðan var það fjárhagur sveitarfélagsins sem öllu réði.
Það er erfitt að uppgötva það að eftir kosningar þar sem stefnuskrá flokksins hefur verið leiðarljósið að fjárhagur sveitarfélagsins og lagaramminn er með þeim hætti að ekki er hægt að gera allt og oft er það aðal verkefni okkar að segja nei ...
Það er nú það sem við þurfum að gæta sérstaklega að það er einmitt fjárhagur sveitarfélagsins.
Margt annað var fróðlegt og skemmtilegt - tala nú ekki um söngfuglinn Árna Johnsen sem lét sjá sig þegar líða tók á kvöldið með gítarinn og söng ásamt mörgum með sínu nefi.


Búið búið

Loksins, loksins tókst mér að klára að skúra mig út úr Ólafsvegi 24. Mikið er ég glöð enda komin á tíma með þetta. Grin Við Jódís fengum okkur svo flatböku og áttum notalegt spjall fyrst við matarborðið og svo svolítið koddahjal sem endaði ekki fyrr en sú stutta sofnaði.Gasp Munaði engu að ég dottaði líka.

Annars er ég í launamálum og ætla að klára það núna og eiga frí á morgun. Leikur hjá mínum mönnum um hádegisbilið og þá skal flatmagað og etið vonandi eftir góðan göngutúr með ferfætlingana.Whistling

Annars gleðst ég alltaf yfir því þegar góðar bækur koma út sem hljóðbækur þar sem ég hef lítinn tíma til að lesa annað en það sem tengist vinnu og námi. Nýti þá gjarnan tímann og hlusta ef ég er á leið í bílnum til Akureyrar eða......

Hjá JPV forlagi voru að koma nokkrar http://www.jpv.is/index.php?post=1948


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband