Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Allt of langt síðan ég skrifaði síðastErrm en svona er það nú bara. Lítill tími og þessar mínútur sem annars fara í skrifin hafa verið vel nýttar.

Fór á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 5. - 6. nóv. og fannst mörg áhugaverð erindi þar að finna. Það kom m.a. fram hjá Gunnlaugi Júlíussyni að mörg sveitarfélög hafi haft vaxandi tekjur af sölu byggingaréttar undanfarin ár. Ekki það að ég hafi ekki vitað af því en þetta er eitthvað sem landsbyggðarsveitarfélög almennt verða ekki vör við í sínum reikningum.

Hann sagði líka að atvinnuleysi myndi líklega vaxa í 2,5-3% á næstu misserum og ljóst væri að sérstakar aðgerðir þyrfti til að mæta þeim sveitarfélögum sem ekki byggju á þenslusvæðum. (Hvað með allar mótvægisaðgerðirnar) Sveitarstjórnarfólk auglýsti reyndar eftir þeim þegar þingmenn riðu um héruð um daginn.

Nú Birna Lárusdóttir sagði okkur frá því að minnsta sveitarfélagið teldi 50 manns en það stæsta 116.500 en samt væru flestar reglur um sveitarfélög og rekstur þeirra þær sömu. Góð setning sem kom fram hjá henni og fleirum.

ž
žOne size fits no one!
Mér fannst skemmtilegastur fyrirlesturinn hjá bæjarstjóranum í Hveragerði, Aldísi Hafsteinsd., en hún talaði um að starf sveitarstjórnarmannsins væri oftar en ekki slökkvistarf fremur en stefnumótun. Hún rifjaði upp drauma sína og væntingar þegar hún var að byrja í pólitíkinni um betri útivistarsvæði, betri skóla, öflugra atvinnulíf, kröftugt íþróttalíf og ýmislegt fleira ---   og allt átti þetta að gerast á fyrsta kjörtímabilinu. 
En eins og flestir þá áttaði hún sig fljótlega á því að ekki eru allir hlutir svo einfaldir eins og margir halda.
Hún sagði: 
Yfir helltust reglugerðir og lagabálkar sem takmörkuðu áhrif sveitarstjórnarmanna á sitt nánasta umhverfi.  Og síðan var það fjárhagur sveitarfélagsins sem öllu réði.
Það er erfitt að uppgötva það að eftir kosningar þar sem stefnuskrá flokksins hefur verið leiðarljósið að fjárhagur sveitarfélagsins og lagaramminn er með þeim hætti að ekki er hægt að gera allt og oft er það aðal verkefni okkar að segja nei ...
Það er nú það sem við þurfum að gæta sérstaklega að það er einmitt fjárhagur sveitarfélagsins.
Margt annað var fróðlegt og skemmtilegt - tala nú ekki um söngfuglinn Árna Johnsen sem lét sjá sig þegar líða tók á kvöldið með gítarinn og söng ásamt mörgum með sínu nefi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband