Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Haustið að koma - skóli og vinna

Það þýðir að ég er að byrja í skólanum. Einhverjir hugsa eflaust er þessi kona í eilífðarnámi. Nei ekki er það nú svo ég er að reka endahnútinn á þetta. Nú er komið að meistaragráðunni og svo er ég hætt. GetLost Ef maður hættir einhverntímann. Reyndar tel ég að maður hætti aldrei að mennta sig en langskólanám er eitt og símenntun annað að mínu viti. Ég á eflaust eftir að fara í eitthvert símenntunarnám í framtíðinni - enda fylgir það starfinu.

En að öðru. Ég fór á flokkráðsfund VG í Reykholti á föstudaginn, átti flug en fór með bíl vegna veðurs sem var ágætt þar sem mikið var rætt um pólitík á leiðinni -  bara gaman.

Mikil stemming var á fundinum og þegar gert var hlé bauð Árni Þór okkur í sumarbústað fjölskyldunnar og síðan var borðað á hótel Reykholti. Ekki get ég lofað matinn en í boði var ágæt súpa en gjörsamlega bragðlaus steinbítur. Margir kvörtuðu vegna þess. En fundi var fram haldið til kl. 00:30 og þá settist fólk og spjallaði um pólitík og daginn og veginn. Mikið gaman - mikið grín.

Á laugardagsmorgun voru svo vinnuhópar að störfum og var ég í sveitarstjóranarhópi sem var alveg frábært. Hefðum þurft a.m.k 3 tíma í viðbót svo mikið lá á fólki. En við ætlum að hittast fljótlega aftur til að ræða komandi kosningar. Já það eru sveitarstjórnarkosningar eftir rúmt ár takk fyrir.W00t

Annars er ég búin að gera víðreist - eða þannig. Fór til Helgu og pabba - þaðan til Dísu frænku - afskaplega gott að njóta samveru með fjölskyldunni. Í morgun fór ég svo í brunch til Örnu og Kidda en þar er ævinlega ljúft að koma. Hitti svo Davíð minn og hans vinkonu í kvöld og borðaði með þeim. Finnst ég hafa gert helling.

En á morgun er ætlunin að fara í leiðangur vegna Hallarinnar og svo er skóli.

Sef svo í rúminu mínu annað kvöld hjá mínum kæra - ekki seinna vænna en að rifja upp brúðkaupsnóttina sem var þann 31.08 fyrir 11 árum.

Í bili...


Enginn getur breytt sér, allir geta bætt sig

Það er líklega margt til í þessu sandkorni. Nú þegar ég er á fullu að undirbúa kennsluna og nýja starfið mitt sem náms- og starfsráðgjafi þá er vert að hafa í huga að maður getur alltaf gert betur í því sem maður er að fást við. Ég alla vega ætla að reyna eins og maður segir við krakkana - gera sitt besta.Wink

Annars er ævinlega fjöldamargt að gerast í kringum mig alla daga. Helgi minn er alveg á fullu að mála Tröllakot að utan og verður líklega búinn að fá nóg þegar hann lýkur sínu "sumarfríi".

Mamma er búin að vera frekar lasin og hefur þurft á þjónustu FSA að halda en er nú komin á Hornbrekku aftur og vonandi á uppleið.

Nú svo er undirbúningur skólamáltíðanna á fullu, gera þarf matseðla, koma þeim á netið og útbúa reglur í tengslum við hann. Addý sér svo um að elda hann ásamt Öldu. Við eigum líka fullt af nýjum tækjum sem koma þarf í eldhúsið og tengja - ekki seinna vænna.Blush

Annars er veður milt hér í firðinum og síðustu dagar sumarsins hafa verið góðir. Þessi stilla sem er svo eftirsóknarverð. Vona að haustið verði líka gott. Mikið er af berjum og segja sumir að allt sé blátt.

Í tengslum við það þá fór ég ásamt mínum kæra á lokakvöld Berjadaga og þótti það svolítið sérstakt að þessu sinni. Hefði viljað vera klónuð á föstudagskvöldinu þegar árstíðirnar eftir Vivaldi voru á dagskrá en þá var ég í Borgarfirðinum.

Í bili.......


Enginn getur breytt sér, allir geta bætt sig

Það er líklega margt til í þessu sandkorni. Nú þegar ég er á fullu að undirbúa kennsluna og nýja starfið mitt sem náms- og starfsráðgjafi þá er vert að hafa í huga að maður getur alltaf gert betur í því sem maður er að fást við. Ég alla vega ætla að reyna eins og maður segir við krakkana - gera sitt besta.Wink

Annars er ævinlega fjöldamargt að gerast í kringum mig alla daga. Helgi minn er alveg á fullu að mála Tröllakot að utan og verður líklega búinn að fá nóg þegar hann lýkur sínu "sumarfríi".

Mamma er búin að vera frekar lasin og hefur þurft á þjónustu FSA að halda en er nú komin á Hornbrekku aftur og vonandi á uppleið.

Nú svo er undirbúningur skólamáltíðanna á fullu, gera þarf matseðla, koma þeim á netið og útbúa reglur í tengslum við hann. Addý sér svo um að elda hann ásamt Öldu. Við eigum líka fullt af nýjum tækjum sem koma þarf í eldhúsið og tengja - ekki seinna vænna.Blush

Annars er veður milt hér í firðinum og síðustu dagar sumarsins hafa verið góðir. Þessi stilla sem er svo eftirsóknarverð. Vona að haustið verði líka gott. Mikið er af berjum og segja sumir að allt sé blátt.

Í tengslum við það þá fór ég ásamt mínum kæra á lokakvöld Berjadaga og þótti það svolítið sérstakt að þessu sinni. Hefði viljað vera klónuð á föstudagskvöldinu þegar árstíðirnar eftir Vivaldi voru á dagskrá en þá var ég í Borgarfirðinum.

Í bili.......


Fínir sumarfrísdagar liðnir

Eins og ég sagði hér áður þá fórum við i Borgarfjörðinn, leigðum sumarbústað 8 km. frá Borganesi sem var ljómandi góður. Við fórum að sjálfsögðu að skoða eitt og annað en byrjuðum á því að rjúka í borgina þar sem erindum þurfti að sinna vegna Hallarinnar. Skruppum svo uppá Skaga og hittum Magga Brands í heimleiðinni.

Á miðvikudaginn fórum við síðan á rúntinn í Skorradal og í Fossatún með tengdó sem gistu hjá okkur í tvær nætur. Enduðum í borginni og fengum okkur gott að borða á Hereford eftir að hafa rölt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með Jódísi Jönu.

Í gær ætluðum við í heimsókn á Fellsenda en húsfreyjan þar var ekki heima þannig að við fórum í kaffi í Borgarnes á Vinakaffi sem var ljómandi fínt og héldum síðan upp að Hreðavatni og þaðan í Jafnaskarðsskóg þar sem listamenn voru að sína verk sín. Þau vöktu sum hver hlátur hjá mér en það er þetta með skilgreininguna á list.

Að því loknu fórum við til Guðrúnar Pálínu og Boga sem voru komin í bústað í Borgarnesi. Drifum liðið allt í mat á Hraunsnefi sem var alveg frábær. Þar er hægt að fá allt frá hamborgurum til stórsteika. Skora á ykkur að stoppa þarna á leið suður nú eða ef þið eruð í Borgarfirðinum og fá ykkur að borða. Ekki nema tíu mínútur frá Munaðarnesi.Kissing

Síðan var heimferðin í dag frekar skrautleg svo ekki sé meira sagt. Við keyðum sem leið ná norður en þegar við vorum við Bjarnagil sprakk á bifreiðinni og ekki nóg með það heldur affelgaðist varadekkið við Kálfsá. Segi ekki meir.Devil

En nú er ég komin heim og vinna í skólanum að hefjast eftir helgi. Hlakka til að hitta samstarfsfólkið og heyra hvað það gerði í sumar.Wink

Í bili......


Langþráð frí

Já nú er mín komin í langþráð sumarfrí. Cool Verslunarmannahelgin var fín hjá okkur í Höllinni og því gott að fara í frí eftir góða törn. Við höfum verið að fínisera svolítið í Tröllakoti, ég tók til verkfæri og dót í "búrinu" málaði það í gærkveldi og gekk svo frá líninu í dag. Það á sem sagt að hýsa rúmföt og annað það sem ég nota við frágang á húsinu.

Helgi, Jói og Rikki steyptu pall sunnan við hús og Pétur múrari kom og tók til hendinni með þeim. Grindur verða svo settar svona til skjóls en lágar til að spilla ekki útsýninu. Þá eru framkvæmdir sumarsins að taka enda en við girðum líklega ekki fyrr en næsta vor þannig að lambasteikin verði örlítið lengra frá grillinu en nú.

En á morgun ætlum við að grilla í Tröllakoti ásamt Jóa og Hildi sem hafa staðið með okkur í framkvæmdunum og jafnvel prufa að gista.Grin 

Á mánudaginn er svo ætlunin að halda í Borgarfjörðinn og gista þar fram til föstudags en hvað verður þá er ekki gott að segja. Á mánudaginn 18. ágúst hefst svo vinna mín í skólanum og verkefni vetrarins hellast yfir.

Í bili.......


Jákvætt hugarfar

er nauðsynlegt og er Magga Blöndal þekkt fyrir að vera hláturmild kona og svei mér ef það tikkar ekki með hátíðinni á Akureyri núna. Frábær hjörtun á umferðarljósunum og vona ég að nóttin í nótt verði jafn friðsamleg og í nótt er leið.

Maggi mágur er náttúrulega frábær og ekki að spyrja að stemmingunni á Sigló. Þar er bragurinn alltaf heimilislegur enda þekkja flestir flesta eins og stundum er sagt þrátt fyrir töluverðan mannfjölda.

Geri ráð fyrir að þeim megin í Fjallabyggð sé sól eins og í Ólafsfirði.


mbl.is „Brosin eru óteljandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir dagar eru svo góðir við fólk, að þeir spássera með því alla þess ævi.

þannig sagði Þórbergur Þórðarson í Sálminum um blómið.

Finnst þetta eiga við þessa dagana þegar veðrið gælir við landsmenn dag eftir dag. Þessi helgi ætlar virðist ætla að vera góð um mest allt land og er það vel því fátt er leiðinlegra en skítakuldi á útihátíð.

En ég er úti í garðinum mínum á milli vinnulota þessa helgina, aðallega að horfa á minn kæra laga til í garðinum sem hann taldi vera orðinn of sjálfbæran eða sjálfstæðan fyrir hans smekk. Þannig að nú hefur verið klippt, slegið og rakað svona til að sjá hvað í garðinum er og merkilegt nokk það er ljóst að fækka þarf gróðri og/eða færa til með haustinu.

Við fórum og náðum í Klöru Mist á flugvöllinn á fimmtudaginn en þá kom hún heim úr 5 vikna dvöl í Brasilíu þar sem hún dvaldi hjá fjölskyldunni sinni í sumarfríi. Mikið var nú gott að fá hana heim og sýndist mér ferfætlingarnir fagna henni ógurlega - af hverju skildi það nú vera?Woundering

Jódís Jana er á Ástjörn og verður fram til næsta miðvikudags. Hún er líka búin að dvelja á Hólavatni í sumar og nýtur þess í botn.

Hef aðeins setið við tölvuna núna til að vita hvort ég finn sumarbústað til leigu fyrir okkur í næstu eða þar næstu viku. Þið sem lesið - ef þið vitið um eitthvað til leigu þá endilega látið mig vita.Wink

Jæja best að gera sig klára á vaktina sem verður fram til kl. 02 í nótt.

Í bili.....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband