19. júní - jafnréttisdagur - allir með

Í dag eru liðin 92 ár frá því að konur fengu fyrst kosningarétt, eða árið 1915 og nokkru síðar eða 1922 var fyrsta konan kosin á þing.

Í dag 19. júní fögnum við þessu og höldum áfram að vinna að jafnrétti, konur jafnt sem karlar, og berum eitthvað bleikt í tilefni dagsins. Ef ekki er til eitthvað bleikt til að vera í má alltaf setja eitthvað bleikt í t.d. gluggann eða sent tölvupóst í bleiku. Grin Það er alltaf hægt að kaupa sér bleikt blað og gera eitthvað úr því, kostar lítið en getur verið áhrifaríkt tala nú ekki um ef eitthvað skemmtilegt er á það skrifað.

Aðalatriðið er að vera með og muna að langt er í land ennþá þó margt hafi unnist. Við viljum að dætur okkar njóti sambærilegra kjara fyrir sömu menntun strax en ekki að það launabil haldist sem nú er. Þetta er bara einn af mörgum þáttum ójafnréttis sem enn ríkir.

Kíkið á myndbandið. Ég kann ekki að setja það inn á eftir að gefa mér tíma í að læra það. http://youtube.com/watch?v=VAtPqC8Evpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband