Ýmislegt skrafað í öllum bakherbergjum

Já það er ekki ofsögum sagt að nú er ýmislegt skrafað, skoðað og pælt hvernig þessi stjórn er og muni verða sérstaklega þeir sem gegna veigameiri embættum.

Á www.mannlif.is er þetta að finna

Meðal þess sem samið hefur verið um milli ríkisstjórnarflokkanna er að Samfylking fær forseta Alþingis um mitt kjörtímabil. Við þá breytingu fer af stað mikill kapall. Reiknað er með, án þess að það sé staðfest, að Jóhanna Sigurðardóttir velferðarráðherra fá embætti þingforseta en Katrín Júlíusdóttir verði ráðherra hennar í stað en gróflega var gengið framhjá Katrínu með skipan Þórunnar Sveinbjörnsdóttur í embætti umhverfisráðherra. Þá er reiknað með að Sturla Böðvarsson víki af þingi og verði hugsanlega vegamálastjóri. Áður en að þessu kemur mun Björn Bjarnason hætta ráðherradómi og frændi hans, Bjarni Benediktsson taka við. Það gæti orðið innan árs og er einn fjölmargra baksamninga sem gerðir hafa við myndum Þingvallastjórnarinnar ...


Mun betri skipting hjá Sollu

Jæja þá eru stólarnir á hreinu. Það má Ingibjörg eiga að hún passar uppá kynjajafnvægi enda á Samfylkingin nóg af frambærilegum konum sem og körlum.

Þórunn er sérfræðingur á sviði umhverfismála að sögn Ingibjargar og hún var lika á móti Kárahnjúkum svo við verðum að binda vonir við stóriðjustopp.Whistling

Hin ráðuneytin komu ekki á óvart, Möllerinn hefði ekki getað farið í neitt annað ráðuneyti en samgöngumálin og bindum við Fjallabyggðabúar í Norðausturkjördæmi miklar vonir við hann. Smile

Jóhanna komin í gamalkunnugt ráðuneyti og rifjuð upp atvik í kringum það þegar hún sagði af sér og stofnaði Þjóðarflokkinn. Jóhanna ætlar að vera þægari núna en þá að hennar sögn enda var hún eina konan þá en nú eru þær fjórar. Hennar tími er sem sagt kominn.

Nú Össur er iðnaðarráðherra og ánægður með sig. Ferðamálin verða undir honum komin nú og er það víst það sem allir vilja byggja á nú um þessar mundir þannig að nú er lag - eða  hvað? Hann boðar í það minnsta sátt í málaflokkum sem undir hann heyra.

Björgvin sem viðskiptaráðherra - já sá hann alltaf fyrir mér sem menntamálaráðherra en það var víst ekki laust enda eina kona sjallanna í því embætti.

Nú er bara að bíða eftir stjórnarsáttmálanum í fyrramálið og hefjast svo handa í stjórnarandstöðunni við að rukka um efndir.

Þar standa Vinstri græn vaktina - það er nokkuð ljóst.

 


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar SjálfstæðisMANNA

Það er ekki ofsögum sagt að þetta eru RÁÐHERRAR ein kona - svei attan. Enda ekki margar konur sem leiddu lista þeirra og því nokkuð ljóst að niðurstaðan yrði þessi.

Guðlaugur Þór - frændi minn - er nýr heilbrigðisráðherra og vona ég að undir hans stjórn verði ekki allt meira og minna einkavætt og enn dýrara í þjónustunni. Ég átti reyndar von á því að Ásta Möller yrði heilbrigðisráðherra og er hún að sjálfsögðu spæld - en ekki hvað. Hún sagði líka að hlutföllin hefðu átt að vera jafnari. En ekki er hefð fyrir því að mótmæla skoðun formannsins eins og hún sagði.

Svo mörg voru þau orð.

 


mbl.is Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður dagur í dag

Átti góðan dag í dag. Byrjaði á því að gefa kirkjukórnum fiskisúpu í hádeginu og þegar ég kom heim kl. 14;30 þá var veður orðið svo gott að tíkurnar mínar skældu á göngu.0

Plataði Bjössa og Þurý með mér þannig að ég fékk aðstoð við að halda í þær og fórum við alla leið inn að "svaði" á Skeggjabrekkudal. Voru eina tvo tíma og ég verulega þreytt enda 10 tíma vakt í gær í Höllinni og skrokkurinn svolítið að kvarta. 0

Kíkti svo til mömmu sem var nokkuð hress í dag og renndi henni svo í kvöldmatinn áður en ég fór heim. Þá tók við að hlýða Jódísi Jönu yfir fyrir íslenskuprófið sem er í fyrramálið. Matarundirbúningur - grillað þar sem veðrið var enn nokkuð gott.

Síðari hluti kvöldsins hefur farið fram í sjónvarpssófanum og ekki vanþörf á að slaka sér svolítið niður. Við hjónin bæði búin að vinna alla helgina þar sem minn kæri var í þakinu á Höllinni og steypuvinna framundan fyrir framan innganginn. Allt að gerast. 0


Hvert er hlutverk Ágústs Ólafs?

Það er von að maður spyrji sig hvert hlutverk Ágústs Ólafs sé þegar Össur er tekinn með í stjórnarmyndurnarviðræður. Það dugar mér ekki að segja að Össur sé gamall hundur í pólitík en Ágúst "nýliði". Hann er ferskur og örugglega með aðrar hugmyndir en þeir sem hvað lengst eru búnir að vera.

Ekki það að þetta undirstrikar akkúrat kosningabaráttuna, Ágúst Ólafur lítið sýnilegur en Össur áberandi.


mbl.is Össur: Unnið að samræmingu þess helsta og besta úr stefnu flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er eitthvað að marka það sem sagt er fyrir kosningar?

Var á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn en þar kenndi ýmissa grasa. Upplýst var að Stefna ehf hefur tekið að sér að gera vefsíðu fyrir Fjallabyggð - þótt fyrr hefði verið, áætlað að hún verði klár í júní.

Nú auglýsa á eftir nýjum manni/konu í áhaldahúsið en þar hafa tveir látið af störfum vegna aldurs.

Umdeilt samkomulag vegna Aðalgötu 16 var samþykkt en spurningu minni um hvort lögfræðingur bæjarins hefði komið að málinu var ekki svarað.

Nú það sem mér fannst helst jákvætt við þennan fund var sú ákvörðun bæjarstjórnar að samþykkja að bjóða unglingum í vesturbænum uppá rútuferð í austurbæinn á sjómannadag. Sá dagur er mikill hátíðisdagur í Ólafsfirði og mikil almenn þátttaka bæjarbúa í skemmtidagskráinni og því við hæfi að reyna að fá hinn helming Fjallabyggðar til að vera með.

Töluvert var rætt um framhaldsskóla en þar fór Birkir Jón fremstur í flokki og byrjaði á því að biðja fólk að leggja til hliðar pólitískar væringar hvað þetta varðaði. Frá mínum bæjardyrum séð er ekki um pólitískan ágreining að ræða í þessu máli en hins vegar missti Birkir sig sem og sjálfstæðismenn hér í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar og blöðungar frá þeim bárust í hús degi fyrir kosningar þar sem það var fullyrt að framhaldsskóli opnaði hér í Ólafsfirði haustið 2009. Ég gat því ekki á mér setið eftir ræðu Birkis Jóns og sagði það sem ég tel því miður vera vont að slíkt skyldi hafa verið gert. Það þyrfti nefnilega stuðning Dalvíkurbyggðar til eins og við vissum en hvorki Birkir Jón né Sjálfstæðismenn nefndu það í blöðungnum sem þeir sendu inn. Ég veit fyrir víst að þetta ásamt því að pistill eða hvað við getum kallað það sem Þorgerður Katrín skrifaði á dag.net fyrir kosningar þar sem hún fullyrti slíkt hið saman fór ekki vel í Dalvíkingana. Það gleymdu nefnilega allir að minnast á að bæði sveitarfélögin þyrftu að koma sér saman annars rís ekki framhaldsskóli á svæðinu og þegar ég sé yfirlýsingu frá báðum sveitarfélögunum um staðsetningu hér í Ólafsfirði þá fyrst er ég örugg og tilbúin í framhaldsvinnuna sem slíkt krefst.

En líklega er ekkert að marka það sem Birkir Jón sagði fyrir þessar kosningar frekar en fyrir sveitarstjórnarkosningarnar en það voru hans orð eftir þær síðari að það væri svo margt sagt í kosingabaráttunni að það væri ekkert að marka.

Svo mörg voru þau orð.

Hitt stóra málið var hins vegar skipulag stjórnsýslu Fjallabyggðar. Það fannst mér illa undirbúið af hálfu meirihlutans og finnst kappið meira en forsjáin. Þetta er það stórt mál að vanda þarf til þess og ef ekki má kalla saman aukafund fyrir það þá veit ég ekki hvenær.

Ekki hef ég séð þarfagreiningu vegna þeirra starfa sem við eru að bætast en þar með er ég ekki að segja að þeirra sé ekki þörf vil bara sjá slíka greiningu sem og skilgreiningu á þeim störfum sem nú eru að breytast en hafa að hluta verið til. Engin starfslýsing er til á þeim einungis hvaða málaflokkar heyra undir viðkomandi. Meirihlutinn var ekki ákveðinn hver færi með mannaforráð og hver ekki og sá sem hafði með höndum að gera skipuritið hefur greinilega önnur sjónarmið en hluti meirihlutans eins og fram kom í "hringborðsumræðum" á bæjarstjórnarfundinum. En til þess var gripið vegna lélegs undirbúnings meirihlutans.

Heilmikið var rætt um skipulagsmál en á Siglufirði vill fjölskylda byggja sér sumarhús á svæði sem ekki er deiliskipulagt  (Jónstúnið - milli Hávegar og Hverfisgötu) inn í miðju grónu íbúðarhverfi. Íbúar eru ekki sátti - skil þá mjög vel og vilja að byggt verið á þeim lóðum sem lausar eru í þessu sama hverfi og um fullgilt íbúðarhús verði að ræða en ekki frístundahús til þess sé skipulögð frístundabyggð. Ég spurði formanninn hvort ég gæti óskað eftir að byggja á óskipulögðu svæði og fengið - miðað við áhuga á því að gera þetta. Það er ákveðin örvænting í því að rjúka til og deiliskipuleggja bara af því að einhver vill "loksins" byggja á Siglufirði.

Einnig eru deilur um deiliskipulag hesthúsahverfisins en þar vill formaður skipulags- og umhverfisnefndar hafa byggð báðu megin og taka þar með besta svæðið til að kenna t.d. krökkunum fyrir neðan veginn auk þess færa veginn til sem kostar mikla peninga.

Hugsa málin betur!!


Uppskeruhátíð

P5130015

Fór á uppskeruhátíð Vinstri grænna á Akureyri á miðvikudagskvöldið. Þar var margt um manninn og rífandi stemming. Hér að ofan er mynd af þessum frábæru frambjóðendum í 1. - 4. sæti í Norðaustur þeim: Steingrími, Þuríði, Birni Val og Dýrleifu Skjóldal.

Flestir að skrafa um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem þá voru uppi og sitt sýndist hverjum. Steingrímur og Þuríður fóru almennt yfir málin og sögðu sögur úr kosningabaráttunni. Nú á að fara að rífa húsnæðið okkar og byggja nýtt á þessu svæði. Við fáum þar inni en ekki er laust við að maður komi til með að sakna þess þótt hið nýja verði örugglega mjög skemmtilegt.

P5130012
 Eitt af mörgu skemmtilegu hjá okkur í VG er sú staðreynd að þau sem skipa 2. og 3. sætið í Norðaustur, Þuríður og Björn eiga bæði maka sem einnig heita Þuríður og Björn.

Ég er ekki spennt að fara í stjórn með sjöllunum enda hefur mér ekki fundist það gefast vel minni flokkum hingað til. Ekki það að eins og staðan er í dag er Samfylkingin greinilega tilbúin að slá meira af kröfum sínum til að fá embætti heldur en Vinstri græn myndu gera að ég tel. Ekki það að ekkert er í hendi enn svosem en ég hef litla trú á að þetta takist ekki enda spáði ég þessu stjórnarmynstri fyrir kosningar.


Er fólk kjánar?

Get ekki annað en verið vonsvikin yfir því að ekki skyldi hafa tekist að fella ríkisstjórn ójöfnuðar og einkavæðingar. Spyr mig að því hvort fólk er almennt kjánar þegar kemur að kosningum þ.e. þeir sem ekki hafa makað krókinn í tíð ríkisstjórnarinnar og kjósa Sjálfstæðisflokk og Framsókn af gömlum vana þrátt fyrir að lepja dauðann úr skel og kvarta við eldhúsborðið.

Ég er þó afskaplega glöð með árangur míns flokks - Vinstri grænna - enda klárlega sigurvegarar þessara kosninga. Þingflokkurinn nánast tvöfaldaðist og ekki dæmi um slíkt áður.

Mikið verður skrafað um þessi mál næstu daga og vangaveltur allra verða örugglega túlkaðar á marga vegu eins og hverjum hentar.


Kosningavíxlar?

Á Íslandi í dag var tekinn saman loforðalisti ráðherra síðasta misseri og má velta því fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að frumvarp Vinstri grænna nái fram að ganga eftir kosningar að ekki sé heimilt að ríða um héruð 90 daga fyrir kosningar og skrifa undir hvern samninginn á fætur öðrum og flestir án samþykkis Alþingis og ekki inni á fjárlögum.

1. Nýr samningur um starfsskilyrði sauðfjárræktar

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra undirrita samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar á Íslandi. Samningurinn til 6 ára og kostnaður amk. kr. 19.635.000.000,- vísitölutryggt (um 25 mia framreiknað).


Samningurinn á Word-formi (56 KB): Samningur um starfsskilyrði
sauðfjárræktar

http://www.landbunadarraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/814



11.1.2007

2. Samningur um kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra undirritar samning við
Háskóla Íslands upp á 3.000.000.000,- í lok samningstímabilsins, árið 2011.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3849


14.11.2006

3. Samkomulag um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen,
fjármálaráðherra undirrita samning til næstu fjögurra ára um eflingu
íslenskrar kvikmyndagerðar. Eykst úr 372 milljónum í 700 milljónir á ári
árið 2010. Viðbót samtals um 982 milljónir kr.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3784



3.1.2007

4. Menntamálaráðherra og Akureyrarbær undirrita þriggja ára samning um
menningarmál á Akureyri

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Kristján Þór
Júlíusson, þáverandi bæjarstjóri á Akureyri og núverandi 1. maður á lista
Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum undirrita þriggja ára samning um
menningarmál á Akureyri. Alls upp á kr. 360.000.000,- frá ríki fyrir
2007-2009.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3836



12.12.2006

5. Börn styðja börn

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra setur af stað sérstakt
þróunarverkefni í Úganda og Malaví. Kostnaður er kr. 110.000.000,- á ári,
verkefnið er til tveggja ára svo um er að ræða kr. 220.000.000,-

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3332



8.1.2007

6. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra undirritar þjónustusamning til
þriggja ára um málefni fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu. Rúmir 2,2 milljarðar
króna + 95 milljónir fyrir geðfatlaða.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3052


20.12.2006

7. Samningur um þjónustu við fatlaða á Norðurlandi vestra

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra gerir þjónustusamning til 6 ára milli
ráðuneytis síns og samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, í kjördæmi
ráðherrans upp á 1900 milljónir.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3027



28.12.2006

8. Samið um aukna þjónustu við Bláa lónið

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra semur við Bláa Lónið um þjónustu
við psoriasis- og exemsjúklinga, kr. 45.000.000,- á ári til 6 ára =
2.700.000.000 kr. + 25.000.000,- kr. styrks til rannsókna á ári eða
100.000.000,- kr. á fjórum árum.

http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2366


27.03.2007

9. Þróunarsjóður innflytjenda stofnaður

Magnús Stefánsson tilkynnir um stofnun Þróunarsjóðs innflytjenda á
íbúaþingi á Ísafirði, kjördæmi ráðherrans. Úr sjóðnum skal veita 10.000.000
kr. árlega auk þess sem ráðherra tilkynnti um að ráðist verði í sérstök
tilraunaverkefni í Bolungarvík og Fjarðarbyggð, kostnaður ekki tilgreindur.
Ef aðeins er miðað við næstu 4 ár er ráðherra að lofa hér 40.000.000,- auk
tilraunaverkefnisins.

http://felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3144



27.03.2007

10. Ferðasjóður íþrótta

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga í
samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra fól að fjalla um
ferðakostnað íþróttafélaga. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar felur í sér að
stefnt verði að því að framlag til sjóðsins verði 90 m.kr. á ársgrundvelli
og að því marki verði náð á þremur árum. Framlagið verði þannig 30 m.kr.
árið 2007, 60 m.kr. árið 2008 og 90 m.kr. árið 2009 og 2010 eða samtals
270.000.000 á næstu 4 árum.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4006


12.02.2007

11. Samgönguáætlun 2007-2018

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti samgönguáætlun 2007-2018 á
Ísafirði, kjördæmi ráðherrans, sama dag og henni var dreift á Alþingi.
Heildartekjur og framlög til samgönguáætlunar verða 381,4 milljarðar króna.

http://samgonguraduneyti.is/frettir/nr/1132


01.02.2007

12. Hert umferðareftirlit - átak til tveggja ára

Sturla Böðvarsson, samgöngumálaráðherra hefur ákveðið að umferðareftirlit
lögreglunnar verði stóraukið á næstunni með öflugri tækjabúnaði. 218
milljónum verður veitt í sjálfvirkt hraðaeftirlit á þjóðvegum næstu tvö
árin.

https://secure.fmv.is/MediaMonitoring/MediaLookup/ViewScriptPublic.aspx?script=399444


06.02.2007

13. Iðnaðarráðuneytið - 3ja ára samningur við Vistorku

Iðnaðarráðuneytið hefur gert samning við Vistorku um 225.000.000 kr. á
næstu þremur árum um stuðning sem tryggir samfellu í vetnisrannsóknum.

http://secure.fmv.is/MediaMonitoring/_output/attachments/6.2.2007
/401337_633063324261375542.pdf



23.03.2007

14. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - hækkun um 1.4 mia til næstu 2ja ára

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra
hafa undirritað viljayfirlýsingu um helmings hækkun framlaga í Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga, úr 700 í 1.400 milljónir á ári næstu tvö ár.

http://secure.fmv.is/MediaMonitoring/_output/attachments/23.3.2007
/424239_633102566534503332.pdf



27.03.2007

15. Vesturfarasetrið - 5 ára samningur

Vesturfarasetrið á Hofsósi fær tæplega 140 milljóna króna framlag úr
ríkissjóði næstu 5 árin samkvæmt samningi sem var undirritaður í dag.

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2573


22.03.2007

16. Samningur Utanríkisráðherra við Háskólann á Akureyri

Utanríkisráðherra hefur undirritað samstarfssamning við Háskólann á
Akureyri, í kjördæmi ráðherrans, um fjárhagslegan og faglegan stuðning við
meistaranám í heimskautarétti við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á
Akureyri. Samkvæmt samningnum mun utanríkisráðuneytið leggja fram samtals 18 milljónir króna á næstu þremur árum.

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3561


08.03.2007

17. Samningur við Utanríkisráðuneytisins við Landsnefnd UNIFEM

Samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og Landsnefndar UNIFEM gildir í
þrjú ár, frá 2007 til 2009 og hljóðar upp á 15.000.000 kr.

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3534


30.04.2007

18. Félagsmálaráðherra semur um búsetuúrræði fyrir fatlaða í Þingeyjasýslum

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og BergurElías Ágústsson sveitarstjóri
undirrituðu í dag þjónustusamning um málefni fatlaðra og samkomulag um ný búsetuúrræði og eflingu dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk í
Þingeyjarsýslum. Samningurinn er til þriggja ára og samningsfjárhæð er
liðlega 280 milljónir króna.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3289



30.04.2007

19. Félagsmálaráðherra semur um búsetuúrræði fyrir fatlaða á Austurlandi

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Soffía Lárusdóttir,
framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi (SAUST),
undirrituðu í dag samkomulag um verkefni til að fjölga búsetuúrræðum og
efla dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk á Austurlandi.
Samkomulagið er gert í samræmi við átak í þjónustu við geðfatlað fólk,
stefnu og framkvæmdaáætlun ráðuneytisins 2006-2010. Samkomulagið felur í sér að félagsmálaráðuneytið ver samtals 70,8 milljónum króna á árinu 2007 til þess að styðja verkefni gagnvart geðfötluðu fólki á Austurlandi.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3287



30.04.2007

20. Félagsmálaráðherra gerir samning um þjónustu við fatlaða á Hornafirði

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri
undirrituðu í morgun þjónustusamning milli félagsmálaráðuneytisins og
Sveitarfélagsins Hornafjarðar um þjónustu við fatlaða. Síðastliðin tíu ár
hefur slíkur samningur verið í gildi milli þessara aðila. Þessi nýi
samningur er að fjárhæð 26,7 milljónir króna og gildir til sex ára, allt
til ársins 2012.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3286




10.11.2006

21. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra - frumvarp um hækkun bóta til örorku- og ellilífeyrisþega.

Hækkun bóta til elli- og örorkulífeyrisþega kostar 27 milljarða króna fram
til ársins 2010, samkvæmtlagafrumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælti fyrir
í gær.

http://www.althingi.is/altext/133/s/0353.html


27.04.2007

22. Menningarsamningur menntamálaráðherra við Eyþing

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn
f.h. ríkisins en Björn Ingimarsson, formaður sveitarfélaganna í Eyþingi,
undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna. Framlög ríkisins til
samningsins verða 25 m.kr. á árinu 2007, 30 m.kr. árið 2008 og 31 m.kr .
árið 2009.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4054



07.04.2007

23. Menningarsamningur menntamálaráðherra við Hvalasafnið

Samningur til tveggja ára um fjárframlög að upphæð 20 milljónir á
samningstímanum.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4049



27.04.2007

24. Háskólinn á Akureyri fær 100 milljónir til að hefja framkvæmdir við IV
áfanga byggingarinnar á Sólborg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur tilkynnt að
ríkisstjórnin hafi ákveðið að verja 100 milljónum króna til að hefja
framkvæmdir við IV áfanga byggingarinnar á Sólborg á árinu 2007. Heildarkostnaður við byggingu IV áfanga ásamt lóðaframkvæmdum er áætlaður um 700 milljónir króna og stefnt er að því að verkinu verði lokið á þremur árum.

http://www.unak.is/?m=news&f=viewItem&id=90



01.02.2007

25. Samningur ríkisins um dreifingu Rúv um gervihnött

Báðum útvarpsrásum Ríkisútvarpsins og Sjónvarpinu verður endurvarpað um
gervihnött frá og með 1. apríl. Við það geta útsendingar Ríkisútvarpsins
náðst um allt land og miðin, sem og víða í útlöndum. Skrifað var undir
þríhliða samkomulag þessa efnis í dag milli Ríkisútvarpsins, Fjarskipasjóðs
og gervihnattafyrirtækisins Telenor. Áætlaður heildarkostnaður við
verkefnið er um 150 milljónir króna á næstu þremur árum og veitir
fjarskiptasjóður fé til þess í samræmi við markmið fjarskiptaáætlunar.

https://secure.fmv.is/MediaMonitoring/MediaLookup/ViewScriptPublic.aspx?script=399416


2.5.2007

26. Menningarsamningar við landshluta

Menningarsamningar undirritaðir - Sturla Böðvarsson kemur færandi hendi með samninga við Vestfirði og Norðurland vestra fyrir árin 2007, 2008 og 2009 samtals upp á 190 milljónir króna.

Menningarsamningar menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við
sveitarfélög á Vestfjörðum og sveitarfélög á Norðurlandi vestra voru
undirritaðir í gær.

http://www.samgonguraduneyti.is/frettir/nr/1199

Samningur við Listaháskólann.

Menningarsamningur við Suðurland var undirritaður 9. maí og við Suðurnes á næstu dögum.


Snúum við blaðinu

Fínn fundur hjá Vinstri grænum og rétt að minna fólk á að það verður ekki breyting á samfélaginu nema allir kjörbærir fari á kjörstað og kjósi EKKI ríkisstjórnarflokkana.

Við megum ekki láta auglýsingaskrum Framsóknar og undirritunargleði Sjálfstæðismanna glepja okkur á síðustu metrum ríkisstjórnarsetu þeirra.


mbl.is VG hvetur Íslendinga til að snúa við blaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband