Bæjarstjórnarfundur

Það var bæjarstjórnarfundur á Sigló í gær og var byggðakvótinn helsta umræðuefnið. Minnihlutinn ekki sáttur við vinnubrögð meirihlutans um hvernig honum skuli úthlutað. Ráðuneytið er með málið til umfjöllunar.

Formaður fræðslunefndar upplýsti að skólamáltíðir yrðu boðnar í grunnskólum Fjallabyggðar eftir áramótin þar sem ekki væri gert ráð fyrir þeim á þessu fjárhagsári. Gott mál að þetta skuli verða þó ég hefði alveg viljað sjá þetta eins og margt annað vera vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

Nú svo vantaði reglugerð með fræðslunefndarfundargerðinni auk þess sem ég get ekki fellt mig við það að skerða eigi vistunarmöguleika með því að ekki sé hægt að setja barn á leikskólann eftir hádegi heldur þarf vistun alltaf að byrja fyrir hádegi. Þetta er keypt þjónusta og spurning fyrir hvern hún er.

Nú ég var kjörin í bæjarráð í stað Villu og þýðir það enn frekari fundarhöld og enn meiri ábyrgð. Hlakka til að takast á við það verkefni.

http://www.olafsfjordur.is/fundir/fundir.asp?fundur=34&id=1023

Stutt í næsta bæjarstjórnarfund þar sem ársreikningar Fjallabyggðar verða lagðir fram og ræddir með vonandi viku millibili. Það verður fróðlegur lestur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bjarkey.

Er stefnan að hafa máltíðir í skólum Fjallabyggðar endurgjaldslausar, er það þess vegna sem ekki er hægt að bjóða þær fyrr ?

Já það er nú skondið að ef maður kaupir þjónustu af sveitarfélagi að það geti ráðið hvenær hún er keypt. Hlýtur að henta fólki sem vinnur seinnipart dagsins afar illa.

Gangi þér vel í nýju embætti. Kveðja Helga Dögg

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Sæl Helga

Stefnan fyrir kosningar og eftir er ekki endilega sú sama eins og gengur. Það kom ekki fram í máli formanns fræðslunefndar hvort um væri að ræða gjaldfrjálsar máltíðir eða ekki - á síður von á því.  Á reyndar eftir að sjá þetta verða að veruleika. Töluverð eftirspurn hefur verið hér í Ólafsfirði en síður á Siglufirði skilst mér.

Takk fyrir góðar óskir.

kv. Bjarkey

Bjarkey Gunnarsdóttir, 14.6.2007 kl. 14:18

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Heil og sæl Bjarkey

Gagnlegt að fá svona yfirlit ætti að taka slíkt hið sama upp hjá mér.

Hvernig er annars staðan á 100% plássunum? Er mikið óskað eftir plássum hálfan daginn og þá eftir hádegi?

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.6.2007 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband