Kærkominn frídagur

Kærkominn frídagur hjá mér í dag eftir strembna helgi. Var að vinna síðustu tvær nætur og var mikið fjör sérstaklega í nótt. 0 Maður er orðinn allt of gamall í þetta svei mér þá. 0 Dögginni var ekki fyrir að fara í  mínum garði eða "fjallshlíðinni hér í bakgarðinum" hjá mér þegar ég kom heim undir morgun og því varð ekkert úr nöktum veltingi. Göngutúr í náttúrunni með hundana mína verður hin andlega hreinsun - eins og oft áður.

Eve fer í dag til Akureyrar og styttist óðum í heimferð til hennar Ameríku. Hún fer af landi brott 8. júlí og munum við sakna hennar mikið. 0 Hún var svo heppin að sjá hér fallega sólarupprás aðfararnótt laugardags en Helgi fór með hana út í Múla eftir að ég var búin á barvaktinni. Hún eins og aðrir útlendingar er alveg heilluð af birtunni sem hér ríkir allan sólahringinn og vill helst ekki sofa þegar næturkyrrðin er svo mikil eins og verið hefur undanfarið.

Á planinu í dag er að kíkja aðeins í garðinn og slæpast svolítið - nenni hreinlega ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband