Langþráð frí
8.8.2008 | 23:33
Já nú er mín komin í langþráð sumarfrí. Verslunarmannahelgin var fín hjá okkur í Höllinni og því gott að fara í frí eftir góða törn. Við höfum verið að fínisera svolítið í Tröllakoti, ég tók til verkfæri og dót í "búrinu" málaði það í gærkveldi og gekk svo frá líninu í dag. Það á sem sagt að hýsa rúmföt og annað það sem ég nota við frágang á húsinu.
Helgi, Jói og Rikki steyptu pall sunnan við hús og Pétur múrari kom og tók til hendinni með þeim. Grindur verða svo settar svona til skjóls en lágar til að spilla ekki útsýninu. Þá eru framkvæmdir sumarsins að taka enda en við girðum líklega ekki fyrr en næsta vor þannig að lambasteikin verði örlítið lengra frá grillinu en nú.
En á morgun ætlum við að grilla í Tröllakoti ásamt Jóa og Hildi sem hafa staðið með okkur í framkvæmdunum og jafnvel prufa að gista.
Á mánudaginn er svo ætlunin að halda í Borgarfjörðinn og gista þar fram til föstudags en hvað verður þá er ekki gott að segja. Á mánudaginn 18. ágúst hefst svo vinna mín í skólanum og verkefni vetrarins hellast yfir.
Í bili.......
Jákvætt hugarfar
2.8.2008 | 18:00
er nauðsynlegt og er Magga Blöndal þekkt fyrir að vera hláturmild kona og svei mér ef það tikkar ekki með hátíðinni á Akureyri núna. Frábær hjörtun á umferðarljósunum og vona ég að nóttin í nótt verði jafn friðsamleg og í nótt er leið.
Maggi mágur er náttúrulega frábær og ekki að spyrja að stemmingunni á Sigló. Þar er bragurinn alltaf heimilislegur enda þekkja flestir flesta eins og stundum er sagt þrátt fyrir töluverðan mannfjölda.
Geri ráð fyrir að þeim megin í Fjallabyggð sé sól eins og í Ólafsfirði.
Brosin eru óteljandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þannig sagði Þórbergur Þórðarson í Sálminum um blómið.
Finnst þetta eiga við þessa dagana þegar veðrið gælir við landsmenn dag eftir dag. Þessi helgi ætlar virðist ætla að vera góð um mest allt land og er það vel því fátt er leiðinlegra en skítakuldi á útihátíð.
En ég er úti í garðinum mínum á milli vinnulota þessa helgina, aðallega að horfa á minn kæra laga til í garðinum sem hann taldi vera orðinn of sjálfbæran eða sjálfstæðan fyrir hans smekk. Þannig að nú hefur verið klippt, slegið og rakað svona til að sjá hvað í garðinum er og merkilegt nokk það er ljóst að fækka þarf gróðri og/eða færa til með haustinu.
Við fórum og náðum í Klöru Mist á flugvöllinn á fimmtudaginn en þá kom hún heim úr 5 vikna dvöl í Brasilíu þar sem hún dvaldi hjá fjölskyldunni sinni í sumarfríi. Mikið var nú gott að fá hana heim og sýndist mér ferfætlingarnir fagna henni ógurlega - af hverju skildi það nú vera?
Jódís Jana er á Ástjörn og verður fram til næsta miðvikudags. Hún er líka búin að dvelja á Hólavatni í sumar og nýtur þess í botn.
Hef aðeins setið við tölvuna núna til að vita hvort ég finn sumarbústað til leigu fyrir okkur í næstu eða þar næstu viku. Þið sem lesið - ef þið vitið um eitthvað til leigu þá endilega látið mig vita.
Jæja best að gera sig klára á vaktina sem verður fram til kl. 02 í nótt.
Í bili.....
Góður göngutúr
27.7.2008 | 14:24
Fórum fjölskyldan í ljómandi góðan göngutúr fram að ármótum en það er leiðin sem farin er þegar farið er Fossabrekkur og Rauðskörð yfir í Héðinsfjörð.
Tíkurnar léku á alls oddi enda frábært veður og skemmtileg gönguleið fyrir menn og hunda.
Tókum einungis með okkur vídeóvélina, því miður, og því engar myndir á netið úr þessari ferð.
En nú á að baka vöfflur og halda áfram að njóta veðurblíðunnar á pallinum fram að vinnu.
Í bili......
Hvað er að gerast í Fjallabyggð?
25.7.2008 | 15:06
Mikið er skrafað á götum bæjarins og líkast til víða annars staðar um málefni sveitarfélagsins. Flestum sem ég heyri í þykir lítið um framkvæmdir a.m.k. Ólafsfjarðarmegin. Þetta hefur borist bæjarstjóra til eyrna og sá hann ástæðu til að skrifa bréf á heimasíðu sveitarfélagsins til að árétta hver verkefnastaða sveitarfélagsins væri. Ég hvet ykkur til að lesa yfir bréfið það er ekki langt og sýnir að flest af því sem á að gera í Ólafsfirði gerist síðar á árinu ef frá er talinn leikskólinn, bæjarskrifstofurnar og nú vonandi verður skólamötuneytið tilbúið á réttum tíma. Það þótti hins vegar forgangsmál að laga veginn fram að Auðnum sem kostaði 1.500.000 en ekki mátti eyða 400.000 í að laga innkomuna í bæinn sem Árni Helga bauðst til að gera áður en hann fór með tækin, sem hann notaði í Mararbyggðinni, úr bænum. Nú er talið að þessi framkvæmd kosti mun meira líklega 1.200.000 eins og kom fram í máli formanns skipulags- og umhverfisnefndar á bæjarstjórnarfundi í júní. Hraðahindranir voru samþykktar 2006 og er enn ekki farið að bóla á þeim, planið við kirkjuna var tekið út sumarið eftir kosningar og er enn í hönnun. Þegar ég spurði á bæjarstjórnarfundinum nú í júlí hvort fólk væri ekki sammála því að hinir kjörnu fulltrúar bæru ábyrgð á því að það sem samþykkt væri í bæjarstjórn væri unnið, og þá að sjálfsögðu meirihlutafulltrúarnir sem hafa valdið, þá tók fólk undir það. En fólki finnst verkefnin mörg og mikið álag.
Það vantar skilvirkni sem lýsir sér best í því að formaður skipulags- og umhverfisnefndar kvartar sáran yfir því að nefndin fái ekki að ráðstafa þeim peningum sem á fjárhagsáætlun er heldur þurfi að bera alla hluti undir bæjarráð og helst bæjarstjórn. Nei það borgar sig ekki að veita nefndum völd það gæti reynst árangursríkara. Ég er hins vegar mjög reið yfir því að meirihlutinn vill ekki malbika göngustíginn fyrir ofan fótboltavöllinn heldur bera ofan í hann einhverja möl. Ég spyr bara er dvalarheimilisfólk á Hornbrekku afgangsstærð? Fólk sem þarf að nota göngugrind eða hjólastól getur ekki nýtt sér stíg sem er með möl. Brekkan að dvalarheimilinu er erfið og ef fólk ætlar að ganga eða fara með hjólastól er það verulegur þröskuldur á þeirra leið og nánast ómögulegt. Enda kemur þú beint niður á veg þar sem þjóðvegsumferðin fer í gegn. Það á að setja þarna malbik og laga þannig að dvalarheimilisfólk og gestir sem vilja ganga fram eftir geti gert það án þess að vera í þjóðvegsumferð og fara erfiða brekku. Í bili... |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Harriet
21.7.2008 | 09:25
Hún Harriet hefur svo sem aldrei verið hrifin af mönnum í einkennisbúningum enda fór svo þegar þeir heimsóttu hana um daginn að hún gaf þeim langt nef. Hún uppskar ljótan límmiða framan á sig sem innihélt í grófum dráttum það að hún liti nú ekki nógu vel út þessi elska.
Við Harriet fórum þá til strákanna á Múlatindi, sem eru olíusmurðir alvöru karlmenn, og fengum þá til aðstoðar við að hressa upp á sjálfsmyndina. Það gekk ljómandi vel fyrir sig og nú eru allir liðið vel smurðir og allt eins og það á að vera. Þeir áttu líka mun fallegri límmiða sem sómir sér vel á Harriet.
Í bili.........
Stuðlaættin
18.7.2008 | 10:54
Við Jódís Jana fórum til Akureyrar á miðvikudaginn og áttum þar ágætis dag við að gera eiginlega ekki neitt nema drekka kakó og hafa það huggulegt með Þurý og Björgvin Mána. Að vísu var ég að uppfæra símann minn og er komin með svaka tæki í hendurnar sem tók töluverðan tíma hjá þeim símamönnum að virkja og ekki fór betur en svo að símaskráin mín fór ekki yfir í þann nýja og þarf ég að finna leið til þess enda nenni ég ekki að skrá alla aftur. En framundan er ættarmót Stuðlamanna og kvenna sem haldið verður að Breiðumýri í Reykjadal. Við hjónin ætlum að reyna að leggja af stað seinnipartinn í dag og höfum fengið forláta fellihýsi að láni þar sem við gistum ásamt Davíð og Jódísi Jönu. Nú til þess að hægt sé að fara í útilegu þá þarf að baka sagði minn kæri. Ekki læt ég skora á mig oft og rifjaði því upp gamla takta í gær og bakaði vínarbrauð, snúða og skúffuköku að beiði sælkerans. Nú er bara að koma því fyrir í þar til gerðum nestisboxum þannig að allt fari ekki í klessu. Hangikjöt og grillkjöt komið á sinn stað og hitt á leiðinni. Hlakka mikið til að sjá ættmenni mín en ég þekki afskaplega fá að ég held. En hver veit kannski uppgötva ég það að já þessi er frændi eða frænka - mikið fjör og ættarbókin verður höfð meðferðis til að tengja þetta nú allt saman. Í bili....... |
Er ég gömul?
14.7.2008 | 10:12
Ja í hugum þeirra sem eru á grunnskólaaldri er ég líkast til fjörgömul. Man þegar ég var sjálf á þeim aldri þá fannst mér fólk um þrítugt nánast vera á grafarbakkanum og á ég einn tug+ við þann aldur.
Velti þessu fyrir mér eftir helgina enda mikið að gera og ekki laust við að skrokkurinn segi hvað er eiginlega í gangi. Við hjónin tókum 13 tíma vakt á laugardaginn og lákum eiginlega ofan í pottinn þegar við komum heim og ekki laust við að það væri erfiðleikum háð að komast upp úr honum aftur.
Annars var Nikulásarhelgin svipuð og oft áður, frekar kalt og sólarlítið. Held þó að ekki hafi verið eins kalt og í fyrra en öllu blautara samt.
Nú er ég á leið í vinnu aftur og síðan er ættarmót um helgina hjá Stuðla ættinni sem ég hlakka mikið til að fara á. Held að ættin hafi ekki komið saman nema þrisvar og nú eru um 200 manns búnir að skrá sig og því verður væntanlega mikið fjör.
Mér sýnist Mistin mín hafa það gott í Brasilíu og þá leiðir hugurinn líka til Maine enda verður Eve mín 18 ára á morgun.
Í bili.....
Nú er fjör
12.7.2008 | 00:09
Það er búið að vera mikið fjör á mínu heimili. Við hjónin höfum verið á fullu að klára Tröllakot ásamt tengdó og líka mikið að gera í Höllinni, erlendir ferðamenn og hópar hér í bænum að borða og skemmta sér. Nýjar myndir eru af slotinu, sem Guðný Olgu tók, sem nú er nánast fullbúið. Endilega látið alla vita um gistimöguleikann, þið sem lesið bloggið mitt, því ekki veitir af að hafa eitthvað upp í kostnaðinn. Bæjarstjórnin kom og kíkti á slotið eftir bæjarstjórnarfundinn á þriðjudagskvöldið og leyst ljómandi vel á heyrðist mér. Ég renndi á Akureyri í dag að ná í Jódísi Jönu sem var á Hólavatni þessa vikuna. Um leið keypti ég myrkvunargluggatjöld í Tröllakot sem minn kæri á eftir að setja upp. Nú hann fór að heyja í kvöld eins og sannur bóndi en þar sem hann er ekki með orf og ljá lét hann rafmagnsorf duga og gekk ágætlega. Nikulásarmótið er að hefjast og íbúafjöldinn hér þrefaldast um helgina. Við erum búin að gera okkur klár í Höllinni til að taka á móti fólki og vonum auðvitað að bisnessinn verði góður. Í bili..... |
Fyrstu gestirnir og síðustu skrefin
4.7.2008 | 22:42
| ||