Stuðlaættin

Við Jódís Jana fórum til Akureyrar á miðvikudaginn og áttum þar ágætis dag við að gera eiginlega ekki neitt nema drekka kakó og hafa það huggulegt með Þurý og Björgvin Mána.

Að vísu var ég að uppfæra símann minn og er komin með svaka tæki í hendurnar sem tók töluverðan tíma hjá þeim símamönnum að virkja og ekki fór betur en svo að símaskráin mín fór ekki yfir í þann nýja og þarf ég að finna leið til þess enda nenni ég ekki að skrá alla aftur.

En framundan er ættarmót Stuðlamanna og kvenna sem haldið verður að Breiðumýri í Reykjadal. Við hjónin ætlum að reyna að leggja af stað seinnipartinn í dag og höfum fengið forláta fellihýsi að láni þar sem við gistum ásamt Davíð og Jódísi Jönu.

Nú til þess að hægt sé að fara í útilegu þá þarf að baka sagði minn kæri. Ekki læt ég skora á mig oft og rifjaði því upp gamla takta í gær og bakaði vínarbrauð, snúða og skúffuköku að beiði sælkerans. Nú er bara að koma því fyrir í þar til gerðum nestisboxum þannig að allt fari ekki í klessu. Hangikjöt og grillkjöt komið á sinn stað og hitt á leiðinni.

Hlakka mikið til að sjá ættmenni mín en ég þekki afskaplega fá að ég held. En hver veit kannski uppgötva ég það að já þessi er frændi eða frænka - mikið fjör og ættarbókin verður höfð meðferðis til að tengja þetta nú allt saman.

Í bili.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband