Harriet

Hún Harriet hefur svo sem aldrei verið hrifin af mönnum í einkennisbúningum enda fór svo þegar þeir heimsóttu hana um daginn að hún gaf þeim langt nef. Hún uppskar ljótan límmiða framan á sig sem innihélt í grófum dráttum það að hún liti nú ekki nógu vel út þessi elska.

Við Harriet fórum þá til strákanna á Múlatindi, sem eru olíusmurðir alvöru karlmenn, og fengum þá til aðstoðar við að hressa upp á sjálfsmyndina. Það gekk ljómandi vel fyrir sig og nú eru allir liðið vel smurðir og allt eins og það á að vera. Þeir áttu líka mun fallegri límmiða sem sómir sér vel á Harriet.

Í bili.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketilás

Svo er bara að mæta á Ketilásinn mín kæra þann 26. júlí n.k.....í fylgd með fullorðnum því varla er þú orðin 45?

;-) Ippa eða Vilborg Traustadóttir :-)

Ketilás, 21.7.2008 kl. 18:37

2 identicon

Já Ippa ég myndi gjarnan vilja koma en er að vinna á mínum veitingastað yfir helgina. Enda svo ung ennþá og spúsi minn líka svo við þyrftum klárlega "fylgd með fullorðnum." En góða skemmtun.

kv. Bjarkey

Bjarkey (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:20

3 identicon

SAY WHAT !!!

Hún Harriet átti ekkert ad fara í skodun núna... og hvada menn í einkennisbúningi sogdu ad hún liti ekki nógu vel út ??? ég bara trúi ekki ad teir hafi verid svona dónalegir.. heheh

 en í alvoru.. nú kem ég alveg af fjollum.. held ad vid aettum ad raeda adeins saman á msn... hef ekki heyrt í tér lengi ..

Klara Mist (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband