Frábærir tónleikar

Það er ekki ofsögum sagt að tónleikarnir voru frábærir. Hver snillingurinn af öðrum steig á svið og flutti þessi frábæru lög Villa af mikilli innlifun.

Á milli atriða voru vinir, samstarfsfélagar og fleiri sem sögðu frá ýmsu sem varðaði Villa og ferilinn sem var mjög skemmtilegt.

Jónsi fór alveg á kostum þegar hann söng Lítill drengur og í seinni hlutanum var Laddi alveg magnaður í laginu Einshljóðfærissinfóníuhljómsveitin ásamt Eyva, grínið að sjálfsögðu með.

Í kvöld á svo að fara gott út að borða og hafa kósý kvöld í borginni.

Í bili....


mbl.is Mikil ánægja með minningartónleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Möller

Verð að segja að þetta átti aldrei að vera neitt spursmál. Það hefur verið ljóst um langan tíma að sveitarfélögin hafa ekki úr nægu fé að spila vegna margra hluta m.a. laga og reglugerða sem ríkið hefur sett og er mjög íþyngjandi fyrir sveitarfélög svo ekki sé nú minnst á blessaða yfirfærslu skólanna.

En þetta var eitt af því sem sambandið fór fram á við ríkið og gott að það er orðið ljóst.

Í bili...


mbl.is Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fær aukaframlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálf nakin ........

Við hjónin vorum í skógarhöggi um síðustu helgi þar sem runnarnir við götuna voru látnir fjúka. Mikil viðbrigði þar sem þeir voru orðnir á þriðja meter og skýldu því algerlega lóðinni.

Ég sagði við nágrannanna að mér finndist eiginlega eins og ég væri á brókinni þegar þetta skjól væri farið. Þau undraði það ekki.

Annars fór ég til Akureyrar eftir hádegi í dag og heimsótti vinkonu mína og fór síðan í bíó. Ég sá Sveitabrúðkaup sem slapp alveg - bestur húmorinn í ömmu gömlu. Helgi og stelpurnar fóru á ævintýramyndina með Anitu Briem og fannst hún mjög góð.

Er búin að lesa heil ósköp um hugsmíðahyggju og náms- og starfsráðgjöf þannig að nú þarf bara að koma því frá sér á blað. Strembin vika framundan og því eins gott að tímasetja verkefnin þannig að ekki þurfi að bjarga sér fyrir horn með misgóðum afleiðingum.

Reyni að setja inn myndir á morgun.

Í bili.....

 


Pólitík og persónulegt

Allt of langt síðan ég hef bloggað og er það líklegast miklum önnum um að kenna. Það er í mörg horn að líta þess fyrstu haustdaga eins og oft áður og tíminn fljótur að fljúga frá manni.

Ætla þó að byrja á því að óska félaga mínum og vini Birni Val til hamingju með daginn.

Mikið um fundi og annað þar sem nærveru bæjarfulltrúa er óskað. Í gær hefði ég þurft að vera á þrem stöðum en þá er það auðvitað að velja geti maður það hreinlega eða láta viðveruboðin gilda þ.e. hvernær maður var boðaður.

Baldur Ævar kom heim í gær og átti að taka vel á móti honum sem ég efa ekki að hefur verið gert. Frábær íþróttamaður þar á ferð.

Nú þing SSNV var haldið á Sigló og þessa mynd sem hér er fékk ég "lánaða" hjá honum Steingrími á http://sksiglo.is

Félagar mínir í bæjarpólitíkinni eru í fínum félagsskap á þessari mynd með Jóni Bjarna, þingmanni VG, þeir Egill og Hermann enda brosandi og sælir að sjá. Skyldi engan undra Jón er mikill gleði og sagnamaður.

2008-09-19_17-22-07_053.jpg

Nú svo var flokkstjórnarfundur hjá VG og flaug ég suður og heim aftur í gær. Ekkert að flugi þrátt fyrir stífan vind. Fundurinn var mjög skemmtilegur enda rædd pólitík út í eitt.

Nú framundan í dag ætti að vera lestur hjá mér vegna verkefnis sem skila á í næstu viku en eitthvað gengur mér illa að koma mér að verki. Finn að ég er orðin "námsþreytt" en þarf að hysja upp um mig og klára þetta.

Ég þarf að fara eftir því sem ég bendi nemendum mínum á að gera, setja sér skammtímamarkmið og plön fyrir það sem gera þarf í hverri viku.

Töluverðar breytingar eiga sér stað í Höllinni þar sem græja þarf eldhúsið fyrir eldun t.d. á skólamáltíðum og heitum mat í hádeginu sem byrjaði í þessari viku og hefur verið mjög vel sótt.

Heimasíða fyrir Höllina og Tröllakot fer í loftið eftir helgi sem vonandi nýtist þeim sem þjónustuna nota.

Í bili........


Frábær árangur hjá Baldri Ævari

mynd

Flottur árangur hjá Baldri Ævari. Hann hefur verið mjög duglegur við íþrótt sína og æft af kappi fyrir ólympíuleikana sem hann nú tekur þátt í.

Hann varð sjöundi af þrettán keppendum og stökk 5,42 m. Til hamingju með það.


mbl.is Sjöunda sætið hjá Baldri Ævari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólamáltíðir og sitthvað fleira

Í gær rættist langþráður draumur minn og margra annarra þegar heitar máltíðir voru loks í boði í grunnskólanum. Mikill handagangur var í öskjunni og gríðarlega góð aðsókn í matinn. 118 af 125 nemendur eru skráðir í september. Vona svo sannarlega að það haldist því nemendur eru virkilega ánægðir þessa tvo daga sem búnir eru.

Góður morgunmatur, gott nesti og góður hádegismatur skiptir krakka öllu máli. Þau eru í vinnu frá morgni og fram eftir degi og þá tekur við hinn frjálsi leikur sem mikla orku þarf í.

Annars er flensuskítur að reyna að ná á mér tökum en ég reyni að spyrna við eins og mögulegt er.W00t

Er á leið á bæjarstjórnarfund á Siglufjörð á eftir og að vanda tjái ég mig líklega um nokkur málefni er varða bæði framkvæmdir og skólamál svo eitthvað sé tiltekið. Finnst hægt ganga í mörgum málum og tel það vera stjórnunaratriði eða stjórnleysi sem þar skiptir höfuðmáli.

Fór á fund hjá Jóni Eggerti um framhaldsskólann í síðustu viku, fyrst í hádeginu með bæjarfulltrúum og síðar um daginn með "fáum" bæjarbúum. Leiðinlegt að fólk skuli ekki koma og hlusta og þá ekki síður að pumpa Jón Eggert um stöðu mála. Of margir sem röfla við eldhúsborðið eða annars staðar en ekki þar sem þeir geta gengið á þá sem að málinu koma. Skilst að betri aðsókn hafi verið á Sigló en ætla að tjá mig frekar um þetta mál þegar ég hef setið fund á Dalvík sem verður 15. sept.

Í bili.......

 


Haustið að koma - skóli og vinna

Það þýðir að ég er að byrja í skólanum. Einhverjir hugsa eflaust er þessi kona í eilífðarnámi. Nei ekki er það nú svo ég er að reka endahnútinn á þetta. Nú er komið að meistaragráðunni og svo er ég hætt. GetLost Ef maður hættir einhverntímann. Reyndar tel ég að maður hætti aldrei að mennta sig en langskólanám er eitt og símenntun annað að mínu viti. Ég á eflaust eftir að fara í eitthvert símenntunarnám í framtíðinni - enda fylgir það starfinu.

En að öðru. Ég fór á flokkráðsfund VG í Reykholti á föstudaginn, átti flug en fór með bíl vegna veðurs sem var ágætt þar sem mikið var rætt um pólitík á leiðinni -  bara gaman.

Mikil stemming var á fundinum og þegar gert var hlé bauð Árni Þór okkur í sumarbústað fjölskyldunnar og síðan var borðað á hótel Reykholti. Ekki get ég lofað matinn en í boði var ágæt súpa en gjörsamlega bragðlaus steinbítur. Margir kvörtuðu vegna þess. En fundi var fram haldið til kl. 00:30 og þá settist fólk og spjallaði um pólitík og daginn og veginn. Mikið gaman - mikið grín.

Á laugardagsmorgun voru svo vinnuhópar að störfum og var ég í sveitarstjóranarhópi sem var alveg frábært. Hefðum þurft a.m.k 3 tíma í viðbót svo mikið lá á fólki. En við ætlum að hittast fljótlega aftur til að ræða komandi kosningar. Já það eru sveitarstjórnarkosningar eftir rúmt ár takk fyrir.W00t

Annars er ég búin að gera víðreist - eða þannig. Fór til Helgu og pabba - þaðan til Dísu frænku - afskaplega gott að njóta samveru með fjölskyldunni. Í morgun fór ég svo í brunch til Örnu og Kidda en þar er ævinlega ljúft að koma. Hitti svo Davíð minn og hans vinkonu í kvöld og borðaði með þeim. Finnst ég hafa gert helling.

En á morgun er ætlunin að fara í leiðangur vegna Hallarinnar og svo er skóli.

Sef svo í rúminu mínu annað kvöld hjá mínum kæra - ekki seinna vænna en að rifja upp brúðkaupsnóttina sem var þann 31.08 fyrir 11 árum.

Í bili...


Enginn getur breytt sér, allir geta bætt sig

Það er líklega margt til í þessu sandkorni. Nú þegar ég er á fullu að undirbúa kennsluna og nýja starfið mitt sem náms- og starfsráðgjafi þá er vert að hafa í huga að maður getur alltaf gert betur í því sem maður er að fást við. Ég alla vega ætla að reyna eins og maður segir við krakkana - gera sitt besta.Wink

Annars er ævinlega fjöldamargt að gerast í kringum mig alla daga. Helgi minn er alveg á fullu að mála Tröllakot að utan og verður líklega búinn að fá nóg þegar hann lýkur sínu "sumarfríi".

Mamma er búin að vera frekar lasin og hefur þurft á þjónustu FSA að halda en er nú komin á Hornbrekku aftur og vonandi á uppleið.

Nú svo er undirbúningur skólamáltíðanna á fullu, gera þarf matseðla, koma þeim á netið og útbúa reglur í tengslum við hann. Addý sér svo um að elda hann ásamt Öldu. Við eigum líka fullt af nýjum tækjum sem koma þarf í eldhúsið og tengja - ekki seinna vænna.Blush

Annars er veður milt hér í firðinum og síðustu dagar sumarsins hafa verið góðir. Þessi stilla sem er svo eftirsóknarverð. Vona að haustið verði líka gott. Mikið er af berjum og segja sumir að allt sé blátt.

Í tengslum við það þá fór ég ásamt mínum kæra á lokakvöld Berjadaga og þótti það svolítið sérstakt að þessu sinni. Hefði viljað vera klónuð á föstudagskvöldinu þegar árstíðirnar eftir Vivaldi voru á dagskrá en þá var ég í Borgarfirðinum.

Í bili.......


Enginn getur breytt sér, allir geta bætt sig

Það er líklega margt til í þessu sandkorni. Nú þegar ég er á fullu að undirbúa kennsluna og nýja starfið mitt sem náms- og starfsráðgjafi þá er vert að hafa í huga að maður getur alltaf gert betur í því sem maður er að fást við. Ég alla vega ætla að reyna eins og maður segir við krakkana - gera sitt besta.Wink

Annars er ævinlega fjöldamargt að gerast í kringum mig alla daga. Helgi minn er alveg á fullu að mála Tröllakot að utan og verður líklega búinn að fá nóg þegar hann lýkur sínu "sumarfríi".

Mamma er búin að vera frekar lasin og hefur þurft á þjónustu FSA að halda en er nú komin á Hornbrekku aftur og vonandi á uppleið.

Nú svo er undirbúningur skólamáltíðanna á fullu, gera þarf matseðla, koma þeim á netið og útbúa reglur í tengslum við hann. Addý sér svo um að elda hann ásamt Öldu. Við eigum líka fullt af nýjum tækjum sem koma þarf í eldhúsið og tengja - ekki seinna vænna.Blush

Annars er veður milt hér í firðinum og síðustu dagar sumarsins hafa verið góðir. Þessi stilla sem er svo eftirsóknarverð. Vona að haustið verði líka gott. Mikið er af berjum og segja sumir að allt sé blátt.

Í tengslum við það þá fór ég ásamt mínum kæra á lokakvöld Berjadaga og þótti það svolítið sérstakt að þessu sinni. Hefði viljað vera klónuð á föstudagskvöldinu þegar árstíðirnar eftir Vivaldi voru á dagskrá en þá var ég í Borgarfirðinum.

Í bili.......


Fínir sumarfrísdagar liðnir

Eins og ég sagði hér áður þá fórum við i Borgarfjörðinn, leigðum sumarbústað 8 km. frá Borganesi sem var ljómandi góður. Við fórum að sjálfsögðu að skoða eitt og annað en byrjuðum á því að rjúka í borgina þar sem erindum þurfti að sinna vegna Hallarinnar. Skruppum svo uppá Skaga og hittum Magga Brands í heimleiðinni.

Á miðvikudaginn fórum við síðan á rúntinn í Skorradal og í Fossatún með tengdó sem gistu hjá okkur í tvær nætur. Enduðum í borginni og fengum okkur gott að borða á Hereford eftir að hafa rölt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með Jódísi Jönu.

Í gær ætluðum við í heimsókn á Fellsenda en húsfreyjan þar var ekki heima þannig að við fórum í kaffi í Borgarnes á Vinakaffi sem var ljómandi fínt og héldum síðan upp að Hreðavatni og þaðan í Jafnaskarðsskóg þar sem listamenn voru að sína verk sín. Þau vöktu sum hver hlátur hjá mér en það er þetta með skilgreininguna á list.

Að því loknu fórum við til Guðrúnar Pálínu og Boga sem voru komin í bústað í Borgarnesi. Drifum liðið allt í mat á Hraunsnefi sem var alveg frábær. Þar er hægt að fá allt frá hamborgurum til stórsteika. Skora á ykkur að stoppa þarna á leið suður nú eða ef þið eruð í Borgarfirðinum og fá ykkur að borða. Ekki nema tíu mínútur frá Munaðarnesi.Kissing

Síðan var heimferðin í dag frekar skrautleg svo ekki sé meira sagt. Við keyðum sem leið ná norður en þegar við vorum við Bjarnagil sprakk á bifreiðinni og ekki nóg með það heldur affelgaðist varadekkið við Kálfsá. Segi ekki meir.Devil

En nú er ég komin heim og vinna í skólanum að hefjast eftir helgi. Hlakka til að hitta samstarfsfólkið og heyra hvað það gerði í sumar.Wink

Í bili......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband