Enginn getur breytt sér, allir geta bætt sig

Það er líklega margt til í þessu sandkorni. Nú þegar ég er á fullu að undirbúa kennsluna og nýja starfið mitt sem náms- og starfsráðgjafi þá er vert að hafa í huga að maður getur alltaf gert betur í því sem maður er að fást við. Ég alla vega ætla að reyna eins og maður segir við krakkana - gera sitt besta.Wink

Annars er ævinlega fjöldamargt að gerast í kringum mig alla daga. Helgi minn er alveg á fullu að mála Tröllakot að utan og verður líklega búinn að fá nóg þegar hann lýkur sínu "sumarfríi".

Mamma er búin að vera frekar lasin og hefur þurft á þjónustu FSA að halda en er nú komin á Hornbrekku aftur og vonandi á uppleið.

Nú svo er undirbúningur skólamáltíðanna á fullu, gera þarf matseðla, koma þeim á netið og útbúa reglur í tengslum við hann. Addý sér svo um að elda hann ásamt Öldu. Við eigum líka fullt af nýjum tækjum sem koma þarf í eldhúsið og tengja - ekki seinna vænna.Blush

Annars er veður milt hér í firðinum og síðustu dagar sumarsins hafa verið góðir. Þessi stilla sem er svo eftirsóknarverð. Vona að haustið verði líka gott. Mikið er af berjum og segja sumir að allt sé blátt.

Í tengslum við það þá fór ég ásamt mínum kæra á lokakvöld Berjadaga og þótti það svolítið sérstakt að þessu sinni. Hefði viljað vera klónuð á föstudagskvöldinu þegar árstíðirnar eftir Vivaldi voru á dagskrá en þá var ég í Borgarfirðinum.

Í bili.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

Halló

viltist inn á síðuna þína frá fjallabyggð.is virkilega góð bloggsíða hjá þér og áhugaverð.kv adda

Adda bloggar, 23.8.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband