Fyrstu gestirnir og síðustu skrefin

Já það er ekki ofsögum sagt að ýmislegt hefur gengið á þessa vikuna enda búið að leigja út Tröllakot um helgina og því ljóst að allt þyrfti að ganga upp til að svo mætti verða.

En það er einmitt þá sem allt gengur ekki upp og svo var einnig nú. Gardínustöng fyrir stofuna kom ekki að sunnan fyrr en kl. 19 í kvöld og fer því ekki upp fyrr en á morgun. En það má líka segja um skenkinn og fleira sem klárast á morgun. Whistling Veit ekki hvar við værum ef ekki væru Hildur og Jói sem hefur unnið eins og berserkur - og svo kvartar maður helmingi yngri.Woundering

Leigjendurnir eru hins vegar himinlifandi, segja þau okkur að minnsta kosti, og þykir bara sumarhúsið hið flottasta.Grin Ég var að skúra út þegar þau komu og gólfið ekki þornað þegar þau birtust á hlaðinu.

Myndir eru komnar í albúmið og á morgun þegar "flest allt" verður komið á sinn stað þá koma fleiri.Cool

En eldsnemma í fyrramálið er það svo morgunmatur fyrir 30 göngugarpa sem ætla yfir í Héðinsfjörð. Eftir vaktina mína í Höllinni á morgun ætla ég svo í fertugsafmæli til Ingva vinar míns og eiga góða kvöldstund með fínu fólki.Tounge

Í bili.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband