Birtan

Var að lesa grein úr Fiskifréttum eftir vin minn Björn Val þar veltir hann því fyrir sér hvort útgerðin sé að fara á hausinn. Bjössi rifjar upp fyrri tíma í sögu útgerðar og fiskvinnslu og hvað íbúar lítils sjávarþorps gerðu þegar erfiðir tímar voru í sjávarútveginum.

Leikfélagið setti upp kabarett og gerði góðlátlegt grín af mönnum og málefnum og þá sérstaklega "áberandi þorpsbúum" eins og hann kemst að orði.

Það má segja að hér í Óafsfirði sé fólk að bregðast við þeim þyngslum sem fylgja ástandi eins og nú ríkir einmitt á svipaðan hátt. Leikfélagið okkar er með á fjölunum leikritið "Á svið" sem hefur verið vel tekið af bæjarbúum.

Það er nefnilega nauðsynlegt í skammdeginu að lyfta sér svolítið upp og slá á létta strengi, "gleyma" áhyggjum hversdagsins og njóta stundarinnar.

Lýsum upp skammdegið með kertaljósum og fallegri birtu og tökum eftir smáu hlutunum, hrósum hvort öðru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband