Ýmsu safnar maður

Þessa dagana er varla hægt að tala um að safna einhverju - alla vega ekki peningum en ástarhöldin stækka hjá mér en nú er hafið átak í þeim málum.

Annað sem ég er ekki eins glöð með að safna eru mýs. Mjög mikill músagangur er hér í firðinum þessa dagana og erum við búin að veiða sex á þrem dögum.

Það er varla að maður þori orðið í heita pottinn af ótta við að rekast á mýs á leiðinni ofan í.Errm Ég óttast svo sem ekki þessi grey en finnst þau afspyrnu ógeðfelld og gæti alveg án þeirra verið. Dætur mínar vilja helst að farið sé með mýsnar til fjalla og þeim sleppt en þær væru líklega snöggar til baka í hlýjuna og ætið.

Í bili......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Fara þessar höldur ekki sjálfkrafa af í kreppunni?

Thee, 4.11.2008 kl. 16:38

2 identicon

Ég ætla rétt að vona það svo hún skili manni alla vega einhverju sem maður hefur óskað sér. ;-)

Bjarkey (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Er líka í átaki med ástarhöldin ...Svona annad slagid allavega.

Hér er líka músagangur og er ein vinkona mín sem býr ekki langt í burtu frá mér ad fá mýs inn mjög oft.Vid erum blessunarlega laus vid tennann ófögnud en hér ádur komu mýs títt inn til okkar tar sem húsid var frekar ótétt.Nú er öldin önnur og engin mús á ferli hjá mér allavega.

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 5.11.2008 kl. 06:29

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk fyrir kveðjuna Siglufjarðarsystir, er búin að koma henni áfram.

Ég fæ mýs í bílskúrinn hjá mér á hverju ári. þessir ræflar sem sækja í hlýjuna, en naga svo allt og sérstaklega það sem manni er kært, ARG.

Herdís Sigurjónsdóttir, 8.11.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband