Fundur með menntamálaráðherra

Fulltrúar bæjarstjórnar Fjallabyggðar ásamt bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar áttu fund nú í hádeginu með Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra. Framhaldsskólinn margumræddi var þar til umræðu og tel ég að nú hylli undir að verkefnið komist á koppinn.

Við skiptumst á skoðunum og hugleiddum hvernig hægt væri að leysa það að hefja skólastarf næsta haust ásamt því að hefjast handa við byggingu skólahúsnæðis hér í Ólafsfirði.

Ráðherra fór með það veganesti að allir fulltrúarnir sem fundinn sátu voru sammála um leiðir og því einungis eftir að útbúa samninginn og skrifa undir.

Hún sagðist stefna á að koma í næstu viku og klára málið sem ég treysti henni til að gera.

Auk þess er samgönguráðherra búinn að gefa það út að framkvæmdir hefjist við varnir við Sauðanes í Múlanum sem tryggir öryggi vegfarenda sem þar eiga leið um.

Framhaldsskólinn er okkar "stóriðja" og kemur til með að breyta mannlífinu við utanverðan Eyjafjörð verulega.

Í bili.....


Höskuldur - say no more


Ný ríkisstjórn - hvað hefur gerst?

Hvað hefur þessi ríkisstjórn gert? Hvað hefur breyst? Hvernig horfir hjá okkur? Já margar eru spurningarnar þessa dagana en svörin verða vonandi til - sum nú þegar og önnur síðar. Ég hef alltaf sagt að góðir hlutir gerast hægt og líka í pólitík.

Þessi ríkisstjórn hefur nú þegar lagt fram nokkur lagafrumvörp sem eiga að koma til móts við fólkið í landinu. Þau varða t.d. að fresta nauðungaruppboðum, breytingu á gjaldþrotalögum, fyrningarfresti, greiðsluaðlögun osfrv.

Frumvarp hefur verið lagt fram um beytingu á kosningalögum - um persónukjör og stjórnlagaþing og margar breytingar á stjórnarskránni.

Seðlabankinn - allir vita sem vilja vita hug ríkisstjórnarinnar um það mál.  Afnám sérkjara þingmanna og ráðherra um eftirlaunin og svo má lengi telja.

Mikilvægt mál sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun er niðurfelling innritunargjalda á sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.

Öll þessi mál hefur mín hreyfing, Vinstrihreyfingin grænt framboð, staðið fyrir frá því hún var stofnuð og sjá má á þeim þingmálum sem lögð hafa verið fram.

Ég vona að í þeim ólgusjó sem við nú erum í að málefnin okkar, Vinstri grænna, sem taka mið af manngæsku, heiðarleika, sanngirni og kvenfrelsi nái fram að ganga og óskandi væri nú að Íslendingar hefðu ekki gullfiskaminni á kjördag.

Guð blessi Ísland.


Kynning á frambjóðendum forvals - Vinstri græn - Norðausturkjördæmi

Skrifstofa Vinstri grænna í Norðaustukjördæmi er að Geislagötu 7 á Akureyri og er opin alla virka daga klukkan 10-16. Síminn er 462 3463.

Norðausturkjördæmi heldur forval til að velja á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Ýmist er hægt að kjósa á kjörfundi eða með póstkosningu. Kosningarétt hafa allir félagar í VGNA sem skráðir eru í félagið 23. febrúar.

Kjörfundur

Kjörfundur verður haldinn 28. febrúar 2009 að Geislagötu 7 á Akureyri, og að Kaupvangi 5 á Egilsstöðum kl. 10:00 – 22:00. Á hverjum kjörstað skal heimilt að kjósa utan kjörfundar og geta félagsmenn VGNA því valið sér hvern þessara kjörstaða sem er hvar sem þeir búa í kjördæminu.

Póstkosning

Allir félagar fá sendan kynningarbækling og atkvæðaseðill sem hægt er að nýta í póstkosningu. Á atkvæðaseðilinn merkir þú, í samræmi við forvalsreglurnar, við þá frambjóðendur er þú vilt sjá á framboðslista VG í komandi alþingiskosningum. Eftir að hafa fyllt út atkvæðaseðillinn setur þú hann í hvíta umslagið (merkt þér) sem fylgir og setur það svo aftur í brúna umslagið (merkt Vinstrihreyfingunni grænu framboði) og póstleggur það. Póstburðargjaldið er greitt af flokknum.

 

SJÁ KYNNINGARBÆKLING UM FRAMBJÓÐENDUR (PDF)


Frábær hópur hjá Vinstri grænum

Það er ekki að spyrja að því þegar Vinstri græn eiga í hlut - frábært fólk - ungir sem eldri - fólk með mikla reynslu úr pólitík og svo það sem er að stíga sín fyrstu skref.
Reglurnar okkar gera ráð fyrir dreifingu á kynjum, aldri og búsetu og það ætti ekki að vera vandamál þar sem fólkið sem gefur kost á sér kemur víða úr kjördæminu. Vona að ég fái brautargengi til að takast á við þau verkefni sem framundan eru með þessu góða fólki í Vinstri grænum. Ef þú ert ekki í flokknum og vilt ganga til liðs við okkur og hafa áhrif á hvernig listinn kemur til með að líta út þá getur þú gert það hér.
Ein af reglunum okkar er sú að frambjóðendum er ekki heimilt að kynna sig t.d. með auglýsingum eða einhverju sem leggja þarf út í beinan peningalegan kostnað. Ég er ánægð með þetta enda ekki á allra færi að kasta til milljónum í það að kynna sjálfan sig og kaupa sér sæti.
Stofnaður hefur verið stuðningshópur mér til handa á Facebook og vil ég þakka félögum mínum fyrir það og alla þá hvatningu sem ég hef fengið.
Listinn lítur svona út:

Ásdís Arthúrsdóttir, háskólanemi, Vopnafirði (2.-3. sæti)

Ásta Svavarsdóttir, kennari, Þingeyjarsveit (4.-8. sæti)

Bjarkey Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, Ólafsfirði (2. sæti)

Björn Halldórsson, bóndi, Vopnafirði (3.-8. sæti)

Björn Valur Gíslason, skipstjóri, Akureyri, (2.-3. sæti)

Drengur Óla Þorsteinsson, laganemi, Akureyri (4. Sæti)

Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir, leikskólakennari, Akureyri, (1.-8. sæti)

Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi, Grýtubakkahreppi, (2.-3. sæti)

Hlynur Hallsson, myndlistamaður, Akureyri, (1.-3. sæti)

Hrafnkell Lárusson, forstöðumaður, Egilsstöðum, (5.-6. sæti)

Ingunn Snædal,  kennari, Fljótsdalshéraði, (4.-5. sæti)

Jóhanna Gísladóttir, aðstoðarskólastjóri, Seyðisfirði, (4.-6. sæti)

Jón Stefán Hjaltalín, laganemi, Akureyri, (3.-5. sæti)

Jósep. B. Helgason, verkamaður, Akureyri, (4.-6. sæti)

Júlíana Garðarsdóttir, Skriðdal, (7. sæti)

Kári Gautason, menntaskólanemi, Vopnafirði, (5.-8. sæti)

Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Þistilfirði, (1. sæti)

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum, (2.-4. sæti)

Trausti Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, Húsavík (5.-8. sæti)

Þorsteinn Bergsson, bóndi, Fljótsdalshéraði, (3.-5. sæti)

Þuríður Backman, alþingismaður, Egilsstöðum, (2. sæti)


mbl.is 21 í forvali VG í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær maður

Ég hef starfað með Ólafi Þór í stjórn VG og þar er á ferð vandaður maður. Styð hann heilshugar til góðra verka með öðru góðu fólki í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
mbl.is Gefur kost á sér í 3.-4. sæti á lista VG í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég gef kost á mér í 2. sætið í forvali Vinstri grænna

Framundan er forval Vinstri hreyfingarinnar græns- framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar 2009. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti í þessu forvali sem félagsmönnum VG er heimilt að taka þátt í. Mér þykir því við hæfi að kynna mig örlítið og það helsta sem ég hef tekið mér fyrir hendur í pólitík og öðrum störfum.

Ég hef verið virk í störfum Vinstri grænna nánast frá stofnun, sit í stjórn svæðisfélags VG í Fjallabyggð, var formaður kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi en er nú gjaldkeri og sit einnig í stjórn VG. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006 sat ég í miðlægri kjörstjórn VG sem sá m.a. um flesta sameiginlegu þætti kosninganna. Slík kjörstjórn er einnig starfandi nú fyrir komandi alþingiskosningar og á ég sæti í henni.

Ég sat í tvígang á Alþingi kjörtímabilið 2004-2007 sem varamaður Steingríms J. Sigfússonar. Ég lagði m.a. fram þingsályktunartillögu um stuðning við einstæðra foreldra í námi, beitti mér fyrir flutningi verkefna Þjóðskrár út á landsbyggðina, ræddi rekstrarvanda Heilbrigðisstofnunar Austurlands, er meðflutningsmaður nokkurra þingmála t.d. um styrki til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum og um íslenska táknmálið. Auk þess hef ég látið mig varða geðheilbrigðismál barna og ungmenna og stefnu í málefnum barna almennt, lengingu flugbrautarinnar á Akureyri og aðstöðu farþega á Egilsstaðaflugvelli.

Ég tel mikilvægt í komandi kosningum að horfið verði frá þeirri einkav.æðingu sem  ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur staðið fyrir og aukið hefur á ójöfnuð í samfélaginu. Ég vil sjá öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla landsmenn óháð efnahag og atvinnulífið þarf að vera fjölbreytt og taka mið af hagsmunum komandi kynslóða. Ljóst er að á þessum tíma þarf að styðja við allar menntunarstofnanir og færa sem næst notendum. Leggja þarf sérstaka áherslu á stuðning við atvinnulausa t.d. í gegnum símenntunarmiðstöðvar. Ég vil tryggja að undirstöðuatvinnuvegunum, sjávarútvegi og landbúnaði verði veitt viðunandi starfsskilyrði sem og hinni ört vaxandi ferðaþjónustu.

Ég sit í bæjarstjórn Fjallabyggðar og hef tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum í 16 ár. Vegna þeirrar reynslu veit ég að efla þarf sveitarstjórnarstigið í landinu með réttlátri tekjuskiptingu þannig að sveitarfélögin geti staðið við þær skuldbindingar sem þeim ber að gera. Til þessara starfa vil ég gefa kost á mér með góðu fólki í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði.

Ég fæddist í Reykjavík árið 1965, elst þriggja systkina, ólst upp á Siglufirði til 15 ára aldurs en flutti þá til Ólafsfjarðar og hef verið þar meira og minna síðan. Foreldar mínir eru Gunnar Ásgeirsson vélstjóri, Siglfirðingur sem rekur ætt sína að Stuðlum í Reyðarfirði og í Fljótin og Klara Björnsdóttir verkakona frá Akureyri. 
Ég bý í Ólafsfirði, í nýsameinuðu sveitarfélagi sem heitir nú Fjallabyggð, með maka mínum Helga Jóhannssyni, þjónustustjóra Sparisjóðs Ólafsfjarðar. Börnin eru þrjú Tímon Davíð 26 ára, Klara Mist 21 árs og Jódís Jana 10 ára. 

Ég var við fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri og lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2005 og náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands s.l. vor.

Eins og gengur hef ég tekið mér ýmislegt fyrir hendur í atvinnu. Byrjaði ung að vinna í fiski, vann við bókhald í 16 ár, rak fyrirtæki sem framleiddi hljóðsnældur, er í dag kennari og náms- og starfsráðgjafi við Grunnskóla Ólafsfjarðar og rek í veitingastað í Ólafsfirði ásamt mágkonu minni.  


Og getið nú

Finnst orðabrellur/gátur Gunnars frábærar og þessar tvær eiga vel við  núna. Endilega reynið fyrir ykkur í lausnum. Um er að ræða eitt orð fyrir hverja vísu sem með einhverjum hætti má tengja hverri línu.

 

Ráða yfir ríki hér,                                           

rétt að nefna hægri kant.                                

Stendur vakt og stýra ber,                              

stillir beislið upp í trant.

 

 

Eitthvað sem að enda tekur,                 

endar vertíð fyrir rest.                         

Illgresi sem engi þekur,                       

öllum pottum fylgir best


Snilld

Snilld

Henry260109

http://www.smugan.is/i-mynd/skopmyndir/henry-thor/nr/731


Fallegar systur

Verð að setja þessar myndir hér af þessum fallegu systrum. Ísabella Sól með nýfædda systur í morgun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband