Ný ríkisstjórn - hvað hefur gerst?

Hvað hefur þessi ríkisstjórn gert? Hvað hefur breyst? Hvernig horfir hjá okkur? Já margar eru spurningarnar þessa dagana en svörin verða vonandi til - sum nú þegar og önnur síðar. Ég hef alltaf sagt að góðir hlutir gerast hægt og líka í pólitík.

Þessi ríkisstjórn hefur nú þegar lagt fram nokkur lagafrumvörp sem eiga að koma til móts við fólkið í landinu. Þau varða t.d. að fresta nauðungaruppboðum, breytingu á gjaldþrotalögum, fyrningarfresti, greiðsluaðlögun osfrv.

Frumvarp hefur verið lagt fram um beytingu á kosningalögum - um persónukjör og stjórnlagaþing og margar breytingar á stjórnarskránni.

Seðlabankinn - allir vita sem vilja vita hug ríkisstjórnarinnar um það mál.  Afnám sérkjara þingmanna og ráðherra um eftirlaunin og svo má lengi telja.

Mikilvægt mál sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun er niðurfelling innritunargjalda á sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.

Öll þessi mál hefur mín hreyfing, Vinstrihreyfingin grænt framboð, staðið fyrir frá því hún var stofnuð og sjá má á þeim þingmálum sem lögð hafa verið fram.

Ég vona að í þeim ólgusjó sem við nú erum í að málefnin okkar, Vinstri grænna, sem taka mið af manngæsku, heiðarleika, sanngirni og kvenfrelsi nái fram að ganga og óskandi væri nú að Íslendingar hefðu ekki gullfiskaminni á kjördag.

Guð blessi Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi ríkisstjórn hefur gert meira á þrem vikum en sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir jafnvel árum saman. Ljóst er að íslenska íhaldið hélt að sér höndum í kjölfar bankahrunsins, ekkert virðist hafa verið gert til að koma í veg fyrir það. Allar eftirlitsstofnanir virðast hafa verið á þekju og jafnvel var blekkingum beitt, t.d. yfirlýsing Fjármálaeftirlitsins 14. ágúst um að bankarnir hefðu staðist álagspróf. Þeir voru rústir einar 3 vikum síðar.

Nú dugar hvorki nauð né nú, bankakerfið verður að reisa við.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.2.2009 kl. 14:30

2 identicon

Ég veit ekki hvað fólk ætlast til Ég held að íhaldið hafi ekki ætlað að stokka upp allavegana ekki í Seðlabanka Þau eru að standa sig vel Jóhanna og Steingrímur og ekki spillir fyrrir að þau eru frábært efni fyrir Spaugstofuna

Gummi Ingólfs

Guðmundur Ingolfsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 16:43

3 Smámynd: Indriði H. Indriðason

Ég vil vekja athygli á vefsíðu, www.profkjor.politicaldata.org, sem er nýstofnsett. Tilgangur vefsíðunnar er að skapa vettvang þar sem kjósendur geta nálgast upplýsingar um frambjóðendur og stefnumál þeirra auk annarra upplýsinga tengdum prófkjörunum/forvölunum. Vefsíðan er opin frambjóðendum allra flokka í öllum kjördæmum en það er undir frambjóðendunum sjálfum komið að færa inn upplýsingar um sig og stefnumál sín. Ef frambjóðendur kjósa eru færslur af þeirra eigin bloggum birtar sjálfkrafa á vefsíðunni. Það gefur t.d. kjósendum möguleika á að skoða bloggfærslur allra frambjóðenda flokksins í tilteknu kjördæmi – og jafnvel takmarkað við tiltekið sæti á listanum – á einum stað. Það er von okkar að vefsíðan efli pólitíska umræðu og gefi kjósendum aukið færi á að taka málefnalega afstöðu.

Frambjóðendur geta skráð sig hér: http://www.profkjor.politicaldata.org/wp-login.php?action=register

Indriði H. Indriðason, 3.3.2009 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband