Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
Mikið klóra Framsókn og Sjálfstæðismenn
25.11.2006 | 13:41
Var að renna yfir vefmiðlana og blöð síðustu viku og kom ýmislegt fram sem mér þótti áhugavert.
Það er ekki ofsögum sagt að Framsóknarmenn reynda mikið þessa dagana að bera blak af gjörðum sínum í ríkisstjórn og vonast væntanlega til þess að kjósendur gleymi nú bara öllu þessu klúðri sem þeir hafa framkvæmt síðustu árin.
Jón játar mistök vegna innrásarinnar á Írak en það var að sjálfsögðu ekki Framsókn að kenna heldur voru upplýsingarnar rangar. Miðstjórnarfundurinn klappaði heil ósköp fyrir sínum manni - í hvaða heimi lifir þetta fólk ég bara spyr.
Nú svo eru það fjölskyldumálin sem verða efst á baugi hjá Framsókn - bíddu voru þau það ekki fyrir síðustu kosningar og þar áður ..... hvað þarf Framsóknarflokkurinn langan tíma til að gera það sem þeir lofa fyrir hverjar kosningar?
Hann segir að stefna okkar Vinstri grænna sé hömlulaust afturhald - Jón gæti átt við þá stefnu Vinstri grænna að vilja meiri jöfnuð á meðal fólksins í landinu og fjölskylduvæna stefnu okkar sem vita ekki hvað er hjá Framsókn alla vega ekki miðað við öll árin sem þeir hafa haft til framkvæmda. Því félagshyggja Famsóknar er þjóðhyggja en ekki sósíalísk.
Nú svo erum við með upphlaup og öfgar þegar kemur að verndun auðlindanna en Framsókn er með ábyrga og varkára stefnu í umhverfismálum. Ég get svarið það ég held að það sé bara ekki í lagi í kollinum á formanni Framsóknar að láta slíkt útúr sér.
Það eru fleiri ráðherrar Framsóknar sem hafa beðist afsökunar og skemmst að minnast þess að Valgerður utanríkisráðherra reyndi að bera blak af sínum störfum eða ekki störfum.
Það er nú líka dásamlegt að fylgjast með Sjálfstæðismönnum þessa dagana og forsætisráðherra og menntamálaráðerra sem lofa Árna nokkurn Johnsen og tilkynnir formlega stuðning stjórnar flokksins við hann. Allir eru nú komnir í mínus vegna þess að einhverjir segja sig úr flokknum og óánægjuraddir sem ætla ekki að kjósa flokkin vegna þess að hann er með. Allir hlaupa nú upp til handa og fóta og álykta um að ekki sé nú gott að hafa Árna með.
Athyglisvert var líka að lesa svör frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi í Fréttablaðinu minnir mig um viðhorf þeirra til hinna ýmsu umdeildu mála í kjördæminu og víðar. Flestir algerlega ósammála því sem ríkisstjórnin hefur verið að gera þrátt fyrir að einhverjir hafi nú meira að segja setið á Alþingi á tímabilinu og varið þessar sömu umdeildu aðgerðir.
Síðan eru þessir flokkar að reyna að beina athyglinni frá sínum innanbúðarvandamálum með því að tala um sundrungu innan stjórnarandstöðuflokkana. Einhvern tímann var sagt "maður líttu þér nær".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Silfur Egils og umræður dagsins
13.11.2006 | 00:02
Ég hlustaði á Silfur Egils, sem ég geri reyndar sjaldan, finnst yfirleitt allir tala hver í kapp við annan og oft lítið heyrast hvað sagt er. En í dag voru gestir Egils að ræða um afstöðu Frjálslyndra til útlendinga og frumvarps sem Magnús greiddi atkvæði gegn í apríl síðast liðunum. Þarna voru Atli Gíslason, Jón Magnússon, nýr liðsmaður Frjálslyndra og Sigurjón, félagi minn var þarna líka ásamt Eiríki Bergmann, stjórnmálafræðingi. Ég kíkti á heimasíðuna Sigurjóns í kvöld og sé ég að hann telur sig vera að leiðrétta Atla eftir viðtalið í dag.
Í pólitík eru orð gjarnan toguð og teygð svo best falli að því sem hentar. Það sem mér finnst málið í þessu er að þegar Magnús greiddi atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar í apríl þá var hann að mæla með því að flæðið yrði frjálst. Hann getur ekki neitað því þar sem hann sagði og nú vitna ég í heimasíðu Sigurjóns þar sem hann hefur þetta eftir félaga sínum:
Ég hef hins vegar ekki lagt fram neina breytingartillögu eða nefndarálit. Ég tel að það sé algerlega tilgangslaust. Ég sé alveg hvert stefnir í þessu máli, það væri bara tímaeyðsla.
Þeir sem eru í pólitík vita alveg að þegar maður er í minnihluta er það oftast þannig að þær tillögur sem lagðar eru fram eru hundsaðar af meirihlutanum. Það firrir okkur sem minni hlutann skipum því ekki að leggja til einhverjar leiðir til úrbóta sem við teljum að séum ásættanlegar. Það er auðvelt að klóra sig út úr málum með því að leggja ekkert formlegt til og láta einungis orð í pontu duga. En auðvitað þarf að koma með formlegar tillögur.
Ég hef áhyggjur af því viðhorfi sem Magnús telur sig ekki halda á lofti en ég kýs að líta svo á að hann geri það og félagar hans Sigurjón og Jón.
Magnús sagði í ræðu sinni á Alþingi m.a.
Það er einnig alveg ljóst að frjálst flæði erlends vinnuafls mun stórskaða það markaðslaunakerfi sem viðgengist hefur á íslenskum vinnumarkaði á liðnum árum og áratugum. og síðar þetta;Ég segi þetta fyrst og fremst vegna þess að ég hef áhyggjur af íslenskum atvinnumarkaði og þróuninni þar. Ég tel að ef hingað flæði útlendingar til að leita sér að vinnu, frá Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Slóveníu, Slóvakíu, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, gæti það valdið okkur Íslendingum töluvert miklum vandræðum. http://www.althingi.is/raeda/132/rad20060421T184323.htmlAð tiltaka þessi lönd lýsir yfir ákveðum fordómum bara að því að þau eru að koma ný inn á atvinnumarkaðinn. Hann líkir þessu fólki síðar í umræðunni við óvopnaðan her. Við teljum að Íslendingar geti farið til allra landa og unnið þar og búið án þess að skaði sé af. Hvað ef þúsundir Svía eða Norðmanna hefðu komið til landsins hefði það haft önnur áhrif bara af því þeir máttu það áður? Við Íslendingar flykkjumst til Norðurlandanna eins og margar aðrar þjóðir og hirðum örugglega vinnu af einhverjum þar í landi.
Jón ráðherra félagsmála svaraði Magnúsi í apríl: félagsmálaráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar): Virðulegi forseti. Svarið við þessu er mjög einfalt. Það þarf að fresta þessu máli með lögum. Ef ekkert er að gert verður frjáls för vinnuafls opin 1. maí. Við erum bundin samkvæmt samningum til að opna þá skilyrðislaust. Lagabreytingin sem hér er um að ræða er sú að skrá vinnuaflið og gæta þess að ráðningarsamningar séu haldnir. Ef við breytum því ekki með lögum fyrir 1. maí þá opnast þetta einfaldlega og án nokkurrar skráningar. Þess vegna er málið komið hér inn núna.http://www.althingi.is/raeda/132/rad20060421T184520.html
Ræða sú sem Atli Gíslason flutti er afar góð enda orðvar maður sem hefur unnið mikið að mannréttindarmálum. Hún endar á þessum orðum:
Það þarf að nota tímann og aðlaga okkar þjóðfélag að þeirri staðreynd að við erum fjölmenningarþjóðfélag. Skora á ykkur að lesa hana alla. http://www.althingi.is/raeda/132/rad20060428T130412.html
Mikið er talað um að það sé þessu fólki að kenna að launin eru lág þar sem það sé tilbúið að vinna á strípuðum töxtum en Íslendingar ekki. Launataxtar snúast um efnahagsmál og hverjir stjórna þeim Sjálfstæðimenn og Framsókn og ef að verkamaðurinn æmtir um hærri grunnlaun þá ætlar þjóðfélagið um koll að keyra því þjóðarbúið þolir það ekki og ríkisstjórnin skýlir sér á bak við það.
Allt þetta fólk hefði getað komið í gegnum vinnumiðlanir en þá hefði atvinnurekandinn fengið leyfið en ekki einstaklingurinn. Vistarbönd nútímans. Ég myndi ekki vilja eiga allt mitt undir einhverjum atvinnurekanda þ.e. hvort ég gæti yfirhöfuð verið í landinu eða ekki. Það eykur líka á lélegri framkomu, aðbúnaði og kjörum eins og raunin hefur orðið.
Sökin er ekki þeirra sem koma til landsins til lengri eða skemmri tíma og vilja brauðfæða sína fjölskyldu. Það er ríkisstjórn landsins sem gat og getur breytt flestu því sem að þessu máli snýr og ykkar kjósenda að meta það hvort henni tókst það.
Svo má ég til með að vitna til Ögmundar félaga míns í þessum sömu umræðum í vor.
Ögmundur Jónasson: En við leggjum til að opnun vinnumarkaðar gagnvart hinum nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins verði frestað um hálft ár eða fram til næstu áramóta þar til gengið hefur endanlega verið frá reglum sem við teljum nauðsynlegt að liggi fyrir áður en af þessu verður.Hvað er í húfi? Í raun má segja að íslenska vinnumarkaðsmódelið sé í húfi. Hér er það fest í landslög að kjarasamningar, lágmarkssamningar sem verkalýðsfélögin gera um kjör sinna félagsmanna, skuli gilda sem lágmark á vinnumarkaði.Síðan er það hitt sem er í húfi, þ.e. að hér verði ekki margar þjóðir í einu landi þannig að aðkomumönnum til landsins verði gert að búa við einhver allt önnur launakjör og réttindi en Íslendingum. Þetta þýðir að eftirlit þarf með því og aðhald gagnvart því að þessi lög og þetta vinnumódel sem við búum við haldi.Það er rauður þráður í greinargerðum verkalýðsfélaganna að þau segja að stóra spurningin sé ekki það á alla vega um ASÍ og BSRB hvenær vinnumarkaðurinn opnist heldur hvernig og á hvaða forsendum þetta gerist. Menn hafa af því nokkrar áhyggjur að við séum ekki tilbúin með nægilega öruggt reglugerðaverk hvað þetta snertir.Nú er það svo að ef ekkert verður að gert, ef þessi lög eða samsvarandi verða ekki lögfest, þá opnast vinnumarkaðurinn að fullu. Þegar hin nýju ríki komu inn í Evrópusambandið árið 2004 var ákveðið að veita heimildir til að takmarka för launafólks til ársins 2011. Við höfum í sjálfu sér heimild til að nýta okkur slíkar takmarkanir. Ríkisstjórnin hefur hins vegar valið þann kost að fara millileið í þessu máli, falla frá skilyrðum, falla frá takmörkunum, en jafnframt setja ákveðnar reglur, binda þær í lög og skuldbinda sig jafnframt til að setja frekari reglur um eftirlit sem unnið skal að í sumar til þess að ná fram þeim markmiðum sem verkalýðsfélögin hafa sett á oddinn. En ég endurtek að ef ekkert verður að gert þá falla þessar heimildir alveg brott og vinnumarkaðurinn opnast. Væri það góður kostur? Já, það finnst mörgum.http://www.althingi.is/raeda/132/rad20060428T112013.html
Jafnrétti til launa eftir 581 ár!!!!
5.11.2006 | 01:12
Og af því ég er að velta mér uppúr launum og konum þá sagði rektorinn á Bifröst að kynbundinn launamunur væri staðreynd, og sú könnun sem ég vitnaði m.a. í sem félagsmálaráðherra lét gera, sýndi að ekkert gengi að draga úr þessum smánarbletti í atvinnulífinu og samfélaginu eins og rektorinn nefndi það.
Veltið því fyrir ykkur að óútskýrður launamunur var 16% árið 1994 en er í dag 15,7%. Mér fannst góður punktur hjá rektornum að setja þetta í samhengi við hugsanir nýbakaðra foreldra stúlkubarna sem ættu það verkefni fyrir höndum að segja við sínar stúlkur þegar þær hefðu aldur til að eftir 581 ár gætu þær búist við að verða jafnháar í launum og skólabræður þeirra.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1232578Vinnuþrælkun
5.11.2006 | 01:11
Af því mikið hefur verið talað um frjálst flæði innflytjenda og að þeir vilji ekki aðlagast íslensku samfélagi þá er þessi frétt ekki til að laga það ástand. Náms- og starfsráðgjafi á Vesturlandi segir að makar þeirra sem vinna úti þurfi að greiða fyrir sig sjálfir en það sem er þó mest athyglisvert er það sem við öll vitum en sumir vilja ekki vita. Hún segir:
Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin," segir hún. Þetta er ástæðan í hnotskurn fyrir því að svo mikið er um innflytjendur að mínu mati. Markaðurinn ræður öllu með stuðningi ríkisstjórnarinnar er viðhaldið láglaunastefnu sem engan endi virðist ætla að taka. Markaðshyggjan er allsráðandi.Ég held að Íslendingar vilji alveg vinna marga þá vinnu sem er mönnuð útlendingum en að sjálfsögðu vilja þeir fá mannsæmandi kaup. Það viðgengst hinsvegar að borga illa og þess vegna vilja Íslendingar ekki vinna. Þetta á t.d. við um það fólk sem vinnur á hjúkrunarheimilum og víðar.http://visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061104/FRETTIR01/111040100/1091Af hverju vilja sjálfstæðismenn ekki konur?
4.11.2006 | 09:49
http://visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061104/SKODANIR04/111040116/1129
Þjónustusamningar ríkisins og aðbúnaður eldra fólks
4.11.2006 | 09:45
Það eru svo sem ekki nýjar fréttir að ríkið sé ekki með virka þjónustusamninga við þær stofnanir sem þeir afhenda fé. Það kom fram hjá fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, á námstefnu Öldrunarfræðafélags Íslands, að 15 milljarðar kæmu frá ríkinu sem skilgreindi ekkert hvað eða hvers konar þjónustu það vilji fá í staðinn. Stjórnendur stofnanna geta gert það sem þeim hentar við þessa fjármuni. Þetta er það sem við köllum löglegt en siðlaust og þá fyrst og fremst af hálfu stjórnvalda.
Dæmi sem fyrrverandi hjúkrunarforstjórinn tók var því til staðfestu var að Ríkið greiðir jafn mikið fyrir einstakling sem fær einbýli og þann sem fær fjölbýli. Ríkið greiðir einnig jafn mikið fyrir einstakling sem fær fimm hjúkrunarstundir á sólarhring og einstakling sem fær eina hjúkrunarstund á sólarhring."
Sorglegasta niðurstaðan er sú að fólk er metið fyrir hjúkrunarrýmisþörf þar sem þau pláss fá meira greitt með sér heldur en dvalarheimilisrými. Enda hafa ítrekaðar fréttir borist af því að hjón geti ekki eitt ævikvöldinu saman vegna plássleysis og er þetta líklega einn þátturinn líka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einar Oddur og pólitískar kellingar
4.11.2006 | 01:20
Einar Oddur fór mikinn að vanda í ræðustól Alþingis að. Honum þykir sem Jón Bjarna og stjórnarandstaðan sé að fleyta pólitískar kellingar af því þeir hafi áhyggjur af 300 milljóna niðurskurði til verknáms.
Þrátt fyrir að málið sé til umræðu í fjárlaganefnd og menntamálanefnd er full ástæða til að hafa áhyggjur því ríkisstjórnin er búin að ákveða þennan niðurskurð. Ekkert er ljóst um hvort hann verður minnkaður eða hreinlega sleginn af og mjög ólíklegt að svo verði.
Minnist þess þegar ég sat á þingi og verið var að ræða byggðastefnu ríkisstjórnarinnar með Einar Odd og Birki Jón í broddi fylkingar í iðnaðarnefnd. Daginn eftir miklar umræður í nefndinni og góðar fyrirætlanir var ráðherrann Valgerður Sverrisdóttir með yfirlýsingar um nýja samsteypu og vildi allar stofnanir Nýsköpunarsjóð og Byggðastofnun og fleiri í eina sæng. Ekki voru trúverðugar umræður hennar fulltrúa og Sjálfstæðismannsins Einars Odds daginn áður í iðnaðarnefnd. Sem segir mér að þrátt fyrir umræður í nefnd er alveg óhætt að vekja máls á niðurskurði til verknáms á Alþingi og líklega bara til þess fallið að hugsanlega verði hann minni en ella.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umhverfismál
4.11.2006 | 01:19
Rakst á frétt þegar ég var að vafra í kvöld en það kom fram í Politiken að meðalhitinn í Norðursjó væri þremur gráðum hærri í október en í meðalári og hafa þeir hjá Hafró í Danaveldi af þessu áhyggjur enda full ástæða til. Breytt hitastig hafsins getur haft mikil áhrif á æxlunarmöguleika fiskistofna, auk fleiri tegunda.
Síðan er það fréttin um enn eitt álverið nú í Þorlákshöfn. Þar vilja menn reisa 60 þúsund tonna álver og áltæknigarð. Öllu má nú gefa nafn. Þeir vilja vinna álbílapartahluti fyrir Evrópu því það er hægt að flytja þá inn með lægri tollum en frá Asíu. Sá böggull fylgir skammrifi að til þess að reka þetta þarf um 300 megavött sem er um helmingur þess sem Kárahnjúkavirkjun getur framleitt, svona til samanburðar. Það leiðir hugann að umhverfisþáttum í víðum skilningi.
Vissir þú að fyrir hvert tonn af áli er 1 og 1/2 tonni af koltvísýringi sleppt út í andrúmsloftið. Svo heldur fólk að álver hafi góð áhrif á byggðina. Hvar ætlar fólk að búa ef gólfstraumurinn stöðvast?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ráðherra félagsmála og launamunur kynjanna
4.11.2006 | 01:18
Það er í rauninni svolítið hjákátlegt að heyra félagsmálaráðherra viðurkenna að ekki hafi tekist að jafna stöðu karla og kvenna gagnvart börnum og fjölskylduábyrgð og þaðan af síður launamun. Þetta veldur Magnúsi Stefánssyni áhyggjum undarlegt þar sem hans flokkur hefur verið við völd með Sjálfstæðisflokknum í svo mörg ár að grátlegt er. En þetta endurspeglar efndir manna því mikið er sagt fyrir kosningar en lítið um efndir. Nú fara menn af stað aftur og vonandi lætur þú kjósandi góður ekki fíflast með þig lengur.
Félagsmálaráðuneytið lét gera könnun um launamun en þar kemur fram að þeim mun fleiri börn sem karlar áttu þeim mun lengri var vinnudagur þeirra. Þeim mun fleiri börn sem konur áttu, þeim mun styttri var tími þeirra í launavinnu. Barnlausir karlar unnu að meðaltali 48 stundir á viku, þeir sem áttu eitt barn undir 6 ára aldri unnu 51,3 stundir og ef börnin voru tvö og það yngsta undir sex ára aldri voru vinnustundirnar 51,6. Hjá konum voru sambærilegar tölur þannig að barnlausar konur unnu að meðaltali 37,8 stundir, þær með eitt barn 33,3 og þær sem voru með tvö börn unnu 32,8 stundir.
Síðan er það bilið sem myndast milli fæðingarorlofs og leikskóla sem klárlega vinnur gegn jafnréttisáhrifum fæðingarorlofslaganna því launamunurinn þýðir það að konan minnkar við sig vinnu og er heima með börnum á meðan maðurinn vinnur svo enn lengur.
Þetta kallar Magnús fjárhagslega skynsamlegt. Þetta þýðir einfaldlega að konur dragast aftúr á vinnumarkaðnum varðandi öll réttindi auk margs annars enda sýna erlendar rannsóknir að það taki konur sem verið hafa í slíkum aðstæðum, áratugi að ná upp forskoti þeirra sem ekki yfirgefa vinnumarkaðinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)