Umhverfismál

Rakst á frétt þegar ég var að vafra í kvöld en það kom fram í Politiken að meðalhitinn í Norðursjó væri þremur gráðum hærri í október en í meðalári og hafa þeir hjá Hafró í Danaveldi af þessu áhyggjur enda full ástæða til. Breytt hitastig hafsins getur haft mikil áhrif á æxlunarmöguleika fiskistofna, auk fleiri tegunda.

Síðan er það fréttin um enn eitt álverið nú í Þorlákshöfn. Þar vilja menn reisa 60 þúsund tonna álver og áltæknigarð. Öllu má nú gefa nafn. Þeir vilja vinna álbílapartahluti fyrir Evrópu því það er hægt að flytja þá inn með lægri tollum en frá Asíu. Sá böggull fylgir skammrifi að til þess að reka þetta þarf um 300 megavött sem er um helmingur þess sem Kárahnjúkavirkjun getur framleitt, svona til samanburðar. Það leiðir hugann að umhverfisþáttum í víðum skilningi.

Vissir þú að fyrir hvert tonn af áli er 1 og 1/2 tonni af koltvísýringi sleppt út í andrúmsloftið. Svo heldur fólk að álver hafi góð áhrif á byggðina. Hvar ætlar fólk að búa ef gólfstraumurinn stöðvast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband