Þjónustusamningar ríkisins og aðbúnaður eldra fólks

Það eru svo sem ekki nýjar fréttir að ríkið sé ekki með virka þjónustusamninga við þær stofnanir sem þeir afhenda fé. Það kom fram hjá fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, á námstefnu Öldrunarfræðafélags Íslands, að 15 milljarðar kæmu frá ríkinu sem skilgreindi ekkert hvað eða hvers konar þjónustu það vilji fá í staðinn. Stjórnendur stofnanna geta gert það sem þeim hentar við þessa fjármuni. Þetta er það sem við köllum löglegt en siðlaust og þá fyrst og fremst af hálfu stjórnvalda.

Dæmi sem fyrrverandi hjúkrunarforstjórinn tók var því til staðfestu var að „Ríkið greiðir jafn mikið fyrir einstakling sem fær einbýli og þann sem fær fjölbýli. Ríkið greiðir einnig jafn mikið fyrir einstakling sem fær fimm hjúkrunarstundir á sólarhring og einstakling sem fær eina hjúkrunarstund á sólarhring."

Sorglegasta niðurstaðan er sú að fólk er metið fyrir hjúkrunarrýmisþörf þar sem þau pláss fá meira greitt með sér heldur en dvalarheimilisrými. Enda hafa ítrekaðar fréttir borist af því að hjón geti ekki eitt ævikvöldinu saman vegna plássleysis og er þetta líklega einn þátturinn líka.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1232578


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband