Einar Oddur og pólitískar kellingar
4.11.2006 | 01:20
Einar Oddur fór mikinn að vanda í ræðustól Alþingis að. Honum þykir sem Jón Bjarna og stjórnarandstaðan sé að fleyta pólitískar kellingar af því þeir hafi áhyggjur af 300 milljóna niðurskurði til verknáms.
Þrátt fyrir að málið sé til umræðu í fjárlaganefnd og menntamálanefnd er full ástæða til að hafa áhyggjur því ríkisstjórnin er búin að ákveða þennan niðurskurð. Ekkert er ljóst um hvort hann verður minnkaður eða hreinlega sleginn af og mjög ólíklegt að svo verði.
Minnist þess þegar ég sat á þingi og verið var að ræða byggðastefnu ríkisstjórnarinnar með Einar Odd og Birki Jón í broddi fylkingar í iðnaðarnefnd. Daginn eftir miklar umræður í nefndinni og góðar fyrirætlanir var ráðherrann Valgerður Sverrisdóttir með yfirlýsingar um nýja samsteypu og vildi allar stofnanir Nýsköpunarsjóð og Byggðastofnun og fleiri í eina sæng. Ekki voru trúverðugar umræður hennar fulltrúa og Sjálfstæðismannsins Einars Odds daginn áður í iðnaðarnefnd. Sem segir mér að þrátt fyrir umræður í nefnd er alveg óhætt að vekja máls á niðurskurði til verknáms á Alþingi og líklega bara til þess fallið að hugsanlega verði hann minni en ella.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.