Náms- og starfsráðgjöf

Ég var í staðlotu í lok síðustu viku og framundan eru skemmtilegt verkefni. Sem fyrr erum við fjórar stöllur að vinna saman og byrjuðum strax að skipuleggja meðan við vorum allar saman. Tvær þeirra eru svo yndislegar að vera búnar að bæta við þessa vinnu og ætla að hittast aftur á morgun. Þá ætla ég að reyna að vera með - alla vega eitthvað. Wink

Mikil þörf er talin vera á náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum og eru flestir skólar að ráða til sín fólk í þessa vinnu. Sem dæmi þá er tvær með mér í náminu sem fá vinnu þegar þær eru tilbúnar að byrja, önnur á Akureyri og hin á Dalvík. Smile Frábært. Vona að grunnskólar Fjallabyggðar setji þetta á oddinn líka fyrir næsta skólaár.

Margir hafa tengt svona starf við framhaldsskólana en það er með það eins og fleira of seint í rassinn gripið að byrja svo seint. Minni hætta er á brottfalli úr framhaldsskóla ef nemandi hefur notið náms- og starfsfræðslu á yngri stigum.

Helstu verkefni námsráðgjafa eru:

ü      Veita ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur.

ü      Veita ráðgjöf varðandi náms- og starfsval.

ü      Veita persónulega ráðgjöf og stuðning.

ü      Veita leiðsögn og ráðgjöf um streitu- og kvíðastjórnun.

ü      Áhugasviðskannanir í 10. bekk.

ü      Veita nemendum og foreldrum þeirra upplýsingar um framhaldsnám.

ü      Vinna að eineltismálum í samvinnu við umsjónarkennara og annað starfslið skólans.

ü      Standa vörð um velferð nemenda og er trúnaðarmaður og málsvari þeirra.

Námsráðgjafi situr yfirleitt í nemendaverndarráði skólans og vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara og annað starfslið skólans auk skólasálfræðings og fleiri sérfræðinga er koma að málefnum nemenda.

Ráðgjöf fyrir alla nemendur:

Lögð er áhersla á að ráðgjöfin stendur öllum nemendum skólans til boða. Nemandinn sjálfur eða foreldrar hans geta óskað eftir viðtali hjá námsráðgjafa en auk þess geta umsjónarkennarar, sérkennarar,  skólastjórnendur og nemendaverndarráð vísað nemendum til námsráðgjafa.

Trúnaður:

Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær varðandi mál einstakra nemenda eða nemendahópa. Námsráðgjafi hefur tilkynningaskyldu skv. Barnaverndarlögum.

Svo mörg voru þau orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband