Fjármálaráðstefna sveitarfélaga
14.11.2007 | 22:33
Allt of langt síðan ég skrifaði síðast en svona er það nú bara. Lítill tími og þessar mínútur sem annars fara í skrifin hafa verið vel nýttar.
Fór á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 5. - 6. nóv. og fannst mörg áhugaverð erindi þar að finna. Það kom m.a. fram hjá Gunnlaugi Júlíussyni að mörg sveitarfélög hafi haft vaxandi tekjur af sölu byggingaréttar undanfarin ár. Ekki það að ég hafi ekki vitað af því en þetta er eitthvað sem landsbyggðarsveitarfélög almennt verða ekki vör við í sínum reikningum.
Hann sagði líka að atvinnuleysi myndi líklega vaxa í 2,5-3% á næstu misserum og ljóst væri að sérstakar aðgerðir þyrfti til að mæta þeim sveitarfélögum sem ekki byggju á þenslusvæðum. (Hvað með allar mótvægisaðgerðirnar) Sveitarstjórnarfólk auglýsti reyndar eftir þeim þegar þingmenn riðu um héruð um daginn.
Nú Birna Lárusdóttir sagði okkur frá því að minnsta sveitarfélagið teldi 50 manns en það stæsta 116.500 en samt væru flestar reglur um sveitarfélög og rekstur þeirra þær sömu. Góð setning sem kom fram hjá henni og fleirum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2007 kl. 22:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.