Búið búið
2.11.2007 | 23:02
Loksins, loksins tókst mér að klára að skúra mig út úr Ólafsvegi 24. Mikið er ég glöð enda komin á tíma með þetta. Við Jódís fengum okkur svo flatböku og áttum notalegt spjall fyrst við matarborðið og svo svolítið koddahjal sem endaði ekki fyrr en sú stutta sofnaði. Munaði engu að ég dottaði líka. Annars er ég í launamálum og ætla að klára það núna og eiga frí á morgun. Leikur hjá mínum mönnum um hádegisbilið og þá skal flatmagað og etið vonandi eftir góðan göngutúr með ferfætlingana. Annars gleðst ég alltaf yfir því þegar góðar bækur koma út sem hljóðbækur þar sem ég hef lítinn tíma til að lesa annað en það sem tengist vinnu og námi. Nýti þá gjarnan tímann og hlusta ef ég er á leið í bílnum til Akureyrar eða...... Hjá JPV forlagi voru að koma nokkrar http://www.jpv.is/index.php?post=1948 |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blessuð.
Námsbækur já það er eitthvað sem þarf að minna mann á um þessar mundir. Er á leið í staðlotu um miðja næstu viku, tveir dagar um fullorðinsfræðsluna. Reyndar finnst mér gaman að lesa um þau fræði og fræðimennina, en skruddurnar eru á ensku og það tefur lesturinn.
Ég er ekki hissa Bjarkey mín að þú viljir nota allar lausar stundir við að hlusta á bækur, ef ég má orða það þannig, ég hef áttað mig á að þú hefur nóg fyrir stafni. Mér þykir reyndar alltof fáar bækur á snældum, því markhópurinn fyrir hljóbækur er stór, vonandi bæta þeir úr. Einhvern tímann heyrði ég það að það væri svo dýrt að láta lesa inná snældurnarm, en hvort það er satt eða logið skal ég ekki segja um.
Góð kveðja Helga Dögg
Helga Dögg (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.