Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Ánægjulegt
1.6.2009 | 22:18
Það er ekki að spyrja að íslensku þjóðinni hún gerir sér grein fyrir að verkefnið er stórt og gríðarlega erfitt og ætlar að taka þátt í uppbyggingunni sem framundan er.
Nú duga engar skyndilausnir - ein lausn fyrir alla - er ekki það sem hægt er að nota nú. Bara stóriðja - 90% lán eða hvað það var sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bauð.
Við sögðum það fyrir kosningar og vorum ófeimin við það að hækka þyrfti skatta og skera niður. En umfram allt þá er ljóst að næstu tvö árin verða Íslendingum erfið en ég trúi því að við förum í gegnum þetta með samstöðu í þeim erfiðu ákvörðunum sem taka þarf.
![]() |
Stuðningur við stjórnina eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |