Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Kosningavíxlar?
11.5.2007 | 23:09
Á Íslandi í dag var tekinn saman loforðalisti ráðherra síðasta misseri og má velta því fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að frumvarp Vinstri grænna nái fram að ganga eftir kosningar að ekki sé heimilt að ríða um héruð 90 daga fyrir kosningar og skrifa undir hvern samninginn á fætur öðrum og flestir án samþykkis Alþingis og ekki inni á fjárlögum.
1. Nýr samningur um starfsskilyrði sauðfjárræktarGuðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra undirrita samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar á Íslandi. Samningurinn til 6 ára og kostnaður amk. kr. 19.635.000.000,- vísitölutryggt (um 25 mia framreiknað).
Samningurinn á Word-formi (56 KB): Samningur um starfsskilyrði
sauðfjárræktar
http://www.landbunadarraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/814
11.1.2007
2. Samningur um kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra undirritar samning við
Háskóla Íslands upp á 3.000.000.000,- í lok samningstímabilsins, árið 2011.
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3849
14.11.2006
3. Samkomulag um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen,
fjármálaráðherra undirrita samning til næstu fjögurra ára um eflingu
íslenskrar kvikmyndagerðar. Eykst úr 372 milljónum í 700 milljónir á ári
árið 2010. Viðbót samtals um 982 milljónir kr.
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3784
3.1.2007
4. Menntamálaráðherra og Akureyrarbær undirrita þriggja ára samning um
menningarmál á Akureyri
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Kristján Þór
Júlíusson, þáverandi bæjarstjóri á Akureyri og núverandi 1. maður á lista
Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum undirrita þriggja ára samning um
menningarmál á Akureyri. Alls upp á kr. 360.000.000,- frá ríki fyrir
2007-2009.
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3836
12.12.2006
5. Börn styðja börn
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra setur af stað sérstakt
þróunarverkefni í Úganda og Malaví. Kostnaður er kr. 110.000.000,- á ári,
verkefnið er til tveggja ára svo um er að ræða kr. 220.000.000,-
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3332
8.1.2007
6. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu
Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra undirritar þjónustusamning til
þriggja ára um málefni fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu. Rúmir 2,2 milljarðar
króna + 95 milljónir fyrir geðfatlaða.
http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3052
20.12.2006
7. Samningur um þjónustu við fatlaða á Norðurlandi vestra
Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra gerir þjónustusamning til 6 ára milli
ráðuneytis síns og samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, í kjördæmi
ráðherrans upp á 1900 milljónir.
http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3027
28.12.2006
8. Samið um aukna þjónustu við Bláa lónið
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra semur við Bláa Lónið um þjónustu
við psoriasis- og exemsjúklinga, kr. 45.000.000,- á ári til 6 ára =
2.700.000.000 kr. + 25.000.000,- kr. styrks til rannsókna á ári eða
100.000.000,- kr. á fjórum árum.
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2366
27.03.2007
9. Þróunarsjóður innflytjenda stofnaður
Magnús Stefánsson tilkynnir um stofnun Þróunarsjóðs innflytjenda á
íbúaþingi á Ísafirði, kjördæmi ráðherrans. Úr sjóðnum skal veita 10.000.000
kr. árlega auk þess sem ráðherra tilkynnti um að ráðist verði í sérstök
tilraunaverkefni í Bolungarvík og Fjarðarbyggð, kostnaður ekki tilgreindur.
Ef aðeins er miðað við næstu 4 ár er ráðherra að lofa hér 40.000.000,- auk
tilraunaverkefnisins.
http://felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3144
27.03.2007
10. Ferðasjóður íþrótta
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga í
samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra fól að fjalla um
ferðakostnað íþróttafélaga. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar felur í sér að
stefnt verði að því að framlag til sjóðsins verði 90 m.kr. á ársgrundvelli
og að því marki verði náð á þremur árum. Framlagið verði þannig 30 m.kr.
árið 2007, 60 m.kr. árið 2008 og 90 m.kr. árið 2009 og 2010 eða samtals
270.000.000 á næstu 4 árum.
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4006
12.02.2007
11. Samgönguáætlun 2007-2018
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti samgönguáætlun 2007-2018 á
Ísafirði, kjördæmi ráðherrans, sama dag og henni var dreift á Alþingi.
Heildartekjur og framlög til samgönguáætlunar verða 381,4 milljarðar króna.
http://samgonguraduneyti.is/frettir/nr/1132
01.02.2007
12. Hert umferðareftirlit - átak til tveggja ára
Sturla Böðvarsson, samgöngumálaráðherra hefur ákveðið að umferðareftirlit
lögreglunnar verði stóraukið á næstunni með öflugri tækjabúnaði. 218
milljónum verður veitt í sjálfvirkt hraðaeftirlit á þjóðvegum næstu tvö
árin.
https://secure.fmv.is/MediaMonitoring/MediaLookup/ViewScriptPublic.aspx?script=399444
06.02.2007
13. Iðnaðarráðuneytið - 3ja ára samningur við Vistorku
Iðnaðarráðuneytið hefur gert samning við Vistorku um 225.000.000 kr. á
næstu þremur árum um stuðning sem tryggir samfellu í vetnisrannsóknum.
http://secure.fmv.is/MediaMonitoring/_output/attachments/6.2.2007
/401337_633063324261375542.pdf
23.03.2007
14. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - hækkun um 1.4 mia til næstu 2ja ára
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra
hafa undirritað viljayfirlýsingu um helmings hækkun framlaga í Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga, úr 700 í 1.400 milljónir á ári næstu tvö ár.
http://secure.fmv.is/MediaMonitoring/_output/attachments/23.3.2007
/424239_633102566534503332.pdf
27.03.2007
15. Vesturfarasetrið - 5 ára samningur
Vesturfarasetrið á Hofsósi fær tæplega 140 milljóna króna framlag úr
ríkissjóði næstu 5 árin samkvæmt samningi sem var undirritaður í dag.
http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2573
22.03.2007
16. Samningur Utanríkisráðherra við Háskólann á Akureyri
Utanríkisráðherra hefur undirritað samstarfssamning við Háskólann á
Akureyri, í kjördæmi ráðherrans, um fjárhagslegan og faglegan stuðning við
meistaranám í heimskautarétti við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á
Akureyri. Samkvæmt samningnum mun utanríkisráðuneytið leggja fram samtals 18 milljónir króna á næstu þremur árum.
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3561
08.03.2007
17. Samningur við Utanríkisráðuneytisins við Landsnefnd UNIFEM
Samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og Landsnefndar UNIFEM gildir í
þrjú ár, frá 2007 til 2009 og hljóðar upp á 15.000.000 kr.
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3534
30.04.2007
18. Félagsmálaráðherra semur um búsetuúrræði fyrir fatlaða í Þingeyjasýslum
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og BergurElías Ágústsson sveitarstjóri
undirrituðu í dag þjónustusamning um málefni fatlaðra og samkomulag um ný búsetuúrræði og eflingu dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk í
Þingeyjarsýslum. Samningurinn er til þriggja ára og samningsfjárhæð er
liðlega 280 milljónir króna.
http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3289
30.04.2007
19. Félagsmálaráðherra semur um búsetuúrræði fyrir fatlaða á Austurlandi
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Soffía Lárusdóttir,
framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi (SAUST),
undirrituðu í dag samkomulag um verkefni til að fjölga búsetuúrræðum og
efla dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk á Austurlandi.
Samkomulagið er gert í samræmi við átak í þjónustu við geðfatlað fólk,
stefnu og framkvæmdaáætlun ráðuneytisins 2006-2010. Samkomulagið felur í sér að félagsmálaráðuneytið ver samtals 70,8 milljónum króna á árinu 2007 til þess að styðja verkefni gagnvart geðfötluðu fólki á Austurlandi.
http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3287
30.04.2007
20. Félagsmálaráðherra gerir samning um þjónustu við fatlaða á Hornafirði
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri
undirrituðu í morgun þjónustusamning milli félagsmálaráðuneytisins og
Sveitarfélagsins Hornafjarðar um þjónustu við fatlaða. Síðastliðin tíu ár
hefur slíkur samningur verið í gildi milli þessara aðila. Þessi nýi
samningur er að fjárhæð 26,7 milljónir króna og gildir til sex ára, allt
til ársins 2012.
http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3286
10.11.2006
21. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra - frumvarp um hækkun bóta til örorku- og ellilífeyrisþega.
Hækkun bóta til elli- og örorkulífeyrisþega kostar 27 milljarða króna fram
til ársins 2010, samkvæmtlagafrumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælti fyrir
í gær.
http://www.althingi.is/altext/133/s/0353.html
27.04.2007
22. Menningarsamningur menntamálaráðherra við Eyþing
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn
f.h. ríkisins en Björn Ingimarsson, formaður sveitarfélaganna í Eyþingi,
undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna. Framlög ríkisins til
samningsins verða 25 m.kr. á árinu 2007, 30 m.kr. árið 2008 og 31 m.kr .
árið 2009.
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4054
07.04.2007
23. Menningarsamningur menntamálaráðherra við Hvalasafnið
Samningur til tveggja ára um fjárframlög að upphæð 20 milljónir á
samningstímanum.
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4049
27.04.2007
24. Háskólinn á Akureyri fær 100 milljónir til að hefja framkvæmdir við IV
áfanga byggingarinnar á Sólborg
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur tilkynnt að
ríkisstjórnin hafi ákveðið að verja 100 milljónum króna til að hefja
framkvæmdir við IV áfanga byggingarinnar á Sólborg á árinu 2007. Heildarkostnaður við byggingu IV áfanga ásamt lóðaframkvæmdum er áætlaður um 700 milljónir króna og stefnt er að því að verkinu verði lokið á þremur árum.
http://www.unak.is/?m=news&f=viewItem&id=90
01.02.2007
25. Samningur ríkisins um dreifingu Rúv um gervihnött
Báðum útvarpsrásum Ríkisútvarpsins og Sjónvarpinu verður endurvarpað um
gervihnött frá og með 1. apríl. Við það geta útsendingar Ríkisútvarpsins
náðst um allt land og miðin, sem og víða í útlöndum. Skrifað var undir
þríhliða samkomulag þessa efnis í dag milli Ríkisútvarpsins, Fjarskipasjóðs
og gervihnattafyrirtækisins Telenor. Áætlaður heildarkostnaður við
verkefnið er um 150 milljónir króna á næstu þremur árum og veitir
fjarskiptasjóður fé til þess í samræmi við markmið fjarskiptaáætlunar.
https://secure.fmv.is/MediaMonitoring/MediaLookup/ViewScriptPublic.aspx?script=399416
2.5.2007
26. Menningarsamningar við landshluta
Menningarsamningar undirritaðir - Sturla Böðvarsson kemur færandi hendi með samninga við Vestfirði og Norðurland vestra fyrir árin 2007, 2008 og 2009 samtals upp á 190 milljónir króna.
Menningarsamningar menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við
sveitarfélög á Vestfjörðum og sveitarfélög á Norðurlandi vestra voru
undirritaðir í gær.
http://www.samgonguraduneyti.is/frettir/nr/1199
Samningur við Listaháskólann.
Menningarsamningur við Suðurland var undirritaður 9. maí og við Suðurnes á næstu dögum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snúum við blaðinu
9.5.2007 | 18:28
Fínn fundur hjá Vinstri grænum og rétt að minna fólk á að það verður ekki breyting á samfélaginu nema allir kjörbærir fari á kjörstað og kjósi EKKI ríkisstjórnarflokkana.
Við megum ekki láta auglýsingaskrum Framsóknar og undirritunargleði Sjálfstæðismanna glepja okkur á síðustu metrum ríkisstjórnarsetu þeirra.
VG hvetur Íslendinga til að snúa við blaðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utankjörfundur
3.5.2007 | 18:26
Utankjörfundur í fullum gangi - Kosið í Reykjavík í Laugardalshöll kl. 10.00 - 22.00 alla daga.
Kosning utankjörfundar fer fram hjá sýslumönnum, hjá hreppstjórum erlendis, skipum, sjúkrahúsum, fangelsum, dvalar- og vistheimilum og í heimahúsi. Kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðilinn bókstaf þess lista sem hann vill kjósa. Listabókstafur Vinstri grænna um land allt er V. Á það skal bent, að nauðsynlegt er að hafa með sér skilríki þegar kosið er.
Kosning í Reykjavík í Laugardalshöll kl. 10.00 22.00 alla daga.
Kjósandi sem greiðir atkvæði utan þess kjördæmis sem hann er á kjörskrá skal sjálfur annast og kosta sendingu atkvæðisbréfs síns. Skrifstofa VG á Grensásvegi sér um koma atkvæðum til skila og má hafa samband við
hana í síma 534-0996 og í síma hjá starfsmanni utankjörfundar 617-8324. Einnig má hringja á skrifstfofuna til að fá upplýsingar um hvort að viðkomandi sé á kjörskrá. Frekari upplýsingar um utankjörfund er hægt að finna með því að smella hér
Vinstra grænt vor - hvað annað
3.5.2007 | 18:19
Framsóknarflokkur tapar fylgi í Suðvesturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laun og laun
3.5.2007 | 08:48
Á forsíðu Mbl í dag er sagt frá 66 milljarða hagnaði hins búlgarska símafyrirtækis Björgólfs og sölu á hans hlut og fleiri.
Þetta eru frekar geggjaðar tölur að verða sem settar eru á borð fyrir okkur almenning dag hvern og fannst mér það skjóta skökku við á baráttudegi launafólks þegar kynntur var starfslokasamningur Bjarna Ármannssonar.
Maður veltir fyrir sér af hverju bankar hagnast með þessum hætti og hver það er sem býr þennan hagnað til. Ætli bankastjórarnir geri það alfarið sjálfir? Launamunurinn í Glitni sem og öðrum bönkum er örugglega mikill og tel ég að hinn almenni starfsmaður Glitnis hafi ekki verið sæll með sitt þegar tölurnar í starfslokasamningnum voru kynntir.