Laun og laun

Á forsíðu Mbl í dag er sagt frá 66 milljarða hagnaði hins búlgarska símafyrirtækis Björgólfs og sölu á hans hlut og fleiri.

Þetta eru frekar geggjaðar tölur að verða sem settar eru á borð fyrir okkur almenning dag hvern og fannst mér það skjóta skökku við á baráttudegi launafólks þegar kynntur var starfslokasamningur Bjarna Ármannssonar.

Maður veltir fyrir sér af hverju bankar hagnast með þessum hætti og hver það er sem býr þennan hagnað til. Ætli bankastjórarnir geri það alfarið sjálfir? Launamunurinn í Glitni sem og öðrum bönkum er örugglega mikill og tel ég að hinn almenni starfsmaður Glitnis hafi ekki verið sæll með sitt þegar tölurnar í starfslokasamningnum voru kynntir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband