Og jólin komu
25.12.2008 | 22:09
Já það fór eins og ég gerði ráð fyrir jólin komu í mitt hús eins og líklega flest önnur og ég og mitt fólk búið að gera þá hluti sem við ætluðum okkur að vísu var Þorlákur liðinn og runnið inn í aðfangadag þegar fólkið fór í háttinn en það er nú líka venjan hér á þessu heimili. Nú vorum við hins vegar bara í þokkalegum rólegheitum á aðfangadag og það er frekar langt síðan svo hefur verið. Fengum meira að segja vini í heimsókn kl. 17 og það fannst mér dásamlegt. Smá kaffisopi, spjall og knús svona rétt áður en heilagt varð.
Skreytingarnar verða fleiri og meiri með hverju árinu og ljósadýrðin náði hámarki á aðfangadag. Í stofuloftinu voru 1200 perur fyrir utan öll önnur jólaljós þannig að mér datt helst í hug bíómyndin með Christmas vacation þegar slokknaði á borginni. Það birti allavega töluvert upp skal ég segja ykkur.
Nú steikin og jólaísinn brögðuðust ágætlega og var mikið hlegið þegar ég spurði hvernig smakkaðist og eldri dóttirin sagði; "allt í lagi en ekkert sérstakt" þ.e. kjötið en karlmennirnir voru himinlifandi, enda borðar dóttirin ekki kjöt nema bara á aðfangadagskvöld og þeim þótti hún ekki dómbær á hvernig smakkaðist. Það sama á reyndar við minn kæra en hann hefur fram til þessa verið yfirsmakkari á jólaísinn en syninum varð á orði að það þyrfti að þríhyrningsmerkja ísinn þar sem hann innihéldi svo mikið af vanilludropum sem við hin erum reyndar sammála. Svona eru nú bragðlaukar okkar misjafnir.
Í dag eldaði heimasætan sér svo hnetusteik sem hún hafði með sér í jólaboðið hjá ömmu og afa enda hangikjöt og svið í boði sem við hin borðuðum með bestu lyst. Það endaði nú reyndar svo að hún var spurð hvað væri eiginlega í þessari "steik" því þeim sem hana smökkuðu þótti hún ægilega góð. Þannig að hún var lukkuleg með sitt sérfæði blessunin.
Á morgun er svo jóla/kveðjuboð hér í Hlíðarveginum þar sem heimasætan er að fara af landi brott í tæpa fimm mánuði en hún og Dísa vinkona hennar ætla að þvælast um Norður-, mið-, og suður Ameríku. Bara spennandi og þær ætla að halda úti bloggsíðu sem kemur hér inn von bráðar.
Í bili.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
Athugasemdir
Heimasætan er tá bara fyrirmyndar kokkur.Spennandi ad heyra med ferdalag hennar.Góda ferd til hennar.Tad er alltaf pínulítid skrítid ad sjá nafnid Hlídarvegur tví ég ólst upp á einum slíkum í Kópavogi.
Gledilega jólarest til ykkar.
Kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 27.12.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.