Mótmæli

Svona af því ég komst ekki á mótmælin á Akureyri í dag.

Þeir sem völdin hafa

 

Það eru í heiminum margir menn,

sem manngæsku ekkert vinna.

Sem hafa verið og eru enn,

óvinir bræðra sinna.

Þeir hugsa aðeins um eigin hag

og auðsljóma metorðanna.

Og hafa á ætíð það lúalag,

að læðast að baki manna.

 

Þeir bjóða ykkur margs konar kostakjör

og klappa á náungans herðar.

Þeir bjóða í veislur, með brosi á vör

og búast til aðstoðarferðar.

En lítils er virði það loforðskvak,

þó ljúfmennsku handtak þeir gefi.

Ef aðra þeir rétta, þá aftan við bak,

er óvæginn járnkrepptur hnefi.

 

Þið fölsku refir með fölsuð spil,

þið fjendur vinnandi þjóða.

Senn munu koma þau skuldaskil,

er skapanornirnar bjóða.

Þá enginn mun af ykkur bera blak.

Þá bros verður einskis virði.

Því okið mun falla á ykkar bak,

sem áður var þrælanna byrði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gledileg jól til tín og tinna tarna nordurfrá.Takk fyrir gód kinni sem ég hef notid.

Kvedja frá Jyerup.

Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband