Frostrósir og félagar
13.12.2008 | 18:46
Fór ásamt mínum kćra á tónleika Frostrósanna og gesta í íţróttahöllinni á Akureyri í gćrkveldi og mađur lifandi ég svíf enn.
Viđ fengum sćti á nćstfremsta bekk og beint fyrir framan söngvarana og hvađ er hćgt ađ hafa ţađ betra. Rósirnar voru hver annarri betri en Eivor er alveg yndisleg og lét ekki gullkjólinn sem hún skartađi aftra ţví ađ vera á tánum - engir skór hjá henni frekar en fyrri daginn. Hún syngur eins og engill ja eđa seiđkona og höfđar mikiđ til mín. Margrét Eir fannst mér líka fara á kostum og hún og Hera brćddu mann algerlega ţegar ţćr sungu Helga nótt.
Nú svo var karlpeningurinn ekki síđri og ég ţarf nú ekki annađ en ađ sjá Garđar Cortes brosa ţá fć ég í hnén hvađ ţá ţegar hann hefur upp raust sína.
Ţetta voru alveg magnađir tónleikar og ljóst ađ ég mun fara ađ ári ef ţađ verđur í bođi.
Í bili......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gaman ađ heyra ţetta. Kveđja norđur.
Vilborg Traustadóttir, 13.12.2008 kl. 20:26
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.