Frostrósir og félagar

Fór ásamt mínum kæra á tónleika Frostrósanna og gesta í íþróttahöllinni á Akureyri í gærkveldi og maður lifandi ég svíf enn.

Við fengum sæti á næstfremsta bekk og beint fyrir framan söngvarana og hvað er hægt að hafa það betra. Rósirnar voru hver annarri betri en Eivor er alveg yndisleg og lét ekki gullkjólinn sem hún skartaði aftra því að vera á tánum - engir skór hjá henni frekar en fyrri daginn. Hún syngur eins og engill ja eða seiðkona og höfðar mikið til mín. Margrét Eir fannst mér líka fara á kostum og hún og Hera bræddu mann algerlega þegar þær sungu Helga nótt.

Nú svo var karlpeningurinn ekki síðri og ég þarf nú ekki annað en að sjá Garðar Cortes brosa þá fæ ég í hnén hvað þá þegar hann hefur upp raust sína.

Þetta voru alveg magnaðir tónleikar og ljóst að ég mun fara að ári ef það verður í boði.

Í bili......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gaman að heyra þetta. Kveðja norður.

Vilborg Traustadóttir, 13.12.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband