Hálf nakin ........
21.9.2008 | 23:32
Við hjónin vorum í skógarhöggi um síðustu helgi þar sem runnarnir við götuna voru látnir fjúka. Mikil viðbrigði þar sem þeir voru orðnir á þriðja meter og skýldu því algerlega lóðinni.
Ég sagði við nágrannanna að mér finndist eiginlega eins og ég væri á brókinni þegar þetta skjól væri farið. Þau undraði það ekki.
Annars fór ég til Akureyrar eftir hádegi í dag og heimsótti vinkonu mína og fór síðan í bíó. Ég sá Sveitabrúðkaup sem slapp alveg - bestur húmorinn í ömmu gömlu. Helgi og stelpurnar fóru á ævintýramyndina með Anitu Briem og fannst hún mjög góð.
Er búin að lesa heil ósköp um hugsmíðahyggju og náms- og starfsráðgjöf þannig að nú þarf bara að koma því frá sér á blað. Strembin vika framundan og því eins gott að tímasetja verkefnin þannig að ekki þurfi að bjarga sér fyrir horn með misgóðum afleiðingum.
Reyni að setja inn myndir á morgun.
Í bili.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.