Haustið að koma - skóli og vinna

Það þýðir að ég er að byrja í skólanum. Einhverjir hugsa eflaust er þessi kona í eilífðarnámi. Nei ekki er það nú svo ég er að reka endahnútinn á þetta. Nú er komið að meistaragráðunni og svo er ég hætt. GetLost Ef maður hættir einhverntímann. Reyndar tel ég að maður hætti aldrei að mennta sig en langskólanám er eitt og símenntun annað að mínu viti. Ég á eflaust eftir að fara í eitthvert símenntunarnám í framtíðinni - enda fylgir það starfinu.

En að öðru. Ég fór á flokkráðsfund VG í Reykholti á föstudaginn, átti flug en fór með bíl vegna veðurs sem var ágætt þar sem mikið var rætt um pólitík á leiðinni -  bara gaman.

Mikil stemming var á fundinum og þegar gert var hlé bauð Árni Þór okkur í sumarbústað fjölskyldunnar og síðan var borðað á hótel Reykholti. Ekki get ég lofað matinn en í boði var ágæt súpa en gjörsamlega bragðlaus steinbítur. Margir kvörtuðu vegna þess. En fundi var fram haldið til kl. 00:30 og þá settist fólk og spjallaði um pólitík og daginn og veginn. Mikið gaman - mikið grín.

Á laugardagsmorgun voru svo vinnuhópar að störfum og var ég í sveitarstjóranarhópi sem var alveg frábært. Hefðum þurft a.m.k 3 tíma í viðbót svo mikið lá á fólki. En við ætlum að hittast fljótlega aftur til að ræða komandi kosningar. Já það eru sveitarstjórnarkosningar eftir rúmt ár takk fyrir.W00t

Annars er ég búin að gera víðreist - eða þannig. Fór til Helgu og pabba - þaðan til Dísu frænku - afskaplega gott að njóta samveru með fjölskyldunni. Í morgun fór ég svo í brunch til Örnu og Kidda en þar er ævinlega ljúft að koma. Hitti svo Davíð minn og hans vinkonu í kvöld og borðaði með þeim. Finnst ég hafa gert helling.

En á morgun er ætlunin að fara í leiðangur vegna Hallarinnar og svo er skóli.

Sef svo í rúminu mínu annað kvöld hjá mínum kæra - ekki seinna vænna en að rifja upp brúðkaupsnóttina sem var þann 31.08 fyrir 11 árum.

Í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband