Nú er fjör

Það er búið að vera mikið fjör á mínu heimili. Við hjónin höfum verið á fullu að klára Tröllakot ásamt tengdó og líka mikið að gera í Höllinni, erlendir ferðamenn og hópar hér í bænum að borða og skemmta sér. Smile

Nýjar myndir eru af slotinu, sem Guðný Olgu tók, sem nú er nánast fullbúið. Endilega látið alla vita um gistimöguleikann, þið sem lesið bloggið mitt, því ekki veitir af að hafa eitthvað upp í kostnaðinn.FootinMouth

Bæjarstjórnin kom og kíkti á slotið eftir bæjarstjórnarfundinn á þriðjudagskvöldið og leyst ljómandi vel á heyrðist mér.

Ég renndi á Akureyri í dag að ná í Jódísi Jönu sem var á Hólavatni þessa vikuna. Um leið keypti ég myrkvunargluggatjöld í Tröllakot sem minn kæri á eftir að setja upp.

Nú hann fór að heyja í kvöld eins og sannur bóndi en þar sem hann er ekki með orf og ljá lét hann rafmagnsorf duga og gekk ágætlega.LoL

Nikulásarmótið er að hefjast og íbúafjöldinn hér þrefaldast um helgina. Við erum búin að gera okkur klár í Höllinni til að taka á móti fólki og vonum auðvitað að bisnessinn verði góður.Grin

Í bili.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman ad vita ad allt gangi vel... tad er gott ad tid viljid hafa mikid ad gera :-D gott ad tad sé mikid ad gera í hollinni... og jámm tad tarf endilega ad segja ollum frá kotinu.. set tad í naesta blogg .. skemmtid ykkur í nikulásarbrjálaedinu..

klara mist (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband