Sjómannahelgi og skólaferðalag

Já þetta hafa verið viðburðaríkir dagar og ekkert bloggað.Wink

En sjómannahelgin hér í Ólafsfirði er engu lík og tókst að venju frábærlega. Fjölbreytt og frábær skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa.

Í Höllinni spilaði Magnús Þór Sigmundsson á föstudagskvöldið og var fjölmenni. Á laugardaginn var svo mikið af fólki enda bærinn þéttskipaður af sjómönnum og þeirra kvinnum. Á sjálfan sunnudaginn var svo hátíðarkvöldverður í Tjarnarborg og mögnuð skemmtidagskrá með Björgvini Franz, Helgu Braga og Sigga Beinteins og man ekki hvað hún heitir voru með Tinu Turner sjóv og ball á eftir.Grin

Nú þetta hefur verið mín vinnuhelgi enda ekki sjómannskona. Naut dyggrar aðstoðar minnar kæru dóttur og vorum við frekar þreyttar á sunnudagskvöldið.

Í dag, þriðjudag, fór ég svo ásamt Björgu Trausta og Margréti Toft með 7., 8. og 9. bekk í skólaferðalag. Við byrjuðum á að skoða Vesturfararsafnið en mínir nemendur voru að ljúka þemavinnu um vesturfarana. Að því loknu skoðuðum við samgöngusafnið, sem ég mæli með að allir kíki á. Nemendur voru almennt mjög ánægðir með það. Að lokum var farið í rafting í vestri-Jökulsá sem var alveg magnað. Leiðsögumennirnir voru svo skemmtilegir og lögðu sig alla fram um að skemmta bæði okkur og sjálfum sér.Grin

Þetta tók rúma 4 klukkutíma þ.e. rafting og voru það þreyttir og hljóðlátir nemendur sem stigu út úr rútunni um kl.19 í kvöld.

Á morgun er svo umsjónarmaður þróunarverkefnis skólanna á Óló og Sigló að koma og gera upp veturinn og skólaslitin verða á fimmtudaginn. Ósköp ljúft að þetta er að verða búið.

Í bili........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Það var mikið að mín bloggar eitthvað. He, he. Annars kláruðu krakkarnir hér s.l. föstudag svo Sæunn er núna fyrir sunnan. Fékk vinnu í ísbúðinni í Álfheimum í sumar sem er bara æðislegt hennar vegna. Verður nú hálf einmanalegt í sveitinni hjá gömlu núna og kallinn að fara eitthvað vestur á firði í 10-15 daga líka. Pah. Bara ég og hundarnir. Kannski maður leggist í flakk. Getur bara svo lítið farið með 2 hunda. Alls staðar óvelkomnir þessi grey.

Bylgja Hafþórsdóttir, 5.6.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband