Öll að hjarna við enda útskrift um helgina

Já ég er öll að koma til og er dagurinn í dag sá besti frá því um hvítasunnu. Ennþá töluverður höfuðverkur en rugga þó ekki ef ég hreyfi mig og ógleðin öll að hverfa.Grin

En að því sem skiptir öllu máli núna. Klara Mist er að útskrifast og var mikil dramatík í gangi hér í gær enda kom síðasta einkunn þegar nálgaðist miðnætti í gærkveldi. Ekki beint verið að hugsa til þess að fólk þarf að ganga frá ýmsu fyrir slíka viðburði.

En aðalmálið er að hún stóð allt með sóma þessi elska - ekki að spyrja að henni. Vinnandi fulla vinnu og rúllar svo upp sjö prófum eins og ekkert sé.Halo

Við mæðgur fljúgum um hádegisbilið á morgun en Helgi verður farinn á vegum vinnunnar eldsnemma í fyrramálið og hittir okkur í borginni.

Annars fátt títt annað en minn kæri vinnur í Tröllakoti alla daga við að koma því í stand en gengur hægt.

Í bili....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Kerlingin mín, þetta hefur nú verið meira. Ég hefði ekki viljað lenda í þessu á lokametrunum . Ég tók mig til og fór á heilsuhótel í Póllandi eftir törnina með Kristínu systur og Vilborgu Trausta með tveggja daga fyrirvara og sé sko ekki eftir því.

..... og svo er það bara lúkning á meistaritgerð í sumar og útskrift í haust hibb hibb húrrei.

Til hamingju með skvísuna.

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.5.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband