Jafnvægistaugarþroti (vestibularis neuronitis)

Er sem sagt ástæða þess að ég hef ekki bloggað í marga daga.

Um þetta segir á Vísindavefnum:

Skyndilegur og svo stöðugur snarsvimi (vertigo) með ógleði og oft uppköstum og nystagmus frá veika eyranu en án heyrnardeyfu eða tinnitus. Fjarar hægt út (dagar – vikur). Sjúklingur liggur því í nokkra daga og batnar svo smátt og smátt.

Nystagmografia (kaloríupróf) sýnir skerta eða enga kaloríska svörun í veika eyranu.

Meðferð: Svimastillandi lyf í byrjun.

Æfingar (vestibular rehabilitation) – Sitja og eða ganga um og hreyfa höfuð og æfa heila og láta hann jafna sig á því að hann hefur bara eina taug – núllstillir sig. Flestir jafna sig nær alveg á þessu (þó síst gamalt fólk).

Fékk fyrstu einkenni á laugardaginn en snarversnaði á sunnudagskvöld og er eiginlega búin að vera hundléleg síðan. Má ekki hreyfa mig of hratt eða leggjast niður nema í rólegheitunum annars fer allt af stað. Verst eru þó höfðuverkirnir sem þessu fylgja og eru nánast stöðugir en þetta getur bara bestnað eða þannig. 

Ég verð að gera eins og sagt er hér að ofan, æfa heilann, mér finnst þetta bara fyndið. En fór til Beggu í gær í höfuðbeina og spjald meðferð og er örlítið skárri í dag en þetta tekur víst tíma og hann verð ég að reyna að finna einhversstaðar.

Í bili.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu ég hélt að heilinn hefði fengið næga æfingu í vetur.  en það er nokkuð ljóst að eitthvert spennufall er í gangi en annars er lítiið hægt að segja af hverju svona kemur fyrir skilst mér.

Sjáumst við útskriftina.

Bjarkey (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband