Jibbý - allt að verða búið

Það er alltaf svo þegar maður líkur einhverju þá verður maður kátur og einhvern veginn léttari á sér. Það á við um mig í dag. Er búin með skýrsluna um starfsnámið mitt og á leið í pósthúsið með hana.

Þá er flestu lokið og einungis eftir að taka saman allt það sem safnast hefur í sarpinn í starfsnáminu og setja það í eitthvert frambærilegt form fyrir föstudaginn næstkomandi en þá ætlar Sif kennari að hitta mig og Solveigu, náms- og starfsráðgjafann í Háskólanum á Akureyri, sem ég var hjá í starfsþjálfun og fram fer viðtal/samtal um skýrsluna og ferilmöppuna.

Að því loknu verð ég væntanlega komin með réttindi til að starfa sem náms- og starfsráðgjafi en formleg útskrift verður 14. maí.

Klara Mist er að ljúka stúdentsprófi (vonandi) og hennar síðasta próf er 16. maí. Hún á svo að útskrifast 23. maí en saman ætlum við að slá upp veislu þann 17. júní.

Í bili.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langaði að leiðrétta þig smá:)

útskriftin hennar Klöru verður Laugardaginn 24. maí:)

bið að heilsa öllu:)

Helga Þóra (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:01

2 identicon

Æi Helga mín maður er bara svona þú veist.. Sjáumst við útskriftina.

kv. Bjarkey

Bjarkey (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband