Bandýmót

Í níunda sinn var haldið bandýmót hér í Ólafsfirði og líklega aldrei eins mikil tilþrif í innkomuatriðum eða búningahönnun. Höllin var með lið, að sjálfsögðu en við náðum ekki að verja titilinn og lentum í 3. - 4. sæti. Vorum í því öðru í fyrra. Þá fengum við einnig titilinn bestu nýliðarnir og Mistin mín var besti leikmaðurinn.

En verðlaunin eru fyrir hina ýmsu þætti og minn kæri var í sigurliðinu þ.e. Sparisjóðsliðinu. Grin Svo fékk hann verðlaun fyrir bestu tilþrifin enda ekki á allra færi að taka hjólhestaspyrnu og hitta lítinn bandýbolta. En sjón er sögu ríkari og bendi ég ykkur á myndir hér hjá Magnúsi Marinós og vona ég að hann taki það ekki illa upp að ég setji hér nokkrar myndir af Hallarfólkinu. Eins er Guðný Olgu að setja inn myndir sem þið verið að kíkja á.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir, skoðaði á síðunni Magga, en ég er svo vittlaust í þessu, ég þekki bara þig, Klöru og Addý sem eru í hópnum þínum

Systa (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 19:25

2 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Hæ. Jóhann hennar Addýjar, Lúðvík hennar Addýjar og Lúðvík kærastinn Hildar Gyðu (Addýjar). Siggi sonur Massýjar og Hjartar. Dísa dóttir Bjargar Trausta (var að leysa mömmu sína af) og Dísa Lea dóttir Lóu og Varða.

kv. Systa

Bjarkey Gunnarsdóttir, 6.5.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband