Ráðherra félagsmála og launamunur kynjanna
4.11.2006 | 01:18
Það er í rauninni svolítið hjákátlegt að heyra félagsmálaráðherra viðurkenna að ekki hafi tekist að jafna stöðu karla og kvenna gagnvart börnum og fjölskylduábyrgð og þaðan af síður launamun. Þetta veldur Magnúsi Stefánssyni áhyggjum undarlegt þar sem hans flokkur hefur verið við völd með Sjálfstæðisflokknum í svo mörg ár að grátlegt er. En þetta endurspeglar efndir manna því mikið er sagt fyrir kosningar en lítið um efndir. Nú fara menn af stað aftur og vonandi lætur þú kjósandi góður ekki fíflast með þig lengur.
Félagsmálaráðuneytið lét gera könnun um launamun en þar kemur fram að þeim mun fleiri börn sem karlar áttu þeim mun lengri var vinnudagur þeirra. Þeim mun fleiri börn sem konur áttu, þeim mun styttri var tími þeirra í launavinnu. Barnlausir karlar unnu að meðaltali 48 stundir á viku, þeir sem áttu eitt barn undir 6 ára aldri unnu 51,3 stundir og ef börnin voru tvö og það yngsta undir sex ára aldri voru vinnustundirnar 51,6. Hjá konum voru sambærilegar tölur þannig að barnlausar konur unnu að meðaltali 37,8 stundir, þær með eitt barn 33,3 og þær sem voru með tvö börn unnu 32,8 stundir.
Síðan er það bilið sem myndast milli fæðingarorlofs og leikskóla sem klárlega vinnur gegn jafnréttisáhrifum fæðingarorlofslaganna því launamunurinn þýðir það að konan minnkar við sig vinnu og er heima með börnum á meðan maðurinn vinnur svo enn lengur.
Þetta kallar Magnús fjárhagslega skynsamlegt. Þetta þýðir einfaldlega að konur dragast aftúr á vinnumarkaðnum varðandi öll réttindi auk margs annars enda sýna erlendar rannsóknir að það taki konur sem verið hafa í slíkum aðstæðum, áratugi að ná upp forskoti þeirra sem ekki yfirgefa vinnumarkaðinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.