Starfsmannasamtal og síðan Andrés
23.4.2008 | 13:58
Eftir kennslu í dag á ég starfsmannasamtal við skólastjórana mína um næsta starfsár. Hef lagt inn nokkrar hugmyndir um hvernig hægt er að koma á heildstæðri náms- og starfsráðgjöf í grunnskólanum. Heilmikil vinna sem í því felst og ég bara komin með ramma hugmyndir þannig að ef úr verður að þær fallast á að ráða mig í hlutastarf sem einhverju nemur þá gæti ég haldið áfram að þróa þær hugmyndir sem ég er nú þegar með í kollinum.
Nú síðan er ætlunin að halda á Akureyri þar sem Andrésar andar leikarnir verða settir í kvöld og keppnin hefst svo á morgun. Jódís Jana keppir kl. 13 bæði á fimmtudag og föstudag og kl. 11 á laugardagsmorgun. Við mæðgur erum búnar að kría út gistingu hjá Gúlgu, Boga og litla kút.
Klara Mist kemur á föstudagskvöldið með flugi en hana sárvantar far fyrir flatskjáinn sinn þannig að ef einhver getur.... þá endilega hafið samband við okkur.
Í bili...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.