Lítill prins

Já hann kom í heiminn um kvöldmatarleytið í gærkveldi litli prinsinn Guðrúnar Pálínu og Boga. 15, 5 merkur og 54 cm. Alveg gullfallegur páskadrengur með galopin blá augu horfði þetta litla kríli á okkur og ætla ég ekki að reyna að spá í hvað hann hefur hugsað.Grin

Alla vega móður og barni heilsast vel og (pabbanum líka) þeir vilja oft gleymast þessar elskur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Æðislegt, verður að knúsa Boga og Guðrúnu Pálínu frá mér. Já, nú er kerlingin farin að blogga eins og allir hinir. Finnst það frábært og móttökurnar hafa verið ótrúlegar.

Love Bylgja

Bylgja Hafþórsdóttir, 21.3.2008 kl. 08:46

2 identicon

Þakka hughreystinguna. Já ætli sú gamla seiglist ekki í gegnum þetta eiins og allt annað. Alla vega meðan ég hef hann Ívar minn. Hefur vissulega  verið álag á sambandið allt það sem við höfum gengið í gegnum og ég er gríðarlega glöð yfir að við höfum ekki leyft þessum ósköpum að eyðilegga það fyrir okkur eins og svo margir lenda í. En við höngum saman í gegnum þykkt og þunnt og látum þetta frekar styrkja okkur en að stía okkur í sundur. Einu sinni hent honum út þó, he  he,  var búin að ná í hann eftir klukkutíma svo lengi entust sambandsslitin sú. hí hí

Ástarkveðjur

Bylgja (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 11:00

3 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

'Okei er forvitin Hvaða búgarður er þetta????

Bylgja Hafþórsdóttir, 21.3.2008 kl. 11:45

4 identicon

Við Klara Mist keyptum Burstabrekkuíbúðarhúsið og erum að gera það upp. Ætlunin er að leigja það út, og má koma með hundinn sinn með sér, og byggja að auki hundahótel.

Bjarkey (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 08:21

5 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Þú er alveg frábær. Geturðu ekki gefið mér uppskriftina af óendanlegri orku þinni og framtakssemi og metnaði. Gæti sko virkilega notað hana. Langar ekki að gera neitt

Love Bylgja.

Bylgja Hafþórsdóttir, 22.3.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband